Lífið

Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna: Fylgdust með lífi heyrnarskerts drengs

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna fer fram komandi helgi. Þann 7. febrúar verður besta stuttmynd framhaldsskólanema valin.

Borgarholtsskóli sendir frá sér myndina Hljóðheimur Arons.

Fram komu:
Aron Dagur, faðir hans Hafþór Harðarson og kennararnir Helga og Sara  

Leikstjórn, handrit, myndataka og klipping: Sara Alexía Sala Sigríðardóttir

Um myndina:Aron er ungur, heyrnarskertur drengur sem hefur lært að lifa með heyrnarleysinu með hjálp fjölskyldu og skóla. Oft reynir þó á úthald hans og þolinmæði.

Kvikmyndahátíð framhaldsskólannna er skipulögð af hópi nemenda í hátíðaráfanga sem kenndur er á nýsköpunar- og listabraut í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Hátíðarstjóri er Benedikt Snær Gylfason nemi, en þetta er frumraun hans sem hátíðarstjóri.

Undirbúningur hófst í haust og hafa 25 stuttmyndir frá framhaldsskólanemum um allt land verið sendar inn.

Heiðursgestur hátíðarinnar er leikstjórinn Ragnar Bragason. Ragnar er þaulreyndur leikstjóri en ferill hans spannar sjö kvikmyndir í fullri lengd, sex þáttaseríur fyrir sjónvarp sem seldar hafa verið til sýninga víðsvegar í heiminu og tvær leiksýningar fyrir Borgarleikhúsið. Hann hóf kvikmyndaferil sinn í Fjölbrautaskólanum við Ármúla þar sem hann leikstýrði sinni fyrstu stuttmynd.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×