Á yfir höfði sér fangelsisdóm eða háar sektir Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2015 14:30 Hjónabönd aðila af sama kyni voru gerð lögleg í Bandaríkjunum af Hæstarétti landsins í júní. Vísir/AFP Embættismaður í Rowan sýslu í Kentucky í Bandaríkjunum, þvertekur fyrir að veita aðilum af sama kyni giftingarleyfi. Þrátt fyrir að það sé lagaleg skylda hennar og dómstólar hafa skipað henni að gera slíkt, segir Kim Davis að hún muni ekki gera það. Hún á yfir höfði sér háar sektir eða jafnvel fangelsisdóm og hefur verið kölluð fyrir dómara á morgun. Fyrir um fjórum árum sat Davis á kirkjubekk og hlustaði á mann predika um fyrirgefningu og dýrð Guðs. Þá var hún, samkvæmt AP fréttaveitunni, ekki líkleg til að taka siðferðilega stöðu með heilagleika hjónabanda. Hún hafði skilið þrisvar sinnum og eignast tvö börn utan hjónabands. En þann morgun hét hún ævi sinni til þjónustu Guðs.Kim Davis stendur föst á sínu og neitar að vetia samkynja pörum giftingarleyfi.Nú neitar hún að veita samkynja pörum giftingarleyfi. Hún hafði neitað að gera það upprunalega í byrjun sumars, þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna gerði hjónabönd aðila af sama kyni lögleg um landið allt. Nú hefur afstaða hennar einnig farið fyrir Hæstarétt og á mánudaginn úrskurðaði dómari að hún hefði ekki rétt á að neita aðilum um giftingarleyfi vegna trúarlegra skoðana sinna. Hún stendur þó enn fast á sínu. Lögmenn hennar lásu yfirlýsingu fyrir blaðamenn þar sem hún sagði að ákvörðun sín væri ekki léttvæg, heldur væri þetta spurning um hvort hún fari til himnaríkis eða helvítis.Hefur fengið lífshótanir Eiginmaður hennar, Joe Davis, ræddi við blaðamenn fyrir utan vinnustað hennar í gær. Hann lýsti sér sem „gömlum sveitadurgi“. Hann sagði síðustu mánuði hafa reynt á eiginkonu sína. Hún hefði fengið lífshótanir og einnig hefði verið hótað að kveikja í heimili þeirra. Hann benti á mótmælendur í regnbogalitum. „Þau vilja að við samþykkjum þeirra skoðanir, en vilja ekki samþykkja okkar trú og skoðanir.“ Á móti regnbogaklæddu mótmælendunum sem kölluðu: „Sinntu starfi þínu“ stóðu stuðningsmenn Davis, sem kölluðu: „Stattu á þínu“. Báðir hópar syngja kristin lög og bera skilti. Davis var kjörin í sína stöðu og fyrir starf sitt fær hún um 80 þúsund dali á ári, eða um tíu milljónir króna. Þrátt fyrir að hún gæti mögulega farið í fangelsi fyrir mótmæli sín vilja lögmenn tveggja para ekki að svo verði. Þess í stað ætti að hún að fá háar sektir, þar sem hún fái laun fyrir starf sem hún sinnir ekki. Sjálf segir Davis að hún beri samkynhneigðum engan illvilja. „Fyrir mér er þetta ekki spurning um samkynhneigð. Þetta snýr að hjónabandi og orði Guðs.“ Tengdar fréttir Neitar enn að veita samkynja pörum hjónabandsleyfi Starfsmaður sýslumanns í Kentucky í Bandaríkjunum mun ekki fylgja tilskipunum Hæstaréttar. 1. september 2015 13:57 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Embættismaður í Rowan sýslu í Kentucky í Bandaríkjunum, þvertekur fyrir að veita aðilum af sama kyni giftingarleyfi. Þrátt fyrir að það sé lagaleg skylda hennar og dómstólar hafa skipað henni að gera slíkt, segir Kim Davis að hún muni ekki gera það. Hún á yfir höfði sér háar sektir eða jafnvel fangelsisdóm og hefur verið kölluð fyrir dómara á morgun. Fyrir um fjórum árum sat Davis á kirkjubekk og hlustaði á mann predika um fyrirgefningu og dýrð Guðs. Þá var hún, samkvæmt AP fréttaveitunni, ekki líkleg til að taka siðferðilega stöðu með heilagleika hjónabanda. Hún hafði skilið þrisvar sinnum og eignast tvö börn utan hjónabands. En þann morgun hét hún ævi sinni til þjónustu Guðs.Kim Davis stendur föst á sínu og neitar að vetia samkynja pörum giftingarleyfi.Nú neitar hún að veita samkynja pörum giftingarleyfi. Hún hafði neitað að gera það upprunalega í byrjun sumars, þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna gerði hjónabönd aðila af sama kyni lögleg um landið allt. Nú hefur afstaða hennar einnig farið fyrir Hæstarétt og á mánudaginn úrskurðaði dómari að hún hefði ekki rétt á að neita aðilum um giftingarleyfi vegna trúarlegra skoðana sinna. Hún stendur þó enn fast á sínu. Lögmenn hennar lásu yfirlýsingu fyrir blaðamenn þar sem hún sagði að ákvörðun sín væri ekki léttvæg, heldur væri þetta spurning um hvort hún fari til himnaríkis eða helvítis.Hefur fengið lífshótanir Eiginmaður hennar, Joe Davis, ræddi við blaðamenn fyrir utan vinnustað hennar í gær. Hann lýsti sér sem „gömlum sveitadurgi“. Hann sagði síðustu mánuði hafa reynt á eiginkonu sína. Hún hefði fengið lífshótanir og einnig hefði verið hótað að kveikja í heimili þeirra. Hann benti á mótmælendur í regnbogalitum. „Þau vilja að við samþykkjum þeirra skoðanir, en vilja ekki samþykkja okkar trú og skoðanir.“ Á móti regnbogaklæddu mótmælendunum sem kölluðu: „Sinntu starfi þínu“ stóðu stuðningsmenn Davis, sem kölluðu: „Stattu á þínu“. Báðir hópar syngja kristin lög og bera skilti. Davis var kjörin í sína stöðu og fyrir starf sitt fær hún um 80 þúsund dali á ári, eða um tíu milljónir króna. Þrátt fyrir að hún gæti mögulega farið í fangelsi fyrir mótmæli sín vilja lögmenn tveggja para ekki að svo verði. Þess í stað ætti að hún að fá háar sektir, þar sem hún fái laun fyrir starf sem hún sinnir ekki. Sjálf segir Davis að hún beri samkynhneigðum engan illvilja. „Fyrir mér er þetta ekki spurning um samkynhneigð. Þetta snýr að hjónabandi og orði Guðs.“
Tengdar fréttir Neitar enn að veita samkynja pörum hjónabandsleyfi Starfsmaður sýslumanns í Kentucky í Bandaríkjunum mun ekki fylgja tilskipunum Hæstaréttar. 1. september 2015 13:57 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Neitar enn að veita samkynja pörum hjónabandsleyfi Starfsmaður sýslumanns í Kentucky í Bandaríkjunum mun ekki fylgja tilskipunum Hæstaréttar. 1. september 2015 13:57