Flaggskip selt og fiskvinnslu hætt til að forðast gjaldþrot Kristján Már Unnarsson skrifar 12. október 2015 20:15 Yfir fimmtíu störf hverfa frá Tálknafirði með sölu stærsta fiskiskipsins og lokun frystihússins, en aðgerðirnar verða staðfestar með samningum á næstu dögum. Útgerðarmaðurinn segir reksturinn hafa stefnt í þrot en vonast til að uppbygging fiskeldis mildi höggið fyrir þessa þrjúhundruð manna byggð. Fiskiskipið Kópur BA í eigu Þórsbergs hf. hefur verið flaggskip Tálknfirðinga og staðið undir fiskvinnslu fyrirtæksins, stærsta atvinnufyrirtækis Tálknafjarðar með um 60 starfsmenn. Í lok ágústmánaðar var öllum starfsmönnum frystihússins sagt upp vegna endurskipulagningar og ákveðið að rekstur hæfist ekki á ný eftir sumarleyfi. Nú er orðið ljóst að frystihúsinu verður lokað og skipið selt úr byggðinni. Að sögn Guðjóns Indriðasonar útgerðarmanns er stefnt að því að ganga frá samningum um sölu Kóps ásamt kvóta til Suðurnesja, til fyrirtækisins Nesfisks í Garði, fyrir miðja þessa viku. Guðjón segir að með skiptisamningum við Nesfisk fái Þórsberg þó tvo þriðju hluta kvótans til baka í formi krókaaflamarks en áformað er að gera út minni krókabát sem kallar á sex til sjö störf.Þórsberg hf. hefur verið stærsta atvinnufyrirtækið á Tálknafirði með 60 manns í vinnu. Eftir endurskipulagningu verða aðeins sex til sjö starfsmenn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þetta þýðir að um 54 störf tapast frá Tálknafirði en ráðgert er að aflinn verði seldur á markaði. Guðjón tekur þó fram að ef staðan á saltfiskmörkuðum batni sé hugsanlegt að fiskvinnsla hefjist að nýju, en hún verði þó mun minni en áður. Hann segir skuldastöðu fyrirtækisins knýja á um þessar breytingar. Að öðrum kosti hefði stefnt í þrot, og segir hann að rekstrarumhverfi lítilla og meðalstórra útgerða sé erfitt. Lækkun olíuverðs sé það eina jákvæða fyrir reksturinn. Gengisþróun hafi verið óhagstæð og kvótagjöld bæti ekki stöðuna. Ekki sé hægt að fljóta sofandi að feigðarósi. Guðjón bendir á að það mildi höggið fyrir Tálknafjörð að þar byggist fiskeldi upp af krafti með verulegri fjölgun starfa en þar eru nú fjögur eldisfyrirtæki; Tungusilungur, Fjarðalax, Arnarlax og Dýrfiskur. Tengdar fréttir Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. 3. október 2014 19:30 Makríll stuðlar að húsasmíði á Suðurnesjum Makrílveiðar valda því að eitt af sjávarútvegsfyrirtækjum Suðurnesja stendur í þrjúhundruð milljóna króna framkvæmdum og sést byggingarkrani nú á hreyfingu í Garðinum. 20. febrúar 2012 20:00 Stjórnvöld þrýsta kvótanum til stærri útgerða með veiðigjöldum Há veiðigjöld ógna smærri byggðum, segir framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, og spáir því að kvótinn haldi áfram að færast á færri hendur og til stærri útgerða, þótt stjórnvöld segist vilja annað. 16. nóvember 2014 08:00 Skilyrði sölu að útgerðin verði áfram á Seyðisfirði Togarinn og frystihúsið, burðarásar Seyðisfjarðar, hafa verið seld til Síldarvinnslunnar. Forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðar segir að þetta sé kannski það besta sem gat gerst. 1. október 2014 17:28 Vantar íbúðir fyrir tugi nýrra starfsmanna á Vestfjörðum Fiskeldisfyrirtækið Fjarðalax er að ráða 25 nýja starfsmenn á sunnanverðum Vestfjörðum um þessar mundir. 2. október 2014 20:30 Öllum sagt upp hjá Þórsbergi á Tálknafirði Reiðarslag að mati sveitastjóra Tálknafjarðar 1. september 2015 07:00 Uppsagnir á Tálknafirði reiðarslag fyrir samfélagið „Fólk er að taka þessu mjög illa en marga grunaði að það væri eitthvað í gangi,“ segir einn þeirra 26 starfsmanna sem sagt var upp störfum hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Þórsbergi á Tálknafirði í fyrradag. 2. september 2015 07:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Yfir fimmtíu störf hverfa frá Tálknafirði með sölu stærsta fiskiskipsins og lokun frystihússins, en aðgerðirnar verða staðfestar með samningum á næstu dögum. Útgerðarmaðurinn segir reksturinn hafa stefnt í þrot en vonast til að uppbygging fiskeldis mildi höggið fyrir þessa þrjúhundruð manna byggð. Fiskiskipið Kópur BA í eigu Þórsbergs hf. hefur verið flaggskip Tálknfirðinga og staðið undir fiskvinnslu fyrirtæksins, stærsta atvinnufyrirtækis Tálknafjarðar með um 60 starfsmenn. Í lok ágústmánaðar var öllum starfsmönnum frystihússins sagt upp vegna endurskipulagningar og ákveðið að rekstur hæfist ekki á ný eftir sumarleyfi. Nú er orðið ljóst að frystihúsinu verður lokað og skipið selt úr byggðinni. Að sögn Guðjóns Indriðasonar útgerðarmanns er stefnt að því að ganga frá samningum um sölu Kóps ásamt kvóta til Suðurnesja, til fyrirtækisins Nesfisks í Garði, fyrir miðja þessa viku. Guðjón segir að með skiptisamningum við Nesfisk fái Þórsberg þó tvo þriðju hluta kvótans til baka í formi krókaaflamarks en áformað er að gera út minni krókabát sem kallar á sex til sjö störf.Þórsberg hf. hefur verið stærsta atvinnufyrirtækið á Tálknafirði með 60 manns í vinnu. Eftir endurskipulagningu verða aðeins sex til sjö starfsmenn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þetta þýðir að um 54 störf tapast frá Tálknafirði en ráðgert er að aflinn verði seldur á markaði. Guðjón tekur þó fram að ef staðan á saltfiskmörkuðum batni sé hugsanlegt að fiskvinnsla hefjist að nýju, en hún verði þó mun minni en áður. Hann segir skuldastöðu fyrirtækisins knýja á um þessar breytingar. Að öðrum kosti hefði stefnt í þrot, og segir hann að rekstrarumhverfi lítilla og meðalstórra útgerða sé erfitt. Lækkun olíuverðs sé það eina jákvæða fyrir reksturinn. Gengisþróun hafi verið óhagstæð og kvótagjöld bæti ekki stöðuna. Ekki sé hægt að fljóta sofandi að feigðarósi. Guðjón bendir á að það mildi höggið fyrir Tálknafjörð að þar byggist fiskeldi upp af krafti með verulegri fjölgun starfa en þar eru nú fjögur eldisfyrirtæki; Tungusilungur, Fjarðalax, Arnarlax og Dýrfiskur.
Tengdar fréttir Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. 3. október 2014 19:30 Makríll stuðlar að húsasmíði á Suðurnesjum Makrílveiðar valda því að eitt af sjávarútvegsfyrirtækjum Suðurnesja stendur í þrjúhundruð milljóna króna framkvæmdum og sést byggingarkrani nú á hreyfingu í Garðinum. 20. febrúar 2012 20:00 Stjórnvöld þrýsta kvótanum til stærri útgerða með veiðigjöldum Há veiðigjöld ógna smærri byggðum, segir framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, og spáir því að kvótinn haldi áfram að færast á færri hendur og til stærri útgerða, þótt stjórnvöld segist vilja annað. 16. nóvember 2014 08:00 Skilyrði sölu að útgerðin verði áfram á Seyðisfirði Togarinn og frystihúsið, burðarásar Seyðisfjarðar, hafa verið seld til Síldarvinnslunnar. Forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðar segir að þetta sé kannski það besta sem gat gerst. 1. október 2014 17:28 Vantar íbúðir fyrir tugi nýrra starfsmanna á Vestfjörðum Fiskeldisfyrirtækið Fjarðalax er að ráða 25 nýja starfsmenn á sunnanverðum Vestfjörðum um þessar mundir. 2. október 2014 20:30 Öllum sagt upp hjá Þórsbergi á Tálknafirði Reiðarslag að mati sveitastjóra Tálknafjarðar 1. september 2015 07:00 Uppsagnir á Tálknafirði reiðarslag fyrir samfélagið „Fólk er að taka þessu mjög illa en marga grunaði að það væri eitthvað í gangi,“ segir einn þeirra 26 starfsmanna sem sagt var upp störfum hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Þórsbergi á Tálknafirði í fyrradag. 2. september 2015 07:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. 3. október 2014 19:30
Makríll stuðlar að húsasmíði á Suðurnesjum Makrílveiðar valda því að eitt af sjávarútvegsfyrirtækjum Suðurnesja stendur í þrjúhundruð milljóna króna framkvæmdum og sést byggingarkrani nú á hreyfingu í Garðinum. 20. febrúar 2012 20:00
Stjórnvöld þrýsta kvótanum til stærri útgerða með veiðigjöldum Há veiðigjöld ógna smærri byggðum, segir framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, og spáir því að kvótinn haldi áfram að færast á færri hendur og til stærri útgerða, þótt stjórnvöld segist vilja annað. 16. nóvember 2014 08:00
Skilyrði sölu að útgerðin verði áfram á Seyðisfirði Togarinn og frystihúsið, burðarásar Seyðisfjarðar, hafa verið seld til Síldarvinnslunnar. Forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðar segir að þetta sé kannski það besta sem gat gerst. 1. október 2014 17:28
Vantar íbúðir fyrir tugi nýrra starfsmanna á Vestfjörðum Fiskeldisfyrirtækið Fjarðalax er að ráða 25 nýja starfsmenn á sunnanverðum Vestfjörðum um þessar mundir. 2. október 2014 20:30
Öllum sagt upp hjá Þórsbergi á Tálknafirði Reiðarslag að mati sveitastjóra Tálknafjarðar 1. september 2015 07:00
Uppsagnir á Tálknafirði reiðarslag fyrir samfélagið „Fólk er að taka þessu mjög illa en marga grunaði að það væri eitthvað í gangi,“ segir einn þeirra 26 starfsmanna sem sagt var upp störfum hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Þórsbergi á Tálknafirði í fyrradag. 2. september 2015 07:00