Össur um Stjórnstöð ferðamála: „Örugglega eitthvað rotið á ferðinni“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. október 2015 10:25 Ragnheiður Elín og Grímur Sæmundsson þegar Stjórnstöð ferðamála var kynnt til leiks í síðustu viku. Kostnaður við stöðina er metin um 140 milljónir króna á ári. Vísir/Pjetur Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar og fyrrum ráðherra, segir að Stjórnstöð ferðamála, sem Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra kynnti til leiks í liðinni viku, leysi á engan hátt strúktúrvanda ferðaþjónustunnar. Enn séu öll grundvallaratriðin jafnóleyst og áður, s.s. um gjaldtöku fyrir aðgengi. Til staðar nú þegar sé Ferðamálastofa sem sinni lögbundnum verkefnum á sviði ferðamála. Nú bætist við Stjórnstöð ferðamála og óljóst er hvernig stofnanirnar tvær eigi að vinna saman eða verkaskipting verði þeirra á milli. „Það virðist vera að í stað þess að taka vel til í rekstri stofnana, þá er verkum úthýst með nýrri stofnun eða nýju apparati, þetta er er mjög víðsjárvert þegar við leggjum allt kapp á að sýna ráðdeild og sparnað í rekstri,“ sagði Vigdís í Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun. „Þegar við Vigdís Hauksdóttir föllumst í faðma og erum innilega sammála er örugglega eitthvað rotið á ferðinni,“ segir Össur í færslu á Facebook í morgun. Þingmaðurinn hefur verið gagnrýninn á störf Ragnheiðar Elínar og kallar nýjasta útspil hennar „enn eitt flopp“ ráðherrans.Enn eitt 'flopp“ Ragnheiðar Elínar Þegar við Vigdís Hauksdóttir föllumst í faðma og erum innilega sammála er örugglega...Posted by Össur Skarphéðinsson on Monday, October 12, 2015„Það var tær snilld hjá henni að leysa vandamál ferðaþjónustunnar í eitt skipti fyrir öll með því að búa til nýja ríkisstofnun, Stjórnstöð ferðamála. Það þarf sérstakan brilljans til að koma auga á að einfaldasta lausnin var vitaskuld að koma á fót nýrri stofnun við hliðina á Ferðamálastofu, sem Ragnheiður stýrir hvort eð er líka,“ sagði Össur í síðustu viku.„Það þarf að lágmarki tvær ríkisstofnanir til sinna þessu sama en erfiða verkefni. Ef tvær duga ekki má alltaf stofna þá þriðju. Ég geri að tillögu minni að landsfundurinn verðlauni Ragnheiði Elínu með því að kjósa hana „starfsmann mánaðarins“ þó ekki væri nema fyrir að hafa sýnt í verki hvað Sjálfstæðisflokkurinn á við með slagorðinu „Báknið burt.“Það er aðdáunarvert hvernig Ragnheiður Elín ferðamálaráðherra nær að brillera viku eftir viku. Það var tær snilld hjá...Posted by Össur Skarphéðinsson on Wednesday, October 7, 2015Þá hefur ekki síður verið gagnrýnd sú ákvörðun að skipa Hörð Þórhallsson sem framkvæmdastjóra Stjórnstöðvarinnar. Starfið var ekki auglýst en starf hans er til sex mánaða hið minnsta. Laun hans eru 1950 þúsund krónur á mánuði sem eru með því allra hæsta sem gerist hjá starfsemi á vegum ríkisins. Er um verktakagreiðslu að ræða. Athygli vekur að Hörður hefur enga starfsreynslu á sviði ferðamála en hann var áður framkvæmdastjóri hjá Actavis. „Það eina sem er þó kýrskýrt er að Stjórnstöðin verður rekin af flokksbróður ráðherrans og landsfundarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem vitaskuld var ráðinn án auglýsingar. Fyrir það fær flokksbróðirinn 2 milljónir á mánuði. Það er nokkuð vel í lagt í ljósi þess að hann þekkir hvorki haus né sporð á ferðamálum en er hins vegar sérfræðingur í markaðssetningu hermilyfja!“Vísar Össur til þess að samkvæmt heimildum Stundarninnar er Hörður á leið á landsfund Sjálfstæðisflokksins sem aðeins flokksmenn mega sitja. Þá birtir Stundin mynd frá árinu 2013 þar sem Hörður sést á snæðingi með Kjartani Magnússyni, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Haraldi Johannessen, ritstjóra Morgunblaðsins, og Þórði Þórarinssyni, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins. Þrátt fyrir það neitar Hörður fyrir tengsl við flokkinn.Uppfært klukkan 13:45Kjarninn greinir frá því að Hörður þvertaki fyrir að vera á leiðinni á landsfund Sjálfstæðisflokksins.Uppfært klukkan 18:27 Rétt er að halda því til haga að Hörður fær greitt sem verktaki en ekki launþegi. Alþingi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ný ferðamálastefna kynnt: Hörður mun veita Stjórnstöð ferðamála forystu Ragnheiður Elín Árnadóttir og Grímur Sæmundsen kynntu nýja ferðamálastefnu Íslands fyrr í dag. 6. október 2015 14:53 Boða tíma framkvæmda í ferðamálum Ríkið, sveitarfélögin og Samtök ferðaþjónustunnar sameinast um nýja Stjórnstöð ferðamála. Hún á að fá 140 milljónir á ári í fimm ár. Á að höggva á hnút framkvæmdaleysis og gríðarlegs flækjustigs í ákvörðunum. 7. október 2015 07:00 Tvær milljónir króna á mánuði Skrifa á undir samning við Hörð Þórhallsson, framkvæmdastjóra Stjórnstöðvar ferðamála, á næstu dögum samkvæmt svari atvinnuvegaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. 9. október 2015 07:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar og fyrrum ráðherra, segir að Stjórnstöð ferðamála, sem Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra kynnti til leiks í liðinni viku, leysi á engan hátt strúktúrvanda ferðaþjónustunnar. Enn séu öll grundvallaratriðin jafnóleyst og áður, s.s. um gjaldtöku fyrir aðgengi. Til staðar nú þegar sé Ferðamálastofa sem sinni lögbundnum verkefnum á sviði ferðamála. Nú bætist við Stjórnstöð ferðamála og óljóst er hvernig stofnanirnar tvær eigi að vinna saman eða verkaskipting verði þeirra á milli. „Það virðist vera að í stað þess að taka vel til í rekstri stofnana, þá er verkum úthýst með nýrri stofnun eða nýju apparati, þetta er er mjög víðsjárvert þegar við leggjum allt kapp á að sýna ráðdeild og sparnað í rekstri,“ sagði Vigdís í Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun. „Þegar við Vigdís Hauksdóttir föllumst í faðma og erum innilega sammála er örugglega eitthvað rotið á ferðinni,“ segir Össur í færslu á Facebook í morgun. Þingmaðurinn hefur verið gagnrýninn á störf Ragnheiðar Elínar og kallar nýjasta útspil hennar „enn eitt flopp“ ráðherrans.Enn eitt 'flopp“ Ragnheiðar Elínar Þegar við Vigdís Hauksdóttir föllumst í faðma og erum innilega sammála er örugglega...Posted by Össur Skarphéðinsson on Monday, October 12, 2015„Það var tær snilld hjá henni að leysa vandamál ferðaþjónustunnar í eitt skipti fyrir öll með því að búa til nýja ríkisstofnun, Stjórnstöð ferðamála. Það þarf sérstakan brilljans til að koma auga á að einfaldasta lausnin var vitaskuld að koma á fót nýrri stofnun við hliðina á Ferðamálastofu, sem Ragnheiður stýrir hvort eð er líka,“ sagði Össur í síðustu viku.„Það þarf að lágmarki tvær ríkisstofnanir til sinna þessu sama en erfiða verkefni. Ef tvær duga ekki má alltaf stofna þá þriðju. Ég geri að tillögu minni að landsfundurinn verðlauni Ragnheiði Elínu með því að kjósa hana „starfsmann mánaðarins“ þó ekki væri nema fyrir að hafa sýnt í verki hvað Sjálfstæðisflokkurinn á við með slagorðinu „Báknið burt.“Það er aðdáunarvert hvernig Ragnheiður Elín ferðamálaráðherra nær að brillera viku eftir viku. Það var tær snilld hjá...Posted by Össur Skarphéðinsson on Wednesday, October 7, 2015Þá hefur ekki síður verið gagnrýnd sú ákvörðun að skipa Hörð Þórhallsson sem framkvæmdastjóra Stjórnstöðvarinnar. Starfið var ekki auglýst en starf hans er til sex mánaða hið minnsta. Laun hans eru 1950 þúsund krónur á mánuði sem eru með því allra hæsta sem gerist hjá starfsemi á vegum ríkisins. Er um verktakagreiðslu að ræða. Athygli vekur að Hörður hefur enga starfsreynslu á sviði ferðamála en hann var áður framkvæmdastjóri hjá Actavis. „Það eina sem er þó kýrskýrt er að Stjórnstöðin verður rekin af flokksbróður ráðherrans og landsfundarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem vitaskuld var ráðinn án auglýsingar. Fyrir það fær flokksbróðirinn 2 milljónir á mánuði. Það er nokkuð vel í lagt í ljósi þess að hann þekkir hvorki haus né sporð á ferðamálum en er hins vegar sérfræðingur í markaðssetningu hermilyfja!“Vísar Össur til þess að samkvæmt heimildum Stundarninnar er Hörður á leið á landsfund Sjálfstæðisflokksins sem aðeins flokksmenn mega sitja. Þá birtir Stundin mynd frá árinu 2013 þar sem Hörður sést á snæðingi með Kjartani Magnússyni, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Haraldi Johannessen, ritstjóra Morgunblaðsins, og Þórði Þórarinssyni, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins. Þrátt fyrir það neitar Hörður fyrir tengsl við flokkinn.Uppfært klukkan 13:45Kjarninn greinir frá því að Hörður þvertaki fyrir að vera á leiðinni á landsfund Sjálfstæðisflokksins.Uppfært klukkan 18:27 Rétt er að halda því til haga að Hörður fær greitt sem verktaki en ekki launþegi.
Alþingi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ný ferðamálastefna kynnt: Hörður mun veita Stjórnstöð ferðamála forystu Ragnheiður Elín Árnadóttir og Grímur Sæmundsen kynntu nýja ferðamálastefnu Íslands fyrr í dag. 6. október 2015 14:53 Boða tíma framkvæmda í ferðamálum Ríkið, sveitarfélögin og Samtök ferðaþjónustunnar sameinast um nýja Stjórnstöð ferðamála. Hún á að fá 140 milljónir á ári í fimm ár. Á að höggva á hnút framkvæmdaleysis og gríðarlegs flækjustigs í ákvörðunum. 7. október 2015 07:00 Tvær milljónir króna á mánuði Skrifa á undir samning við Hörð Þórhallsson, framkvæmdastjóra Stjórnstöðvar ferðamála, á næstu dögum samkvæmt svari atvinnuvegaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. 9. október 2015 07:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Ný ferðamálastefna kynnt: Hörður mun veita Stjórnstöð ferðamála forystu Ragnheiður Elín Árnadóttir og Grímur Sæmundsen kynntu nýja ferðamálastefnu Íslands fyrr í dag. 6. október 2015 14:53
Boða tíma framkvæmda í ferðamálum Ríkið, sveitarfélögin og Samtök ferðaþjónustunnar sameinast um nýja Stjórnstöð ferðamála. Hún á að fá 140 milljónir á ári í fimm ár. Á að höggva á hnút framkvæmdaleysis og gríðarlegs flækjustigs í ákvörðunum. 7. október 2015 07:00
Tvær milljónir króna á mánuði Skrifa á undir samning við Hörð Þórhallsson, framkvæmdastjóra Stjórnstöðvar ferðamála, á næstu dögum samkvæmt svari atvinnuvegaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. 9. október 2015 07:00