Hrefnu á grunnslóð fækkar mikið Óli Kristján Ármannsson skrifar 17. ágúst 2015 07:00 Á Hvalasafninu í Reykjavík er að finna eftirmyndir í raunstærð af hvölum þeim sem er að finna í hafinu við Ísland. vísir/vilhelm Ný hvalatalning Hafrannsóknastofnunar (Hafró) leiðir í ljós að talsverðar breytingar hafi orðið í fjölda og útbreiðslu hvala við landið síðustu tuttugu ár. Fram kemur á vef Hafró í gær að 10. ágúst hafi lokið víðtækum hvalatalningum, sem fram fóru í samstarfi við nágrannaþjóðir við Norður-Atlantshaf. Skipulagning talninganna er á vettvangi Norður-Atlantshafs sjávarspendýraráðsins, NAMMCO. „Talningum Íslendinga, Norðmanna og Færeyinga er nú lokið, en grænlenska hluta talninganna lýkur ekki fyrr en í september,“ segir þar, en talningarsvæðið nær í heild yfir svæðið frá Vestur-Grænlandi í vestri, um Ísland og til Noregs í austri. Talningin nái þannig yfir meginhluta sumarútbreiðslusvæðis helstu stórhvalastofna í Mið- og Norðaustur-Atlantshafi.Hafrannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson töldu hvali í sumar.vísir/gva„Talningar sem þessar fóru fyrst fram árið 1987 og voru síðan endurteknar árin 1989, 1995, 2001 og 2007,“ segir í umfjöllun Hafró. Meðal breytinga á fjölda og útbreiðslu hvala við landið síðustu tvo áratugi er að langreyði hefur fjölgað talsvert, sérstaklega vestur af landinu. „Á grunnslóð hefur hrefnu hins vegar fækkað mikið síðan 2001, en mikil fjölgun hefur orðið í stofni hnúfubaks við landið undanfarna áratugi.“ Auk þess að vera megingrundvöllur ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar um ástand, veiðiþol og verndun hvalastofna við landið, eru talningarnar sagðar mikilvægur hluti vöktunar á vistkerfi hafsins. Alls tóku þátt í talningunni fjögur skip og þrjár flugvélar, þar af tvö skip og ein flugvél af Íslands hálfu. Fram kemur að veður hafi að hluta til verið óhagstætt við talninguna, sér í lagi við flugtalningu sem fram fór frá 20. júní til 19. júlí. Þá segir Hafró að fyrir dyrum standi umfangsmikil úrvinnsla gagna úr leiðangri þátttökuþjóðanna. „Munu endanlegar niðurstöður talninganna liggja fyrir í vetur, en þær verða lagðar fyrir vísindanefndir Alþjóðahvalveiðiráðsins (IWC) og Norður-Atlantshafs sjávarspendýraráðsins (NAMMCO).“ Fréttir af flugi Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira
Ný hvalatalning Hafrannsóknastofnunar (Hafró) leiðir í ljós að talsverðar breytingar hafi orðið í fjölda og útbreiðslu hvala við landið síðustu tuttugu ár. Fram kemur á vef Hafró í gær að 10. ágúst hafi lokið víðtækum hvalatalningum, sem fram fóru í samstarfi við nágrannaþjóðir við Norður-Atlantshaf. Skipulagning talninganna er á vettvangi Norður-Atlantshafs sjávarspendýraráðsins, NAMMCO. „Talningum Íslendinga, Norðmanna og Færeyinga er nú lokið, en grænlenska hluta talninganna lýkur ekki fyrr en í september,“ segir þar, en talningarsvæðið nær í heild yfir svæðið frá Vestur-Grænlandi í vestri, um Ísland og til Noregs í austri. Talningin nái þannig yfir meginhluta sumarútbreiðslusvæðis helstu stórhvalastofna í Mið- og Norðaustur-Atlantshafi.Hafrannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson töldu hvali í sumar.vísir/gva„Talningar sem þessar fóru fyrst fram árið 1987 og voru síðan endurteknar árin 1989, 1995, 2001 og 2007,“ segir í umfjöllun Hafró. Meðal breytinga á fjölda og útbreiðslu hvala við landið síðustu tvo áratugi er að langreyði hefur fjölgað talsvert, sérstaklega vestur af landinu. „Á grunnslóð hefur hrefnu hins vegar fækkað mikið síðan 2001, en mikil fjölgun hefur orðið í stofni hnúfubaks við landið undanfarna áratugi.“ Auk þess að vera megingrundvöllur ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar um ástand, veiðiþol og verndun hvalastofna við landið, eru talningarnar sagðar mikilvægur hluti vöktunar á vistkerfi hafsins. Alls tóku þátt í talningunni fjögur skip og þrjár flugvélar, þar af tvö skip og ein flugvél af Íslands hálfu. Fram kemur að veður hafi að hluta til verið óhagstætt við talninguna, sér í lagi við flugtalningu sem fram fór frá 20. júní til 19. júlí. Þá segir Hafró að fyrir dyrum standi umfangsmikil úrvinnsla gagna úr leiðangri þátttökuþjóðanna. „Munu endanlegar niðurstöður talninganna liggja fyrir í vetur, en þær verða lagðar fyrir vísindanefndir Alþjóðahvalveiðiráðsins (IWC) og Norður-Atlantshafs sjávarspendýraráðsins (NAMMCO).“
Fréttir af flugi Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira