Giftast til að fá aðgang að börnum kvennanna Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 2. september 2015 06:00 Margrét Steinarsdóttir Í sumum málamyndahjónaböndum notfærir makinn sér bágar aðstæður þess sem hingað er kominn. Fólk er látið vinna fleiri en eina vinnu, launin tekin og svo heldur þrældómurinn áfram þegar heim er komið. Í mínum huga er það mansal,“ segir Margrét Steinarsdóttir hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands. Til hennar hefur í gegnum tíðina leitað fólk sem hefur verið í slíkum hjónaböndum. Mörg þessara mála enda hins vegar ekki á borði lögreglu, fólk er hrætt við að fara lengra með þau enda sönnunarbyrðin oft erfið. Að sögn Snorra Birgissonar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur lögregla yfirleitt rannsakað slík mál en aldrei hefur tekist að sanna að um málamyndahjónaband sé að ræða. Þá leiki oft grunur á að gengið sé í hjónaband til þess að fá dvalarleyfi. Málin geta hins vegar verið flókin og í sumum þeirra leikur grunur á að verið sé að hagnýta annan aðilann. Viðkomandi þolandi sé þá kannski fenginn til landsins á fölskum forsendum. Öll réttindi séu nýtt á hans nafni, til dæmis sé sótt um félagslegar bætur. „Það eru dæmi um að aflað sé dvalarleyfis með málamyndahjónabandi og síðan er þolandinn hagnýttur á ýmsan hátt. Maður hefur heyrt af ýmsum útfærslum af þessu,“ segir Snorri. „Þótt einstaklingur sé staddur löglega á landinu þá getur sá hinn sami samt sem áður verið mansalsfórnarlamb. Hann er mansalsfórnarlamb þegar verið er að notfæra sér bágar aðstæður hans til hagnýtingar,“ segir Margrét og nefnir að til hennar hafi komið konur sem hafi þurft að veita kynlífsþjónustu hvenær sem er og með þeim sem makinn krafði þær um. „Það er mansal,“ ítrekar hún og minnir á að hvorki í Palermo-bókuninni né Evrópuráðssamningnum um aðgerðir gegn mansali sé minnst á að það þurfi að vera fjárhagslegur ávinningur til staðar. Margrét skrifaði bækling fyrir Jafnréttisstofu fyrir nokkrum árum sem ætlaður var innflytjendum og til þess að ná til fórnarlamba í ofbeldissamböndum. Bæklingurinn var róttækur en í honum er bent berum orðum á hvað nauðung í hjónabandi getur falið í sér og hvernig sé hægt að leita sér hjálpar í slíkum aðstæðum. Meðal þess sem fólki er bent á er að það er refsivert samkvæmt íslenskum lögum að neyða einhvern, hvort sem er karl eða konu, til að ganga í hjónaband. „Ég taldi að efnistökin myndu reynast fólki af erlendum uppruna erfið og ég skil þau sjónarmið mjög vel. Þessi tilvik sem ég fæst við, þetta er minn veruleiki. Það þarf að taka á þessu. Margrét segir að í langflestum tilvikum séu það konur sem leiti réttinda sinna þegar um er að ræða málamyndahjónabönd, illa meðferð og mansal. Í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins um mansal í heiminum árið 2014 kemur fram að mansal finnist á Íslandi og að einn angi þess séu svokölluð nauðungarhjónabönd þar sem annar aðilinn er á valdi hins í hjónabandinu og kemst ekki burt. Konur séu þvingaðar í hjónaband þar sem þeim sé svo þrælað út við heimilisstörf og í kynlífsánauð. „Í gegnum árin þá hafa þetta í öllum tilvikum verið konur, ég er reyndar með eitt tilvik þar sem maður giftist konu og var svo haldið sem þræl. Karlmaðurinn er enn hér á landi og ég veit að Útlendingastofnun tók tillit til aðstæðna hans og hann fékk leyfi til dvalar hér á landi vegna tengsla við landið. Það gæti verið að mál hans verði kært til lögreglu.“ Margrét segir manninn hafa gifst konu frá sama landi. Maðurinn flutti hingað til að kvænast henni en þegar hann kom til landsins var hann svo nýttur sem þræll, innan og utan heimilis. Margrét segir tilfellin mismunandi. „Í sumum tilvikum er millilið greitt fyrir að koma á hjónabandi og þeim sem giftist líka greidd upphæð. Svo þegar konurnar eru komnar til landsins þá þurfa þær jafnvel að greiða aukaþóknun til makans sem annars segist láta Útlendingastofnun vita að um málamyndahjúskap sé að ræða.“ Hún segir þá sem giftast til að öðlast betra líf vilja vinna sér inn peninga til að senda til fjölskyldu í heimalandinu. „En verða svo fyrir illri meðferð. Enginn gerir ráð fyrir því að verða fyrir ofbeldi og misnotkun.Snorri Birgisson lögreglumaðurÞá þekkist það að karlmenn giftist konum til að fá aðgang að börnum þeirra. „Það hafa komið upp dæmi um börn sem hafa verið flutt hingað. Foreldrarnir hafa samþykkt að þau komi hingað til fjölskyldna þeirra og svo hafa komið upp erfið barnaverndarmál í kjölfarið. Í einu tilviki sem ég man eftir var um að ræða kynferðisbrot gegn barni.“ Margrét minnir á að hún sé ekki að alhæfa um hjónabönd sem sé stofnað til á þennan hátt. Það séu þessir fáu sem hagnýti sér neyð kvenna með ofbeldi og nauðung sem þurfi að ljóstra upp um. Snorri Birgisson hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir slík mál hafa verið til rannsóknar hjá lögreglu en aldrei hafi tekist að sanna að um málamyndahjónaband sé að ræða. Sönnunarbyrðin sé erfið, auk þess sem þolendur upplifi sig oft ekki sem þolendur. Málin hafa verið skoðuð með tilliti til mansals. Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Í sumum málamyndahjónaböndum notfærir makinn sér bágar aðstæður þess sem hingað er kominn. Fólk er látið vinna fleiri en eina vinnu, launin tekin og svo heldur þrældómurinn áfram þegar heim er komið. Í mínum huga er það mansal,“ segir Margrét Steinarsdóttir hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands. Til hennar hefur í gegnum tíðina leitað fólk sem hefur verið í slíkum hjónaböndum. Mörg þessara mála enda hins vegar ekki á borði lögreglu, fólk er hrætt við að fara lengra með þau enda sönnunarbyrðin oft erfið. Að sögn Snorra Birgissonar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur lögregla yfirleitt rannsakað slík mál en aldrei hefur tekist að sanna að um málamyndahjónaband sé að ræða. Þá leiki oft grunur á að gengið sé í hjónaband til þess að fá dvalarleyfi. Málin geta hins vegar verið flókin og í sumum þeirra leikur grunur á að verið sé að hagnýta annan aðilann. Viðkomandi þolandi sé þá kannski fenginn til landsins á fölskum forsendum. Öll réttindi séu nýtt á hans nafni, til dæmis sé sótt um félagslegar bætur. „Það eru dæmi um að aflað sé dvalarleyfis með málamyndahjónabandi og síðan er þolandinn hagnýttur á ýmsan hátt. Maður hefur heyrt af ýmsum útfærslum af þessu,“ segir Snorri. „Þótt einstaklingur sé staddur löglega á landinu þá getur sá hinn sami samt sem áður verið mansalsfórnarlamb. Hann er mansalsfórnarlamb þegar verið er að notfæra sér bágar aðstæður hans til hagnýtingar,“ segir Margrét og nefnir að til hennar hafi komið konur sem hafi þurft að veita kynlífsþjónustu hvenær sem er og með þeim sem makinn krafði þær um. „Það er mansal,“ ítrekar hún og minnir á að hvorki í Palermo-bókuninni né Evrópuráðssamningnum um aðgerðir gegn mansali sé minnst á að það þurfi að vera fjárhagslegur ávinningur til staðar. Margrét skrifaði bækling fyrir Jafnréttisstofu fyrir nokkrum árum sem ætlaður var innflytjendum og til þess að ná til fórnarlamba í ofbeldissamböndum. Bæklingurinn var róttækur en í honum er bent berum orðum á hvað nauðung í hjónabandi getur falið í sér og hvernig sé hægt að leita sér hjálpar í slíkum aðstæðum. Meðal þess sem fólki er bent á er að það er refsivert samkvæmt íslenskum lögum að neyða einhvern, hvort sem er karl eða konu, til að ganga í hjónaband. „Ég taldi að efnistökin myndu reynast fólki af erlendum uppruna erfið og ég skil þau sjónarmið mjög vel. Þessi tilvik sem ég fæst við, þetta er minn veruleiki. Það þarf að taka á þessu. Margrét segir að í langflestum tilvikum séu það konur sem leiti réttinda sinna þegar um er að ræða málamyndahjónabönd, illa meðferð og mansal. Í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins um mansal í heiminum árið 2014 kemur fram að mansal finnist á Íslandi og að einn angi þess séu svokölluð nauðungarhjónabönd þar sem annar aðilinn er á valdi hins í hjónabandinu og kemst ekki burt. Konur séu þvingaðar í hjónaband þar sem þeim sé svo þrælað út við heimilisstörf og í kynlífsánauð. „Í gegnum árin þá hafa þetta í öllum tilvikum verið konur, ég er reyndar með eitt tilvik þar sem maður giftist konu og var svo haldið sem þræl. Karlmaðurinn er enn hér á landi og ég veit að Útlendingastofnun tók tillit til aðstæðna hans og hann fékk leyfi til dvalar hér á landi vegna tengsla við landið. Það gæti verið að mál hans verði kært til lögreglu.“ Margrét segir manninn hafa gifst konu frá sama landi. Maðurinn flutti hingað til að kvænast henni en þegar hann kom til landsins var hann svo nýttur sem þræll, innan og utan heimilis. Margrét segir tilfellin mismunandi. „Í sumum tilvikum er millilið greitt fyrir að koma á hjónabandi og þeim sem giftist líka greidd upphæð. Svo þegar konurnar eru komnar til landsins þá þurfa þær jafnvel að greiða aukaþóknun til makans sem annars segist láta Útlendingastofnun vita að um málamyndahjúskap sé að ræða.“ Hún segir þá sem giftast til að öðlast betra líf vilja vinna sér inn peninga til að senda til fjölskyldu í heimalandinu. „En verða svo fyrir illri meðferð. Enginn gerir ráð fyrir því að verða fyrir ofbeldi og misnotkun.Snorri Birgisson lögreglumaðurÞá þekkist það að karlmenn giftist konum til að fá aðgang að börnum þeirra. „Það hafa komið upp dæmi um börn sem hafa verið flutt hingað. Foreldrarnir hafa samþykkt að þau komi hingað til fjölskyldna þeirra og svo hafa komið upp erfið barnaverndarmál í kjölfarið. Í einu tilviki sem ég man eftir var um að ræða kynferðisbrot gegn barni.“ Margrét minnir á að hún sé ekki að alhæfa um hjónabönd sem sé stofnað til á þennan hátt. Það séu þessir fáu sem hagnýti sér neyð kvenna með ofbeldi og nauðung sem þurfi að ljóstra upp um. Snorri Birgisson hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir slík mál hafa verið til rannsóknar hjá lögreglu en aldrei hafi tekist að sanna að um málamyndahjónaband sé að ræða. Sönnunarbyrðin sé erfið, auk þess sem þolendur upplifi sig oft ekki sem þolendur. Málin hafa verið skoðuð með tilliti til mansals.
Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira