Hundrað og fimmtíu Íslendingar á biðlista eftir hjartaaðgerð Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 10. desember 2015 07:00 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar finnst skammsýni fólgin í því að gera aðeins sextíu aðgerðir á ári sem fyrirbyggja heilablóðföll þegar þörfin er rúmlega tvöfalt meiri. vísir/GVA Nýverið hafa læknar á Landspítalanum undir forystu Sigfúsar Gizurarsonar, sérfræðings í hjartalækningum, gert aðgerðir til þess að fyrirbyggja gáttatif og með því heilablóðföll. Sigfús fær ekki að gera nema sextíu aðgerðir á ári en hundrað og fimmtíu Íslendingar eru á biðlista eftir aðgerðinni. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag brýna þörf á að gera fleiri aðgerðir og gagnrýnir stjórnvöld og heilbrigðiskerfi fyrir skammsýni í þessum efnum. „Sú staðreynd að ákvörðunin um að það megi ekki gera nema 60 brennsluaðgerðir á ári var tekin af skriffinni einhvers staðar í stofnun sem heitir Sjúkratryggingar Íslands breytir ekki því að það er á ábyrgð kjörinna fulltrúa fólksins í landinu að framselja valdið til þess að taka svona ákvarðanir. Þetta er ákvörðun sem endanlega kostar þjóð stórfé og einstaklinga þjáningu og jafnvel varanlega fötlun eða lífið. Það væri sjálfsögð betrumbót á heilbrigðiskerfinu að leyfa Sigfúsi að mæta þörfinni fyrir brennsluaðgerðir að fullnustu þótt því fylgdi skammtíma kostnaður.“ Sigús segir aðgerðina gefa góðan árangur. „Aðgerðin er gerð á þeim sem svara ekki lyfjameðferð. Það er brennt í kringum lungnabláæðar og komið í veg fyrir gáttatif sem veldur stundum heilablóðfalli. Biðlistinn miðast svolítið við hvað við megum gera margar aðgerðir, við veljum á listann.“ Kári bendir á algengi hjartsláttaróreglu. „Um það bil 25% Íslendinga fá kast af gáttaflökti einhvern tímann á ævinni og stór hluti þeirra sem fá slíkt kast fær endurtekin köst og viðvarandi óreglu. Einn af fylgifiskum gáttaflökts er heilablóðfall.“ Hver aðgerð kostar um 700.000 krónur. Sigfús fær 42 milljónir á ári en þyrfti 105 milljónir til þess að sinna þörfinni. Kári bendir á að það sé líklega margfalt dýrara að sleppa þessum aðgerðum. „Afleiðingin af þessum 63 milljóna króna sparnaði er kostnaður sem er vafalítið margfalt sú upphæð í lyfjum þeirra sem ekki þyrftu þau eftir aðgerð og kostnaði við rafvendingarnar.“ Tengdar fréttir Kári hótar ríkisstjórninni 100 þúsund undirskriftum "Söfnunin verður létt verk og löðurmannlegt. Þjóðinni ofbýður,“ segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 10. desember 2015 10:13 Einnota ríkisstjórn Það er orðið lýðum ljóst að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs mun ekki sitja lengur en sem nemur kjörtímabilinu. Ástæðan er margþætt og það á við hér eins og segir í Geirmundarsögu Heljarskinns að: "það renna margir orsakalækir að einum ósi örlaga.“ 10. desember 2015 07:00 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Nýverið hafa læknar á Landspítalanum undir forystu Sigfúsar Gizurarsonar, sérfræðings í hjartalækningum, gert aðgerðir til þess að fyrirbyggja gáttatif og með því heilablóðföll. Sigfús fær ekki að gera nema sextíu aðgerðir á ári en hundrað og fimmtíu Íslendingar eru á biðlista eftir aðgerðinni. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag brýna þörf á að gera fleiri aðgerðir og gagnrýnir stjórnvöld og heilbrigðiskerfi fyrir skammsýni í þessum efnum. „Sú staðreynd að ákvörðunin um að það megi ekki gera nema 60 brennsluaðgerðir á ári var tekin af skriffinni einhvers staðar í stofnun sem heitir Sjúkratryggingar Íslands breytir ekki því að það er á ábyrgð kjörinna fulltrúa fólksins í landinu að framselja valdið til þess að taka svona ákvarðanir. Þetta er ákvörðun sem endanlega kostar þjóð stórfé og einstaklinga þjáningu og jafnvel varanlega fötlun eða lífið. Það væri sjálfsögð betrumbót á heilbrigðiskerfinu að leyfa Sigfúsi að mæta þörfinni fyrir brennsluaðgerðir að fullnustu þótt því fylgdi skammtíma kostnaður.“ Sigús segir aðgerðina gefa góðan árangur. „Aðgerðin er gerð á þeim sem svara ekki lyfjameðferð. Það er brennt í kringum lungnabláæðar og komið í veg fyrir gáttatif sem veldur stundum heilablóðfalli. Biðlistinn miðast svolítið við hvað við megum gera margar aðgerðir, við veljum á listann.“ Kári bendir á algengi hjartsláttaróreglu. „Um það bil 25% Íslendinga fá kast af gáttaflökti einhvern tímann á ævinni og stór hluti þeirra sem fá slíkt kast fær endurtekin köst og viðvarandi óreglu. Einn af fylgifiskum gáttaflökts er heilablóðfall.“ Hver aðgerð kostar um 700.000 krónur. Sigfús fær 42 milljónir á ári en þyrfti 105 milljónir til þess að sinna þörfinni. Kári bendir á að það sé líklega margfalt dýrara að sleppa þessum aðgerðum. „Afleiðingin af þessum 63 milljóna króna sparnaði er kostnaður sem er vafalítið margfalt sú upphæð í lyfjum þeirra sem ekki þyrftu þau eftir aðgerð og kostnaði við rafvendingarnar.“
Tengdar fréttir Kári hótar ríkisstjórninni 100 þúsund undirskriftum "Söfnunin verður létt verk og löðurmannlegt. Þjóðinni ofbýður,“ segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 10. desember 2015 10:13 Einnota ríkisstjórn Það er orðið lýðum ljóst að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs mun ekki sitja lengur en sem nemur kjörtímabilinu. Ástæðan er margþætt og það á við hér eins og segir í Geirmundarsögu Heljarskinns að: "það renna margir orsakalækir að einum ósi örlaga.“ 10. desember 2015 07:00 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Kári hótar ríkisstjórninni 100 þúsund undirskriftum "Söfnunin verður létt verk og löðurmannlegt. Þjóðinni ofbýður,“ segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 10. desember 2015 10:13
Einnota ríkisstjórn Það er orðið lýðum ljóst að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs mun ekki sitja lengur en sem nemur kjörtímabilinu. Ástæðan er margþætt og það á við hér eins og segir í Geirmundarsögu Heljarskinns að: "það renna margir orsakalækir að einum ósi örlaga.“ 10. desember 2015 07:00
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent