Erlent

Laug til um upplifun sína sína af stríði

Atli Ísleifsson skrifar
Brian Williams hefur beðist afsökunar á málinu.
Brian Williams hefur beðist afsökunar á málinu. Vísir/EPA
Bandaríski fréttaþulurinn Brian Williams hefur beðist afsökunar á að hafa logið til um upplifun sína af því þegar skotið var á þyrlu sem hann sagðist hafa verið í í Írak árið 2003.

Williams starfar hjá sjónvarpsstöðinni NBC og hefur hefur margoft rifjað upp „atvikið“ síðustu ár.

Nýleg frásögn í þætti tileinkuðum fallna hermenn varð hins vegar síðasta skiptið. Fyrrum hermaðurinn Lance Reynolds, sem var raunverulega í umræddri þyrlu, fékk þá nóg og í samtali við tímaritið „Stars and Stripes“ greindi hann frá því að Williams hafi alls ekkert verið í þyrlunni þegar árásin var gerð. Williams hafi í raun mætt klukkustund síðar og þá í annarri þyrlu.

NBC News birti í gær afsökunarbeiðni Williams. „Ég gerði mistök þegar ég minntist atburðarins fyrir tólf árum síðan. Ég biðst afsökunar,“ sagði Williams.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×