Markmið að færa fé út á land Sveinn Arnarsson skrifar 10. desember 2015 07:00 Vigdís Hauksdóttir Breytingartillögur meirihluta fjárlaganefndar eru nú til umræðu á þingi í annarri umræðu um fjárlög. Af þeim 8,8 milljörðum króna sem meirihlutinn gerir tillögur um til breytinga munu aðeins rúmar 80 milljónir fara til Vestfjarða. Fréttablaðið fór yfir tillögur meirihluta fjárlaganefndar með það markmið að greina í hvaða landshluta breytingartillögurnar fara. Kom í ljós að af þeim tæpum níu milljörðum sem áætlaðir eru í breytingar meirihlutans er hægt að staðsetja 3,8 milljarða. Einnig eru aðrar 1.172 milljónir sem áætlaðar eru til landsbyggðanna án þess að það sé skilgreint nánar. Á árinu 2014 setti forsætisráðherra á laggirnar nefnd um atvinnuástand og horfur á Norðurlandi vestra. Var nefndinni falið að koma með tillögur til ríkisstjórnar Íslands sem hægt væri að ráðast í til að auka atvinnu á svæðinu. Nefndin, undir forystu oddvita Framsóknarflokksins í Skagafirði, skilaði á fjórða tug tillagna til ríkisstjórnarinnar. Nú er sú nefnd að uppskera ríkulega fyrir landshlutann. 370 milljónir króna leggur meirihluti fjárlaganefndar til að fari aukalega í landshlutann í hin ýmsu verk. „Við tókum á móti rúmlega fjörutíu sveitarfélögum og landshlutasamtökum auk Sambands íslenskra sveitarfélaga þannig að við reynum að setja fjármagn þar sem mest skortir á,“ segir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar. „Þessar breytingartillögur eru að okkar mati landsbyggðarmiðaðar tillögur. Reykjavíkursvæðið er að taka svo stóran part af fjárlögum hvers árs þannig að nú erum við að setja peninga út á landsbyggðina í grunnkerfið þar, hafnir, flugvelli, samgöngur og fjarskipti. Ljósleiðaraverkefnið er gríðarlega mikilvægt til dæmis. Svo setjum við 400 milljónir í hafnarframkvæmdir vítt og breitt um landið, bætum í vegi í dreifðum byggðum og svo erum við að styrkja stöðu Norðurlands vestra sem hefur lengi átt í miklum erfiðleikum.“ Norðurland eystra og Suðurland fá næstum jafn mikið úr breytingartillögum meirihlutans eða um 435 milljónir króna. Lagt er til að um 300 milljónir fari á Austurland og um 200 milljónir á Vesturland. Reykjanesið fær örlítið minna eða um 190 milljónir. Vestfirðir skera sig svo úr með 88,2 milljónir króna. Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri fjórðungssambands Vestfirðinga, fagnar því að bæta eigi í á Norðurlandi vestra og segir sértækar byggðaaðgerðir sem þessar mikilvægar. „Að sama skapi minnum við á Vestfjörðum á það loforð sem gefið var þegar umrædd nefnd var sett á laggirnar, að þegar þeirri vinnu væri lokið ætti að huga að Vestfjörðum. Okkur þykir fjórðungurinn ekki hafa notið sannmælis í fjárlagagerðinni það sem af er,“ segir Aðalsteinn. Mest lesið Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Fleiri fréttir Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Sjá meira
Breytingartillögur meirihluta fjárlaganefndar eru nú til umræðu á þingi í annarri umræðu um fjárlög. Af þeim 8,8 milljörðum króna sem meirihlutinn gerir tillögur um til breytinga munu aðeins rúmar 80 milljónir fara til Vestfjarða. Fréttablaðið fór yfir tillögur meirihluta fjárlaganefndar með það markmið að greina í hvaða landshluta breytingartillögurnar fara. Kom í ljós að af þeim tæpum níu milljörðum sem áætlaðir eru í breytingar meirihlutans er hægt að staðsetja 3,8 milljarða. Einnig eru aðrar 1.172 milljónir sem áætlaðar eru til landsbyggðanna án þess að það sé skilgreint nánar. Á árinu 2014 setti forsætisráðherra á laggirnar nefnd um atvinnuástand og horfur á Norðurlandi vestra. Var nefndinni falið að koma með tillögur til ríkisstjórnar Íslands sem hægt væri að ráðast í til að auka atvinnu á svæðinu. Nefndin, undir forystu oddvita Framsóknarflokksins í Skagafirði, skilaði á fjórða tug tillagna til ríkisstjórnarinnar. Nú er sú nefnd að uppskera ríkulega fyrir landshlutann. 370 milljónir króna leggur meirihluti fjárlaganefndar til að fari aukalega í landshlutann í hin ýmsu verk. „Við tókum á móti rúmlega fjörutíu sveitarfélögum og landshlutasamtökum auk Sambands íslenskra sveitarfélaga þannig að við reynum að setja fjármagn þar sem mest skortir á,“ segir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar. „Þessar breytingartillögur eru að okkar mati landsbyggðarmiðaðar tillögur. Reykjavíkursvæðið er að taka svo stóran part af fjárlögum hvers árs þannig að nú erum við að setja peninga út á landsbyggðina í grunnkerfið þar, hafnir, flugvelli, samgöngur og fjarskipti. Ljósleiðaraverkefnið er gríðarlega mikilvægt til dæmis. Svo setjum við 400 milljónir í hafnarframkvæmdir vítt og breitt um landið, bætum í vegi í dreifðum byggðum og svo erum við að styrkja stöðu Norðurlands vestra sem hefur lengi átt í miklum erfiðleikum.“ Norðurland eystra og Suðurland fá næstum jafn mikið úr breytingartillögum meirihlutans eða um 435 milljónir króna. Lagt er til að um 300 milljónir fari á Austurland og um 200 milljónir á Vesturland. Reykjanesið fær örlítið minna eða um 190 milljónir. Vestfirðir skera sig svo úr með 88,2 milljónir króna. Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri fjórðungssambands Vestfirðinga, fagnar því að bæta eigi í á Norðurlandi vestra og segir sértækar byggðaaðgerðir sem þessar mikilvægar. „Að sama skapi minnum við á Vestfjörðum á það loforð sem gefið var þegar umrædd nefnd var sett á laggirnar, að þegar þeirri vinnu væri lokið ætti að huga að Vestfjörðum. Okkur þykir fjórðungurinn ekki hafa notið sannmælis í fjárlagagerðinni það sem af er,“ segir Aðalsteinn.
Mest lesið Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Fleiri fréttir Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Sjá meira