Tæpir tveir milljarðar frá Straumsvík til móðurfélagsins á síðasta ári Aðalsteinn Kjartansson skrifar 9. desember 2015 09:30 Taprekstur hefur verið á álverinu undanfarið, þó með undantekningu á síðasta ári, en greiðslurnar eru ekki nýjar af nálinni. Vísir/Vilhelm Rio Tinto Alcan greiddi móðurfélagi sínu jafnvirði 1,7 milljarðs króna á síðasta ári. Greiðslan var fyrir tæknilega þjónustu, sameiginlega stýringu og ábyrgðargjald vegna móðurfélagsábyrgðar sem er í gildi. Þetta kemur fram í svari fyrirtækisins við fyrirspurn fréttastofu.Ólafur Teitur upplýsingafulltrúi segir greiðslurnar ekki nýjar af nálinni.13 milljónir dollara „Við greiðum móðurfélaginu fyrir A) tæknilega þekkingu og þjónustu, m.a. vegna rannsókna og þróunarstarfs í kertækni, B) aðra sameiginlega stýringu/stjórnun, C) ábyrgðargjald vegna ábyrgðar móðurfélags á tilteknum á skuldbindingum,“ segir Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan, í svarinu. „Fjárhæðin var alls 13,1 milljón dollara í fyrra.“ Taprekstur hefur verið á álverinu undanfarið, þó með undantekningu á síðasta ári, en stjórnendur félagsins hafa talað um að taprekstur verði einnig í ár. Tapreksturinn kemur þó ekki í veg fyrir að vel á annan milljarð króna fari frá félaginu hér heima til móðurfélagsins í Sviss.Í viðskiptasambandi við móðurfélagið Til viðbótar við þessi viðskipti verslar álverið í Straumsvík súrál, sem er aðalhráefnið sem álverið vinnur með, í gegnum móðurfélagið en Ólafur Teitur segir að engin þóknun sé greidd fyrir það. „Ekkert af súrálinu er frá verksmiðjum Rio Tinto, nema hvað einstaka sinnum fáum við súrál frá verksmiðju sem Rio Tinto á 10% hlut í,“ segir hann.Stundin fjallaði nýverið um greiðslur álversins til móðurfélagsins en þar kom einnig fram að Rio Tinto Alcan kaupi rafskaut af verksmiðju í eigu móðurfélagsins. „Rafskaut kaupum við af verksmiðju í Hollandi sem Rio Tinto á helmingshlut í á nóti Norsk Hydro,“ segir hann um þau viðskipti.Í álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík.Vísir/ErnirÓlafur Teitur segir að félagið skuldi móðurfélaginu engin lán en skammtímaskuldir félagsins við móðurfélagið séu vegna kaupa á súráli og rafskautum.Fært sem kostnaður í bókhaldinuÞessar greiðslur til Rio Tinto í Sviss eru færðar sem rekstrarkostnaður í bókhaldi félagsins og er því ekki skattur tekinn af fjármununum. Ólafur Teitur segir að þetta sé ekki nýtt fyrirkomulag og hafi verið til staðar áður en Rio Tinto keypti álverið í Straumsvík. „Greiðslur vegna tækniþekkingar og stjórnunar eru ekki nýjar af nálinni og voru ekki innleiddar af Rio Tinto. Hvort þær hafa verið frá upphafi eða komu til einhvern tímann síðar veit ég ekki, en þetta kom til löngu fyrir Rio Tinto,“ segir hann. Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Rio Tinto Alcan greiddi móðurfélagi sínu jafnvirði 1,7 milljarðs króna á síðasta ári. Greiðslan var fyrir tæknilega þjónustu, sameiginlega stýringu og ábyrgðargjald vegna móðurfélagsábyrgðar sem er í gildi. Þetta kemur fram í svari fyrirtækisins við fyrirspurn fréttastofu.Ólafur Teitur upplýsingafulltrúi segir greiðslurnar ekki nýjar af nálinni.13 milljónir dollara „Við greiðum móðurfélaginu fyrir A) tæknilega þekkingu og þjónustu, m.a. vegna rannsókna og þróunarstarfs í kertækni, B) aðra sameiginlega stýringu/stjórnun, C) ábyrgðargjald vegna ábyrgðar móðurfélags á tilteknum á skuldbindingum,“ segir Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan, í svarinu. „Fjárhæðin var alls 13,1 milljón dollara í fyrra.“ Taprekstur hefur verið á álverinu undanfarið, þó með undantekningu á síðasta ári, en stjórnendur félagsins hafa talað um að taprekstur verði einnig í ár. Tapreksturinn kemur þó ekki í veg fyrir að vel á annan milljarð króna fari frá félaginu hér heima til móðurfélagsins í Sviss.Í viðskiptasambandi við móðurfélagið Til viðbótar við þessi viðskipti verslar álverið í Straumsvík súrál, sem er aðalhráefnið sem álverið vinnur með, í gegnum móðurfélagið en Ólafur Teitur segir að engin þóknun sé greidd fyrir það. „Ekkert af súrálinu er frá verksmiðjum Rio Tinto, nema hvað einstaka sinnum fáum við súrál frá verksmiðju sem Rio Tinto á 10% hlut í,“ segir hann.Stundin fjallaði nýverið um greiðslur álversins til móðurfélagsins en þar kom einnig fram að Rio Tinto Alcan kaupi rafskaut af verksmiðju í eigu móðurfélagsins. „Rafskaut kaupum við af verksmiðju í Hollandi sem Rio Tinto á helmingshlut í á nóti Norsk Hydro,“ segir hann um þau viðskipti.Í álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík.Vísir/ErnirÓlafur Teitur segir að félagið skuldi móðurfélaginu engin lán en skammtímaskuldir félagsins við móðurfélagið séu vegna kaupa á súráli og rafskautum.Fært sem kostnaður í bókhaldinuÞessar greiðslur til Rio Tinto í Sviss eru færðar sem rekstrarkostnaður í bókhaldi félagsins og er því ekki skattur tekinn af fjármununum. Ólafur Teitur segir að þetta sé ekki nýtt fyrirkomulag og hafi verið til staðar áður en Rio Tinto keypti álverið í Straumsvík. „Greiðslur vegna tækniþekkingar og stjórnunar eru ekki nýjar af nálinni og voru ekki innleiddar af Rio Tinto. Hvort þær hafa verið frá upphafi eða komu til einhvern tímann síðar veit ég ekki, en þetta kom til löngu fyrir Rio Tinto,“ segir hann.
Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira