Bonneau ætlar að snúa aftur fyrir úrslitakeppnina Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. október 2015 08:30 Bonneau í leik með Njarðvík. Vísir Stefan Bonneau, besti leikmaður Domino's-deildarinnar á síðustu leiktíð, hefur ekkert spilað á þessari leiktíð og verður mögulega ekkert með vegna slitinnar hásinar. Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, sagði við Fréttablaðið í gær að hann reiknaði ekki með bakverðinum magnaða á þessari leiktíð. „Endurhæfingin gengur ágætlega,“ sagði Bonneau brosmildur að vanda þegar Fréttablaðið ræddi við hann í Ljónagryfjunni í gær. Hann skokkaði þar rólega um og tók skot með samlanda sínum Marquise Simmons fyrir framan spennta krakka sem fylgdust með hetjunum sínum skjóta á körfurnar í Ljónagryfjunni þegar Haukur Helgi Pálsson var kynntur til leiks sem nýr leikmaður liðsins.Getur orðið fljótari Helsti styrkleiki Bonneau er hraði hans og sprengikraftur. Hann hefur samt engar áhyggjur af því að þessi meiðsli hafi slæm áhrif á hann til framtíðar. „Þeir sem þekkja til í þessu segja að ég gæti verið hægur til að byrja með en maður vinnur svo mikið í þessum eina stað að maður getur jafnvel orðið fljótari en áður. Mér líst vel á það þar sem ég legg alltaf mikið á mig hvort sem er,“ sagði Bonneau, en hvenær býst hann sjálfur við að snúa aftur á parketið? „Ég er að reyna að koma mér í gang fyrir úrslitakeppnina. Það er klárt að ég get komist í stand fyrir hana,“ sagði hann ákveðinn. „Ef við lítum á tímaramma meiðslanna þá ætti ég að vera orðinn klár aðeins fyrir úrslitakeppnina en ég ætla ekki að taka neina áhættu samt.“Meiddist á Íslandi Mikið hefur verið rætt og ritað um hvar Bonneau varð fyrir meiðslunum. Grein á bandarískri vefsíðu sagði hann hafa meitt sig í áhugamannamóti ytra og fannst mörgum skrítið að hann skyldi svo slíta hásin í beinu framhaldi af því á fyrstu æfingu með Njarðvík. „Ég meiddi mig hér. Ég veit að fólk talar mikið um að ég hafi meiðst heima en það gerðist ekki. Þá hefði ég aldrei komið hingað aftur heldur bara verið í endurhæfingu úti og reynt að vera hundrað prósent klár fyrir úrslitakeppnina,“ sagði Bandaríkjamaðurinn sem var eðlilega svolítið langt niðri þegar hann sleit hásinina rétt fyrir tímabilið. „Ég var mjög hræddur þegar ég meiddist hérna því þetta hefur aldrei komið fyrir mig. Ég vissi að ég þyrfti að passa upp á andlega þáttinn sem ég hef gert, en annars pæli ég ekkert í því sem fólk segir um mig og meiðslin,“ sagði Bonneau. Ein helsta ástæða þess að haldið var að Bonneau hefði meiðst erlendis var umrædd frétt sem bakverðinum smáa en knáa finnst stórfurðuleg. „Ég spilaði í þessu móti en ég meiddist ekkert á hásin þar. Ég meiddist á hné og það var ekki einu sinni á sama fæti og ég sleit hásina. Þess vegna skildi ég ekkert í þessum fréttum,“ sagði hann. Bonneu er virkilega spenntur fyrir komu Hauks Helga Pálssonar sem gekk í raðir Njarðvíkur í gær. Takist Bonneau ætlunarverkið að mæta til leiks fyrir úrslitakeppnina verða Njarðvíkingar með óárennilegt lið. „Ég hef séð hann spila og hann er rosalega góður. Ég var í sjokki þegar ég heyrði að hann væri á leiðinni og vonaði að það væri satt. Hann á svo sannarlega eftir að hjálpa okkur,“ sagði Stefan Bonneau sem getur sjálfur ekki beðið eftir því að komast aftur í gang og reyna að hjálpa Njarðvík að vinna þann stóra í vor. „Mig langar svo mikið að byrja að spila. Ég vil helst bara að meiðslin lagist strax í dag svo ég geti spilað með þessu liði og reynt að hjálpa Njarðvík,“ sagði Stefan Bonneau. – tom Dominos-deild karla Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Stefan Bonneau, besti leikmaður Domino's-deildarinnar á síðustu leiktíð, hefur ekkert spilað á þessari leiktíð og verður mögulega ekkert með vegna slitinnar hásinar. Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, sagði við Fréttablaðið í gær að hann reiknaði ekki með bakverðinum magnaða á þessari leiktíð. „Endurhæfingin gengur ágætlega,“ sagði Bonneau brosmildur að vanda þegar Fréttablaðið ræddi við hann í Ljónagryfjunni í gær. Hann skokkaði þar rólega um og tók skot með samlanda sínum Marquise Simmons fyrir framan spennta krakka sem fylgdust með hetjunum sínum skjóta á körfurnar í Ljónagryfjunni þegar Haukur Helgi Pálsson var kynntur til leiks sem nýr leikmaður liðsins.Getur orðið fljótari Helsti styrkleiki Bonneau er hraði hans og sprengikraftur. Hann hefur samt engar áhyggjur af því að þessi meiðsli hafi slæm áhrif á hann til framtíðar. „Þeir sem þekkja til í þessu segja að ég gæti verið hægur til að byrja með en maður vinnur svo mikið í þessum eina stað að maður getur jafnvel orðið fljótari en áður. Mér líst vel á það þar sem ég legg alltaf mikið á mig hvort sem er,“ sagði Bonneau, en hvenær býst hann sjálfur við að snúa aftur á parketið? „Ég er að reyna að koma mér í gang fyrir úrslitakeppnina. Það er klárt að ég get komist í stand fyrir hana,“ sagði hann ákveðinn. „Ef við lítum á tímaramma meiðslanna þá ætti ég að vera orðinn klár aðeins fyrir úrslitakeppnina en ég ætla ekki að taka neina áhættu samt.“Meiddist á Íslandi Mikið hefur verið rætt og ritað um hvar Bonneau varð fyrir meiðslunum. Grein á bandarískri vefsíðu sagði hann hafa meitt sig í áhugamannamóti ytra og fannst mörgum skrítið að hann skyldi svo slíta hásin í beinu framhaldi af því á fyrstu æfingu með Njarðvík. „Ég meiddi mig hér. Ég veit að fólk talar mikið um að ég hafi meiðst heima en það gerðist ekki. Þá hefði ég aldrei komið hingað aftur heldur bara verið í endurhæfingu úti og reynt að vera hundrað prósent klár fyrir úrslitakeppnina,“ sagði Bandaríkjamaðurinn sem var eðlilega svolítið langt niðri þegar hann sleit hásinina rétt fyrir tímabilið. „Ég var mjög hræddur þegar ég meiddist hérna því þetta hefur aldrei komið fyrir mig. Ég vissi að ég þyrfti að passa upp á andlega þáttinn sem ég hef gert, en annars pæli ég ekkert í því sem fólk segir um mig og meiðslin,“ sagði Bonneau. Ein helsta ástæða þess að haldið var að Bonneau hefði meiðst erlendis var umrædd frétt sem bakverðinum smáa en knáa finnst stórfurðuleg. „Ég spilaði í þessu móti en ég meiddist ekkert á hásin þar. Ég meiddist á hné og það var ekki einu sinni á sama fæti og ég sleit hásina. Þess vegna skildi ég ekkert í þessum fréttum,“ sagði hann. Bonneu er virkilega spenntur fyrir komu Hauks Helga Pálssonar sem gekk í raðir Njarðvíkur í gær. Takist Bonneau ætlunarverkið að mæta til leiks fyrir úrslitakeppnina verða Njarðvíkingar með óárennilegt lið. „Ég hef séð hann spila og hann er rosalega góður. Ég var í sjokki þegar ég heyrði að hann væri á leiðinni og vonaði að það væri satt. Hann á svo sannarlega eftir að hjálpa okkur,“ sagði Stefan Bonneau sem getur sjálfur ekki beðið eftir því að komast aftur í gang og reyna að hjálpa Njarðvík að vinna þann stóra í vor. „Mig langar svo mikið að byrja að spila. Ég vil helst bara að meiðslin lagist strax í dag svo ég geti spilað með þessu liði og reynt að hjálpa Njarðvík,“ sagði Stefan Bonneau. – tom
Dominos-deild karla Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira