Þaulreyndur geðlæknir segir of fáa meðferðaraðila fyrir flóttafólk Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. september 2015 07:00 Páll Eiríksson geðlæknir mynd/aðsend „Við gætum vafalaust tekið við hundruðum flóttamanna en við höfum þó ekki það sem þarf,“ segir Páll Eiríksson geðlæknir um flóttamannavandann og þátttöku Íslendinga. „Hvar er liðið sem á að taka á móti fólkinu sem gengið hefur í gegnum andlegar og líkamlegar hörmungar og þarf á mikilli þjónustu að halda?“ spyr Páll. Páll vann í nokkur ár sem geðráðgjafi í flóttamannabúðum í Blekinge í Svíþjóð og kynntist vel þeim vandamálum sem flóttamenn frá Júgóslavíu sem þangað komu kljáðust við. Hann hefur starfað sem geðlæknir hér á landi, í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. „Fólk sem heldur að matarboð eða eitt bros geti breytt hrikalegri vanlíðan vegna foreldramissis, makamissis, missis eigna, lands og þjóða veit ekki hvað það er að tala um. Það þarf svo miklu meira til,“ segir Páll og vitnar í orð Þóris Guðmundssonar, deildarstjóra Rauða krossins í Reykjavík, í Fréttablaðinu fyrr í vikunni. Þórir sagði Ísland auðveldlega geta tekið á móti hundruðum flóttamanna næstu tvö ár. Páll tekur dæmi um að Ísland myndi ákveða að taka við 300 flóttamönnum. „Það þyrftu allir sálfræðihjálp eða að komast til geðlæknis vegna áfallastreitu eða váhrifa. Við höfum ekki slíkan mannskap hér á landi,“ segir Páll og bætir við að fólkið hafi allt upplifað mikil áföll og að flestir hafi séð vini eða fjölskyldumeðlimi svelta, drukkna eða vera drepna. „Þetta fólk er að koma úr vægast sagt hræðilegum aðstæðum. Hvað hafa til dæmis margir Íslendingar séð morð?“ Páll segir mikilvægt að stjórnvöld varist það að taka á móti fleiri flóttamönnum en við ráðum við. „Við eigum þó klárlega að taka á móti einhverjum og gera það eins vel og við getum. Það eru langir biðlistar hjá sálfræðingum og geðlæknum á Íslandi og við verðum að vera í stakk búin að hjálpa fólkinu sem við ætlum að taka á móti þannig að sómi sé að,“ segir Páll. Flóttamenn Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Fleiri fréttir Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Sjá meira
„Við gætum vafalaust tekið við hundruðum flóttamanna en við höfum þó ekki það sem þarf,“ segir Páll Eiríksson geðlæknir um flóttamannavandann og þátttöku Íslendinga. „Hvar er liðið sem á að taka á móti fólkinu sem gengið hefur í gegnum andlegar og líkamlegar hörmungar og þarf á mikilli þjónustu að halda?“ spyr Páll. Páll vann í nokkur ár sem geðráðgjafi í flóttamannabúðum í Blekinge í Svíþjóð og kynntist vel þeim vandamálum sem flóttamenn frá Júgóslavíu sem þangað komu kljáðust við. Hann hefur starfað sem geðlæknir hér á landi, í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. „Fólk sem heldur að matarboð eða eitt bros geti breytt hrikalegri vanlíðan vegna foreldramissis, makamissis, missis eigna, lands og þjóða veit ekki hvað það er að tala um. Það þarf svo miklu meira til,“ segir Páll og vitnar í orð Þóris Guðmundssonar, deildarstjóra Rauða krossins í Reykjavík, í Fréttablaðinu fyrr í vikunni. Þórir sagði Ísland auðveldlega geta tekið á móti hundruðum flóttamanna næstu tvö ár. Páll tekur dæmi um að Ísland myndi ákveða að taka við 300 flóttamönnum. „Það þyrftu allir sálfræðihjálp eða að komast til geðlæknis vegna áfallastreitu eða váhrifa. Við höfum ekki slíkan mannskap hér á landi,“ segir Páll og bætir við að fólkið hafi allt upplifað mikil áföll og að flestir hafi séð vini eða fjölskyldumeðlimi svelta, drukkna eða vera drepna. „Þetta fólk er að koma úr vægast sagt hræðilegum aðstæðum. Hvað hafa til dæmis margir Íslendingar séð morð?“ Páll segir mikilvægt að stjórnvöld varist það að taka á móti fleiri flóttamönnum en við ráðum við. „Við eigum þó klárlega að taka á móti einhverjum og gera það eins vel og við getum. Það eru langir biðlistar hjá sálfræðingum og geðlæknum á Íslandi og við verðum að vera í stakk búin að hjálpa fólkinu sem við ætlum að taka á móti þannig að sómi sé að,“ segir Páll.
Flóttamenn Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Fleiri fréttir Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Sjá meira