Travolta sagður ekki þora úr Vísindakirkjunni af ótta við upplýsingaleka Birgir Olgeirsson skrifar 27. janúar 2015 11:40 John Travolta er einn af frægustu meðlimum Vísindakirkjunnar. Getty Heimildarmynd um Vísindakirkjuna, sem nefnist Going Clear: Scientology and the Prison of Belief, var frumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni í gær og hefur hlotið mikið lof áhorfenda. Myndin er byggð á samnefndri bók Pulitzer-verðlaunahafans Lawrence Wright en leikstjóri myndarinnar er Óskarsverðlaunahafinn Alex Gibney. Myndin byrjar á frásögn Óskarverðlaunaleikstjórans Paul Haggis, sem hlaut Óskarinn fyrir kvikmyndina Crash, þar sem hann lýsir því hvernig hann gekk í Vísindakirkjuna á áttunda áratug síðustu aldar, þá ástsjúkur og leitandi ungur maður. Leikstjórinn Gibney ræðir einnig ræðir einnig við nokkra einstaklinga sem gegndu áður ábyrgðarstöðu innan krikjunnar en þeir reyna að útskýra fyrir áhorfendum hvers vegna Vísindakirkjan leggur svo mikið á sig til að laða frægt fólk inn í söfnuðinn. Á meðal frægustu fylgjenda kirkjunnar eru leikararnir Tom Cruise og John Travolta en myndinni er getgátur um að Travolta sé nauðbeygður til að vera í kirkjunni sökum þess hve mikið hún veit um hann. Eitt af helstu markmiðum kirkjunnar út á við er að losa einstaklinga við sálræn ör og er það gert í gengum viðtalsferli sem er kallað auditing en í gegnum þetta viðtalsferli á Vísindakirkjan að hafa fengið upplýsingar um Travolta sem enginn veit og hann sagður ekki þora því að ganga úr söfnuðinum af ótta við að þær kæmust í umferð. Tom Cruise er sagður hafa reynt að fjarlægjast kirkjuna á tíunda áratug síðustu aldar en í myndinni er því fleygt fram að kirkjan hafi unnið markvisst í því að eyðileggja hjónaband hans og Nicole Kidman en leikkonan er sögð hafa haft miklar efasemdir í garð kirkjunnar. Þá er reynt að svara þeirri spurningu af hverju fólk gengur í þennan söfnuð en í myndinni kemur fram að kirkjan kynni sig sem verkfæri til að hjálpa einstaklingum að lifa betra og innihaldsríkara lífi. Þeir sem ganga í kirkjuna fá ekki að vita í upphafi hver trúin í rauninni er og fá fæstir að vita það. Þegar þú hefur hins vegar náð að hreinsa þig af sálrænum örum en takmarkið er að ná fullkomnun og geta hafið sig yfir efni, orku, tíma og rúm. Þá er viðkomandi orðinn Operating Thetan og fær þá að rýna í handskrifaðan texta stofnanda kirkjunnar, L. Ron Hubbard, þar sem hann útskýrir sögu mannkynsins. Þegar Paul Haggis fékk að lesa þessi skrif hélt hann að það væri einhverskonar próf. „Kannski var verið að kanna hvort ég væri geðveikur? Ef ég trúi þessu, þá reka þeir þig út?“ Tengdar fréttir Vísindakirkjan svindlaði sér inn í Superbowl Sjónvarpsáhorfendur á vissum svæðum sáu því auglýsingu Vísindakirkjunnar í hálfleik en hún er nokkuð vel gerð, sérhönnuð til að blekkja kjána og eins og annað sem frá kirkjunni kemur, - algjört rugl frá upphafi til enda. 3. febrúar 2014 14:25 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Sjá meira
Heimildarmynd um Vísindakirkjuna, sem nefnist Going Clear: Scientology and the Prison of Belief, var frumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni í gær og hefur hlotið mikið lof áhorfenda. Myndin er byggð á samnefndri bók Pulitzer-verðlaunahafans Lawrence Wright en leikstjóri myndarinnar er Óskarsverðlaunahafinn Alex Gibney. Myndin byrjar á frásögn Óskarverðlaunaleikstjórans Paul Haggis, sem hlaut Óskarinn fyrir kvikmyndina Crash, þar sem hann lýsir því hvernig hann gekk í Vísindakirkjuna á áttunda áratug síðustu aldar, þá ástsjúkur og leitandi ungur maður. Leikstjórinn Gibney ræðir einnig ræðir einnig við nokkra einstaklinga sem gegndu áður ábyrgðarstöðu innan krikjunnar en þeir reyna að útskýra fyrir áhorfendum hvers vegna Vísindakirkjan leggur svo mikið á sig til að laða frægt fólk inn í söfnuðinn. Á meðal frægustu fylgjenda kirkjunnar eru leikararnir Tom Cruise og John Travolta en myndinni er getgátur um að Travolta sé nauðbeygður til að vera í kirkjunni sökum þess hve mikið hún veit um hann. Eitt af helstu markmiðum kirkjunnar út á við er að losa einstaklinga við sálræn ör og er það gert í gengum viðtalsferli sem er kallað auditing en í gegnum þetta viðtalsferli á Vísindakirkjan að hafa fengið upplýsingar um Travolta sem enginn veit og hann sagður ekki þora því að ganga úr söfnuðinum af ótta við að þær kæmust í umferð. Tom Cruise er sagður hafa reynt að fjarlægjast kirkjuna á tíunda áratug síðustu aldar en í myndinni er því fleygt fram að kirkjan hafi unnið markvisst í því að eyðileggja hjónaband hans og Nicole Kidman en leikkonan er sögð hafa haft miklar efasemdir í garð kirkjunnar. Þá er reynt að svara þeirri spurningu af hverju fólk gengur í þennan söfnuð en í myndinni kemur fram að kirkjan kynni sig sem verkfæri til að hjálpa einstaklingum að lifa betra og innihaldsríkara lífi. Þeir sem ganga í kirkjuna fá ekki að vita í upphafi hver trúin í rauninni er og fá fæstir að vita það. Þegar þú hefur hins vegar náð að hreinsa þig af sálrænum örum en takmarkið er að ná fullkomnun og geta hafið sig yfir efni, orku, tíma og rúm. Þá er viðkomandi orðinn Operating Thetan og fær þá að rýna í handskrifaðan texta stofnanda kirkjunnar, L. Ron Hubbard, þar sem hann útskýrir sögu mannkynsins. Þegar Paul Haggis fékk að lesa þessi skrif hélt hann að það væri einhverskonar próf. „Kannski var verið að kanna hvort ég væri geðveikur? Ef ég trúi þessu, þá reka þeir þig út?“
Tengdar fréttir Vísindakirkjan svindlaði sér inn í Superbowl Sjónvarpsáhorfendur á vissum svæðum sáu því auglýsingu Vísindakirkjunnar í hálfleik en hún er nokkuð vel gerð, sérhönnuð til að blekkja kjána og eins og annað sem frá kirkjunni kemur, - algjört rugl frá upphafi til enda. 3. febrúar 2014 14:25 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Sjá meira
Vísindakirkjan svindlaði sér inn í Superbowl Sjónvarpsáhorfendur á vissum svæðum sáu því auglýsingu Vísindakirkjunnar í hálfleik en hún er nokkuð vel gerð, sérhönnuð til að blekkja kjána og eins og annað sem frá kirkjunni kemur, - algjört rugl frá upphafi til enda. 3. febrúar 2014 14:25