Óheilbrigð umræða um heilbrigðismál Frosti Ólafsson skrifar 5. febrúar 2015 07:00 Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, birti grein í Fréttablaðinu þann 3. febrúar í kjölfar viljayfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um uppbyggingu heilbrigðisþjónustu. Í viljayfirlýsingunni kemur m.a. fram að opna þurfi fyrir möguleika á fjölbreyttum rekstrarformum í heilbrigðisþjónustu. Formaður BSRB hefur margt út á það markmið að setja í grein sinni. Þar er fullyrt að rannsóknir sýni að aukinn einkarekstur í heilbrigðisþjónustu auki misskiptingu, leiði til brotakenndari þjónustu, verri lýðheilsu, verra aðgengis og minni hagkvæmni en opinber rekstur. Áhugavert væri að vita hvaða rannsókna er vísað til, enda hefur reynslan af einkarekstri bæði hérlendis og í nágrannaríkjunum verið þveröfug. Hérlendis hefur eina einkarekna heilsugæslan á landinu, heilsugæslan í Salahverfi, staðið öðrum framar í þjónustu. Samkvæmt úttekt Gæða- og lýðheilsusviðs Landlæknisembættisins er „allt er varðar starfsemi, starfsmenn og þjónustu við notendur til fyrirmyndar“. Jafnframt hefur „endurtekið komið fram í þjónustukönnunum að aðgengi er hvað best á heilsugæslunni í Salahverfi af öllum heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu“. Þessi árangur hefur náðst þrátt fyrir að kostnaðarþátttaka sjúklinga sé nákvæmlega sú sama og hjá heilsugæslum í opinberum rekstri. Í grein sinni gerir formaður BSRB enda engan greinarmun á fjármögnun og veitingu heilbrigðisþjónustu. Það að einkaaðili veiti heilbrigðisþjónustu breytir engu um kostnaðarþátttöku sjúklinga ef hið opinbera fjármagnar þjónustuna áfram, líkt og dæmið um heilsugæsluna í Salahverfi sýnir.Bylting Önnur norræn ríki hafa gengið lengra en Ísland í innleiðingu einkarekstrar í heilbrigðisþjónustu. Þannig brugðust Svíar við í kjölfar fjármálakreppu sinnar á tíunda áratugnum og Danir hafa einnig horft til slíkra aðgerða á undanförnum árum. Reynsla beggja þessara ríkja af auknum einkarekstri hefur verið jákvæð og hefur Samband danskra sveitarfélaga (d. Kommunernes Landsforening) lýst þessari þróun sem byltingu fyrir fjármál sveitarfélaga í Danmörku. Heilbrigðismál eru einn af stærstu útgjaldaliðum hins opinbera og reksturinn að stærstum hluta í höndum þess. Við núverandi fyrirkomulag er hið opinbera því bæði greiðandi og veitandi mestallrar heilbrigðisþjónustu hérlendis og kraftar samkeppni verulega vannýttir. Í ofanálag hafa stjórnvöld bannað læknum, tannlæknum, sjúkraþjálfurum, iðjuþjálfum, þroskaþjálfum, ljósmæðrum og heilbrigðisstofnunum að auglýsa starfsemi sína. Það kemur í veg fyrir að neytendur séu upplýstir um þá valkosti sem þeim standa til boða og njóti ávinnings samkeppni í heilbrigðisþjónustu. Aukin útboð á veitingu þjónustu til einkaaðila og afnám banns við auglýsingum á heilbrigðisþjónustu myndi leiða til aukinnar samkeppni í heilbrigðiskerfinu hérlendis. Slík samkeppni myndi bæta þjónustu og auka hagkvæmni í heilbrigðiskerfinu til frambúðar án þess að kostnaðarþátttaka sjúklinga þyrfti að breytast. Því ber að fagna yfirlýsingu stjórnvalda um að auka fjölbreytni í rekstrarformum í stað þess að finna henni allt til foráttu, enda reynslan af einkarekstri í íslenskri heilbrigðisþjónustu eindregið jákvæð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Skoðun Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Sjá meira
Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, birti grein í Fréttablaðinu þann 3. febrúar í kjölfar viljayfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um uppbyggingu heilbrigðisþjónustu. Í viljayfirlýsingunni kemur m.a. fram að opna þurfi fyrir möguleika á fjölbreyttum rekstrarformum í heilbrigðisþjónustu. Formaður BSRB hefur margt út á það markmið að setja í grein sinni. Þar er fullyrt að rannsóknir sýni að aukinn einkarekstur í heilbrigðisþjónustu auki misskiptingu, leiði til brotakenndari þjónustu, verri lýðheilsu, verra aðgengis og minni hagkvæmni en opinber rekstur. Áhugavert væri að vita hvaða rannsókna er vísað til, enda hefur reynslan af einkarekstri bæði hérlendis og í nágrannaríkjunum verið þveröfug. Hérlendis hefur eina einkarekna heilsugæslan á landinu, heilsugæslan í Salahverfi, staðið öðrum framar í þjónustu. Samkvæmt úttekt Gæða- og lýðheilsusviðs Landlæknisembættisins er „allt er varðar starfsemi, starfsmenn og þjónustu við notendur til fyrirmyndar“. Jafnframt hefur „endurtekið komið fram í þjónustukönnunum að aðgengi er hvað best á heilsugæslunni í Salahverfi af öllum heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu“. Þessi árangur hefur náðst þrátt fyrir að kostnaðarþátttaka sjúklinga sé nákvæmlega sú sama og hjá heilsugæslum í opinberum rekstri. Í grein sinni gerir formaður BSRB enda engan greinarmun á fjármögnun og veitingu heilbrigðisþjónustu. Það að einkaaðili veiti heilbrigðisþjónustu breytir engu um kostnaðarþátttöku sjúklinga ef hið opinbera fjármagnar þjónustuna áfram, líkt og dæmið um heilsugæsluna í Salahverfi sýnir.Bylting Önnur norræn ríki hafa gengið lengra en Ísland í innleiðingu einkarekstrar í heilbrigðisþjónustu. Þannig brugðust Svíar við í kjölfar fjármálakreppu sinnar á tíunda áratugnum og Danir hafa einnig horft til slíkra aðgerða á undanförnum árum. Reynsla beggja þessara ríkja af auknum einkarekstri hefur verið jákvæð og hefur Samband danskra sveitarfélaga (d. Kommunernes Landsforening) lýst þessari þróun sem byltingu fyrir fjármál sveitarfélaga í Danmörku. Heilbrigðismál eru einn af stærstu útgjaldaliðum hins opinbera og reksturinn að stærstum hluta í höndum þess. Við núverandi fyrirkomulag er hið opinbera því bæði greiðandi og veitandi mestallrar heilbrigðisþjónustu hérlendis og kraftar samkeppni verulega vannýttir. Í ofanálag hafa stjórnvöld bannað læknum, tannlæknum, sjúkraþjálfurum, iðjuþjálfum, þroskaþjálfum, ljósmæðrum og heilbrigðisstofnunum að auglýsa starfsemi sína. Það kemur í veg fyrir að neytendur séu upplýstir um þá valkosti sem þeim standa til boða og njóti ávinnings samkeppni í heilbrigðisþjónustu. Aukin útboð á veitingu þjónustu til einkaaðila og afnám banns við auglýsingum á heilbrigðisþjónustu myndi leiða til aukinnar samkeppni í heilbrigðiskerfinu hérlendis. Slík samkeppni myndi bæta þjónustu og auka hagkvæmni í heilbrigðiskerfinu til frambúðar án þess að kostnaðarþátttaka sjúklinga þyrfti að breytast. Því ber að fagna yfirlýsingu stjórnvalda um að auka fjölbreytni í rekstrarformum í stað þess að finna henni allt til foráttu, enda reynslan af einkarekstri í íslenskri heilbrigðisþjónustu eindregið jákvæð.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun