Innlent

Ökumaðurinn ekki yfirheyrður: Verður rætt við hann síðar í dag til að skýra atburðarásina

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Málið er til skoðunar hjá lögreglu og litið alvarlegum augum.
Málið er til skoðunar hjá lögreglu og litið alvarlegum augum. Vísir/Pjetur
Ökumaðurinn sem ók átján ára þroskahamlaðri stúlku í gær sem týndist í bílnum hjá honum í um sjö klukkustundir var ekki yfirheyrður af lögreglu í gær. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu stendur ekki til að yfirheyra hann en rætt verður við hann síðar í dag til að fá nánari skýringar á atburðarásinni. Stúlkan fannst í bílnum eftir að honum hafði verið lagt fyrir utan heimili mannsins. Engar myndavélar voru í bílnum.

Málið er til skoðunar hjá lögreglu og litið alvarlegum augum en mikil leit var gerð af stúlkunni í gær eftir að upp komst að hún væri týnd. Það uppgötvaðist ekki fyrr en um fjögur leitið, um þremur klukkustundum eftir að hún var sótt í Fjölbrautarskólann við Ármúla og skutlað ásamt sjö öðrum að Hinu húsinu í miðbæ Reykjavíkur í gær. Leit stóð til um átta í gærkvöldi.

Sjá einnig: Svona týndist stúlkan - Atburðarásin frá A-Ö



Samkvæmt lögreglu fannst stúlkan í bíl ökumannsins, sem er ökukennari á sjötugsaldri með áralanga reynslu af akstri fyrir Strætó, í bílnum þegar ökumaðurinn hafði verið beðinn að gá sérstaklega að henni. Þá fór maðurinn út í bíl og skimaði eftir henni og fann hana liggjandi, að sögn eiganda fyrirtækisins sem sinnti akstrinum.

Í samtali við Vísi í gærkvöldi sagði Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að ekki væri grunur um neitt misjafnt á þessu stigi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×