Erlent

Norður-Kóreumenn sendir í nauðungarvinnu

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu vísir/epa
Allt að fimmtíu þúsund Norður-Kóreumenn hafa verið sendir í nauðungarvinnu erlendis, að sögn rannsakanda á vegum Sameinuðu þjóðanna. Hann segir þá þéna lítið og stundum neydda til að vinna í allt að tuttugu tíma á sólarhring.

Þá er ríkisstjórn Norður-Kóreu sögð fá háar fjárhæðir fyrir að senda verkamennina út. Bróðurpartur verkafólksins starfar í Kína og Rússlandi, einna helst við námuvinnslu, fatasaum og byggingarvinnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×