Hugtakið „besti vinur mannsins“ sannar sig í sambandi Ísabellu og Loka Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2015 16:00 Loki passar hana Ísabellu sína uppi í sófa. Það er óhætt að segja að samband hinnar sex ára gömlu Ísabellu Eirar Ragnarsdóttur og labradorhundsins Loka sé einstakt. Ferfætlingurinn virðist ná til stúlkunnar eins og fæstum öðrum tekst, hvort sem er á góðum stundum eða slæmum.Ísabella er ein þriggja á Íslandi sem glímir við Smith-Magenis heilkenni (SMS). Um er að ræða þungt og fjölþætt heilkenni. Helstu einkeni eru miklar svefntruflanir, skertur vitsmuna- og tilfinningaþroski, seinkaður málþroski, gífurleg hegðunarvandamál og sjálfskaði. Sigrún Guðlaugardóttir hefur verið stuðningsforeldri Ísabellu frá þriggja ára aldri. Sem stuðningsforeldri tekur hún Ísabellu reglulega að sér og gefur þannig fjölskyldu hennar, illa sofinni oft á tíðum, tækifæri til að hvíla sig. Eðli málsins samkvæmt var fjölskyldan að takast á við áður óþekktan heim. „Allar götur síðan hef ég orðið vitni að ótrúlegum atvikum og augnablikum sem hafa skilið mig eftir agndofa. Að horfa á hundana mína sem eru óþjálfaðir og skemmtilega óþekkir labradorar, ganga inn í hlutverk hjálparhunda,“ segir Sigrún í einlægum pistli á vefsíðunni Hundalífspóstur.is.Sigrún, Ísabella og Loki.Hundarnir nálgast Ísabellu af sjálfsdáðumFremstur í flokki er hinn fimm ára gamli og guli labradorhundur Loki. Sigrún segir hann hafa verið fyrirmynd fyrir hina hundana enda var hann eini hundur Sigrúnar þegar hún tók að sér hlutverk stuðningsforeldris. Sigrún segist í samtali við Vísi rækta hunda ásamt móður sinni hjá Leynigarðs Labradors en Loki er íslenskur sýningameistari. Sigrún segir Ísabellu mjög hvatvísa, með hamlandi ADHD og eigi erfitt með að finna í sér ró. Hún krefji fólk um mikla athygli og þurfi stöðugt eftirlit. Loki og hinir hundarnir sæki í næveru Ísabellu og sú nærvera fær hana til að gefa sér meiri tíma að sögn Sigrúnar.„Ég hef aldei gefið skipanir eða ætlað hundunum að vera nærri Ísabellu, það gera þeir af sjálfdáðum.“Samband þeirra Ísabellu og Loka er afar náið.Stökk upp í sófa og lagðist ofan á ÍsabelluÞrátt fyrir að taka lyf þá er svefn mikið vandamál hjá hinni sex ára gömlu Ísabellu. Hún vaknar reglulega á nóttunni, vaknar sömuleiðis snemma og er þreytt yfir daginn. Sigrún segir að eftir að Ísabella fór að dvelja hjá sér virtust þessi vandamál minnka.„Í raun svaf hún svo vel að mamma hennar spurði mig einu sinni í gríni hvort ég væri ekki bara að skrökva með nætursvefninn og daglúrana. Ég á engin vísindaleg gögn til að útskýra þetta bara sterka sannfæringu mína fyrir því að róin sem hundarnir færa henni sé ástæðan.“Sigrún lýsir því þannig að Loki gangi óumbeðinn inn í aðstæður sem manneskja gæti ekki gert án þess að ástandið myndi stigmagnast. Lýsir Sigrún einu kvöldi þar sem Ísabella var orðin svo þreytt en þrátt fyrir að vera búin að fá svefnlyf virtist upptrekktur líkaminn ekki ætla að leyfa henni að fara að sofa. „Hún klifraði og veltist um á sófanum en þar var hún vön að sofna. Loki sem hafði legið á gólfinu stóð allt í einu á fætur, stökk upp í sófa og lagðist ofan á barnið, þó án þess að valda henni óþægindum. Innan tveggja mínútna var barnið sofnað, það þurfti bara að stöðva skrokkinn svo svefninn kæmist að.“ Að sögn Sigrúnar hefði niðurstaðan líklega orðið skapofsakast hefði Sigrún sjálf reynt að leika þetta eftir. Ísabella hafi hins vegar enga tilraun gert til að mótmæla hegðun hundsins.Ísabella kann vel við sig innan um labradorana.Hundarnir skynja hversu stór köstin eruÍsabella glímir einnig við það vandamál að ekki er auðvelt fyrir hana að eignast vini á eigin aldri. Hana skortir hæfni til að leika með öðrum og setur nánast allt upp í sig og nagar það. Í þeim tilfellum þar sem hún leikur sér með öðrum börnum einkennast samskiptin af „Ekki, Ísabella“ og „Nei, Ísabella“. Sigrún segir hundana hins vegar sýna Ísabellu óskilyrta ást og hlýju á jafningjagrundvelli. „Englar fljúga ekki, þeir ganga,“ segir Sigrún. Hundarnir skynja hversu stór skapofsaköst Ísabellu eru hverju sinni. Þeir koma til hjálpar í mildari köstum en draga sig í hlé í stærri köstum. Í fyrra tilfellinu er Ísabella oft byrjuð að hlæja eftir augnablik. „Hundarnir hafa afstýrt ótal köstum á mínu heimili.“Sigrún segir sumum hundum einfaldlega í blóð borið að vera hjálparhundar.Óþjálfaðir hundar geta líka verið hjálparhundarSvo er það í margmenni þar sem Ísabella á jafnan erfitt uppdráttar. Þær aðstæður eru sérstalega erfiðar en þó eru dæmi þar sem samvinna þeirra Loka hefur gert hana svo stolta að orð fá vart lýst. Þannig hafa Ísabella og Loki tvisvar sinum tekið þátt í barnaflokki ungra hundasýnenda án vandræða. Þar hefur Ísabella hlaupið um með vin sinn og líkt og þau hafa ekkert annað gert í lífinu. „Loki stóð eins og stytta á meðan Ísabella sýndi dómaranum tennur, eyru, nef og augu (þótt þess hafi ekki verið óskað frá henni.) Á milli hlaupa biðu þau saman en að bíða er ekki sterkasta hlið Ísabellu. Stoltið sem ég fann fyrir er ólýsanlegt, að fá að sjá barnið ,,mitt“ standa jafnfætis við önnur börn og hundinn minn gera það að veruleika.“ Sigrún segir að Loki hafi sannað fyrir sér að skilgreiningin á hjálparhundum takmarkist alls ekki við þá hunda sem farið hafi í gegnum langa og stranga þjálfun. Það sé sumum hundum einfaldlega í blóð borið. „Glaumur (2 ára) lærði af Loka og þeir hafa í sameiningu auðgað líf Ísabellu með vináttu sinni og skilningi. Nýlega fjölgaði á heimilinu þegar Frami (4 mánaða) kom til okkar og hef ég fulla trú á að þeir eldri verði honum lærifeður og fyrirmyndir.“ Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Sjá meira
Það er óhætt að segja að samband hinnar sex ára gömlu Ísabellu Eirar Ragnarsdóttur og labradorhundsins Loka sé einstakt. Ferfætlingurinn virðist ná til stúlkunnar eins og fæstum öðrum tekst, hvort sem er á góðum stundum eða slæmum.Ísabella er ein þriggja á Íslandi sem glímir við Smith-Magenis heilkenni (SMS). Um er að ræða þungt og fjölþætt heilkenni. Helstu einkeni eru miklar svefntruflanir, skertur vitsmuna- og tilfinningaþroski, seinkaður málþroski, gífurleg hegðunarvandamál og sjálfskaði. Sigrún Guðlaugardóttir hefur verið stuðningsforeldri Ísabellu frá þriggja ára aldri. Sem stuðningsforeldri tekur hún Ísabellu reglulega að sér og gefur þannig fjölskyldu hennar, illa sofinni oft á tíðum, tækifæri til að hvíla sig. Eðli málsins samkvæmt var fjölskyldan að takast á við áður óþekktan heim. „Allar götur síðan hef ég orðið vitni að ótrúlegum atvikum og augnablikum sem hafa skilið mig eftir agndofa. Að horfa á hundana mína sem eru óþjálfaðir og skemmtilega óþekkir labradorar, ganga inn í hlutverk hjálparhunda,“ segir Sigrún í einlægum pistli á vefsíðunni Hundalífspóstur.is.Sigrún, Ísabella og Loki.Hundarnir nálgast Ísabellu af sjálfsdáðumFremstur í flokki er hinn fimm ára gamli og guli labradorhundur Loki. Sigrún segir hann hafa verið fyrirmynd fyrir hina hundana enda var hann eini hundur Sigrúnar þegar hún tók að sér hlutverk stuðningsforeldris. Sigrún segist í samtali við Vísi rækta hunda ásamt móður sinni hjá Leynigarðs Labradors en Loki er íslenskur sýningameistari. Sigrún segir Ísabellu mjög hvatvísa, með hamlandi ADHD og eigi erfitt með að finna í sér ró. Hún krefji fólk um mikla athygli og þurfi stöðugt eftirlit. Loki og hinir hundarnir sæki í næveru Ísabellu og sú nærvera fær hana til að gefa sér meiri tíma að sögn Sigrúnar.„Ég hef aldei gefið skipanir eða ætlað hundunum að vera nærri Ísabellu, það gera þeir af sjálfdáðum.“Samband þeirra Ísabellu og Loka er afar náið.Stökk upp í sófa og lagðist ofan á ÍsabelluÞrátt fyrir að taka lyf þá er svefn mikið vandamál hjá hinni sex ára gömlu Ísabellu. Hún vaknar reglulega á nóttunni, vaknar sömuleiðis snemma og er þreytt yfir daginn. Sigrún segir að eftir að Ísabella fór að dvelja hjá sér virtust þessi vandamál minnka.„Í raun svaf hún svo vel að mamma hennar spurði mig einu sinni í gríni hvort ég væri ekki bara að skrökva með nætursvefninn og daglúrana. Ég á engin vísindaleg gögn til að útskýra þetta bara sterka sannfæringu mína fyrir því að róin sem hundarnir færa henni sé ástæðan.“Sigrún lýsir því þannig að Loki gangi óumbeðinn inn í aðstæður sem manneskja gæti ekki gert án þess að ástandið myndi stigmagnast. Lýsir Sigrún einu kvöldi þar sem Ísabella var orðin svo þreytt en þrátt fyrir að vera búin að fá svefnlyf virtist upptrekktur líkaminn ekki ætla að leyfa henni að fara að sofa. „Hún klifraði og veltist um á sófanum en þar var hún vön að sofna. Loki sem hafði legið á gólfinu stóð allt í einu á fætur, stökk upp í sófa og lagðist ofan á barnið, þó án þess að valda henni óþægindum. Innan tveggja mínútna var barnið sofnað, það þurfti bara að stöðva skrokkinn svo svefninn kæmist að.“ Að sögn Sigrúnar hefði niðurstaðan líklega orðið skapofsakast hefði Sigrún sjálf reynt að leika þetta eftir. Ísabella hafi hins vegar enga tilraun gert til að mótmæla hegðun hundsins.Ísabella kann vel við sig innan um labradorana.Hundarnir skynja hversu stór köstin eruÍsabella glímir einnig við það vandamál að ekki er auðvelt fyrir hana að eignast vini á eigin aldri. Hana skortir hæfni til að leika með öðrum og setur nánast allt upp í sig og nagar það. Í þeim tilfellum þar sem hún leikur sér með öðrum börnum einkennast samskiptin af „Ekki, Ísabella“ og „Nei, Ísabella“. Sigrún segir hundana hins vegar sýna Ísabellu óskilyrta ást og hlýju á jafningjagrundvelli. „Englar fljúga ekki, þeir ganga,“ segir Sigrún. Hundarnir skynja hversu stór skapofsaköst Ísabellu eru hverju sinni. Þeir koma til hjálpar í mildari köstum en draga sig í hlé í stærri köstum. Í fyrra tilfellinu er Ísabella oft byrjuð að hlæja eftir augnablik. „Hundarnir hafa afstýrt ótal köstum á mínu heimili.“Sigrún segir sumum hundum einfaldlega í blóð borið að vera hjálparhundar.Óþjálfaðir hundar geta líka verið hjálparhundarSvo er það í margmenni þar sem Ísabella á jafnan erfitt uppdráttar. Þær aðstæður eru sérstalega erfiðar en þó eru dæmi þar sem samvinna þeirra Loka hefur gert hana svo stolta að orð fá vart lýst. Þannig hafa Ísabella og Loki tvisvar sinum tekið þátt í barnaflokki ungra hundasýnenda án vandræða. Þar hefur Ísabella hlaupið um með vin sinn og líkt og þau hafa ekkert annað gert í lífinu. „Loki stóð eins og stytta á meðan Ísabella sýndi dómaranum tennur, eyru, nef og augu (þótt þess hafi ekki verið óskað frá henni.) Á milli hlaupa biðu þau saman en að bíða er ekki sterkasta hlið Ísabellu. Stoltið sem ég fann fyrir er ólýsanlegt, að fá að sjá barnið ,,mitt“ standa jafnfætis við önnur börn og hundinn minn gera það að veruleika.“ Sigrún segir að Loki hafi sannað fyrir sér að skilgreiningin á hjálparhundum takmarkist alls ekki við þá hunda sem farið hafi í gegnum langa og stranga þjálfun. Það sé sumum hundum einfaldlega í blóð borið. „Glaumur (2 ára) lærði af Loka og þeir hafa í sameiningu auðgað líf Ísabellu með vináttu sinni og skilningi. Nýlega fjölgaði á heimilinu þegar Frami (4 mánaða) kom til okkar og hef ég fulla trú á að þeir eldri verði honum lærifeður og fyrirmyndir.“
Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Sjá meira