Forsætisráðherra ítrekar byggingahugmyndir sínar á jólakorti Heimir Már Pétursson skrifar 25. desember 2015 18:31 Trausti Valsson arkitekt og skipulagsfræðingur sem nýlega gaf út bókina Mótun framtíðar hælir forsætisráðherra fyrir hughrekki í skipulagsmálum. Arkitekt og skipulagsfræðingur segir forsætisráðherra sýna hugrekki með því að þrýsta á að ný skrifstofubygging Alþingis verði byggð í stíl Guðjóns Samúelssonar. Á jólakorti forsætisráðherra fyrir þessi jól er mynd þar sem hús Guðjóns hefur verið sett inn á fyrirhugaðan byggingarreit. Stór lóð við Vonarstræti hefur lengi staðið auð en þar stendur til að byggja skrifstofubyggingu fyrir Alþingi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur ákveðnar hugmyndir í þessum efnum og vill láta byggja í anda Guðjóns Samúelssonar.Og til að minna á þetta lét forsætisráðherra setja mynd af húsi sem Guðjón teiknaði árið 1915 inn á lóðina fyrir jólakort hans að þessu sinni. En á fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir 75 milljónum króna til hönnunar byggingar í þessum anda. Við mæltum okkur mót við Trausta Valsson arkitekt og skipulagsfræðing við sama sjónarhorn og myndin á jólakorti forsætisráðherra. En Trausti var að gefa út bókina Mótun framtíðar um hugmyndir, skipulag og hönnun sem spannar alla hans starfsævi. Honum líst vel á hugmyndir forsætisráðherra. „Mér líst dálítið skemmtilega á þetta. Ég er arkitekt og skipulagsfræðingur þannig að ég þekki mína kollega. Það er ekki alveg samhljómur um þetta. En það er alla vega hluti okkar og kannski almennings frekar sem vilja láta vernda hið gamla yfirbragð miðbæjarins,“ segir Trausti. Í nýklassískum stíl eins og mörg steinsteypt hús í miðborginni séu og gert var ráð fyrir í skipulagi frá árinu 1927. Þar sé miðborginni var skipt upp í ramma.„Gaflinn til dæmis á Odfellow húsinu er gluggalaus eins og gaflinn á húsi Happdrættis Háskóla Íslands hinum megin við Tjarnargötuna. Það þarf að reyna að ljúka þessu, þessari rammasmíð,“ segir Trausti. Trausti segir að víðast hvar annars staðar sé tekið tillit eldri tíma þegar byggt er í gömlum miðborgum. „Eins og t.d. nýju húsin við hornið á Túngötu og Aðalstræti þar sem Uppsalir stóðu áður; þau eru byggð mjög í stíl við gamla Uppsalahúsið með turni þarna á horninu. Það finnst mér leyst alveg stórkostlega. Það er eitthvað í þeim anda sem ég myndi gjarnan vilja sjá,“ segir Trausti. Hann styðji því hugmyndir forsætisráðherra um byggingu á alþingisreitnum heilshugar. „Já, ég held að það sé svo mikið hugrekki. Það hefur lengst af ríkt mikil blinda á mikilvægi gamla miðbæjarins. Það munaði t.d. engu að byggð yrði rosaleg stjórnarráðsbygging úr gleri upp á að ég held einar sex hæðir á Bernhöftstorfunni. Þar átti allt að rífa. Ef það hefði gerst hefði það gjörsamlega rústað yfirbragði gamla miðbæjarins. Ég held að gamli miðbærinn standi frammi fyrir álíka vá nú af þessum rosalega ljótu teikningum sem hafa t.d. komið fram af horninu á Lækjargötu og Vonarstræti. Hótel þar upp á fimmhæðir í kubbastíl. Það verður að stoppa þetta,“ segir Trausti Valsson. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Arkitekt og skipulagsfræðingur segir forsætisráðherra sýna hugrekki með því að þrýsta á að ný skrifstofubygging Alþingis verði byggð í stíl Guðjóns Samúelssonar. Á jólakorti forsætisráðherra fyrir þessi jól er mynd þar sem hús Guðjóns hefur verið sett inn á fyrirhugaðan byggingarreit. Stór lóð við Vonarstræti hefur lengi staðið auð en þar stendur til að byggja skrifstofubyggingu fyrir Alþingi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur ákveðnar hugmyndir í þessum efnum og vill láta byggja í anda Guðjóns Samúelssonar.Og til að minna á þetta lét forsætisráðherra setja mynd af húsi sem Guðjón teiknaði árið 1915 inn á lóðina fyrir jólakort hans að þessu sinni. En á fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir 75 milljónum króna til hönnunar byggingar í þessum anda. Við mæltum okkur mót við Trausta Valsson arkitekt og skipulagsfræðing við sama sjónarhorn og myndin á jólakorti forsætisráðherra. En Trausti var að gefa út bókina Mótun framtíðar um hugmyndir, skipulag og hönnun sem spannar alla hans starfsævi. Honum líst vel á hugmyndir forsætisráðherra. „Mér líst dálítið skemmtilega á þetta. Ég er arkitekt og skipulagsfræðingur þannig að ég þekki mína kollega. Það er ekki alveg samhljómur um þetta. En það er alla vega hluti okkar og kannski almennings frekar sem vilja láta vernda hið gamla yfirbragð miðbæjarins,“ segir Trausti. Í nýklassískum stíl eins og mörg steinsteypt hús í miðborginni séu og gert var ráð fyrir í skipulagi frá árinu 1927. Þar sé miðborginni var skipt upp í ramma.„Gaflinn til dæmis á Odfellow húsinu er gluggalaus eins og gaflinn á húsi Happdrættis Háskóla Íslands hinum megin við Tjarnargötuna. Það þarf að reyna að ljúka þessu, þessari rammasmíð,“ segir Trausti. Trausti segir að víðast hvar annars staðar sé tekið tillit eldri tíma þegar byggt er í gömlum miðborgum. „Eins og t.d. nýju húsin við hornið á Túngötu og Aðalstræti þar sem Uppsalir stóðu áður; þau eru byggð mjög í stíl við gamla Uppsalahúsið með turni þarna á horninu. Það finnst mér leyst alveg stórkostlega. Það er eitthvað í þeim anda sem ég myndi gjarnan vilja sjá,“ segir Trausti. Hann styðji því hugmyndir forsætisráðherra um byggingu á alþingisreitnum heilshugar. „Já, ég held að það sé svo mikið hugrekki. Það hefur lengst af ríkt mikil blinda á mikilvægi gamla miðbæjarins. Það munaði t.d. engu að byggð yrði rosaleg stjórnarráðsbygging úr gleri upp á að ég held einar sex hæðir á Bernhöftstorfunni. Þar átti allt að rífa. Ef það hefði gerst hefði það gjörsamlega rústað yfirbragði gamla miðbæjarins. Ég held að gamli miðbærinn standi frammi fyrir álíka vá nú af þessum rosalega ljótu teikningum sem hafa t.d. komið fram af horninu á Lækjargötu og Vonarstræti. Hótel þar upp á fimmhæðir í kubbastíl. Það verður að stoppa þetta,“ segir Trausti Valsson.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira