Innlent

"Svona atvik geta átt sér stað"

Vaka Hafþórsdóttir skrifar
Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum
Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum Mynd/Stöð2
Fréttastofan hefur áður greint frá máli Thuy Nguyen og eiginmanns hennar Van Hao en félagsráðgjafi á Landspítalanum lak persónuupplýsingum um þau til Útlendingastofnunnar eftir að hjónin leituðu til ráðgjafans.

Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum, telur leka á persónuupplýsingum hjónanna til Útlendingastofnunnar ekki vera merki um bresti í innra eftirliti sjúkrahússins. „Það er sem betur fer sjaldgæft að svona mál komi upp, enda tökum við þagnarskylduna mjög alvarlega. Hún er lögbundin og bundin í ráðningasamninga og siðareglur. Við erum með ákveðið eftirlit í gangi og það er rétt að minna á að það eru ákveðin viðurlög við því að svona gerist – bæði áminning og hugsanlega brottrekstur.“

Landspítalinn hefur kallað eftir gögnum frá Útlendingastofnun vegna málsins


Tengdar fréttir

Félagsráðgjafi á LSH lak upplýsingunum

Grunur Útlendingastofnunar um málamyndahjónaband byggði á upplýsingum frá félagsráðgjafa sem hjónin leituðu til í tengslum við fæðingu dóttur þeirra.

Víetnömsku hjónin fá dvalarleyfi

Víetnömsk hjón, sem Útlendingastofnun óskaði eftir að lögregla rannsakaði vegna gruns um málamyndahjúskap, hafa fengið dvalarleyfi hér á landi. Þau kærðu Landspítalann í dag vegna leka á persónuupplýsingum til Útlendingastofnunar. Forstjóri persónuverndar segir slíka leka vera mannréttindabrot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×