Ronda „Rowdy“ Rousey er ósigruð á ferli sínum í UFC og hefur unnið tólf bardaga. Þau Rousey og Browne æfa í sömu æfingabúðunum en Brown berst í þungavigtarflokki UFC.

Orðrómar hafa verið á kreiki frá því í ágúst, eftir að Jenna Renee, fyrrverandi eiginkona Browne, sagði þau vera í sambandi. Hún birti skömmu áður myndir á Instagram þar sem hún sagði Browne hafa gengið í skrokk á sér. Forsvarsmenn UFC fengu utanaðkomandi aðila til að rannsaka ásakanirnar. Niðurstaðan var hins vegar sú að ekki væru nægar sannanir til að halda því fram að heimilisofbeldi hefði átt sér stað.