„Markmið okkar var einfaldlega að ná fram góðu verði fyrir bankann“ Höskuldur Kári Schram skrifar 12. október 2015 18:38 Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að bankinn sé alltaf tilbúinn að endurskoða þá aðferðarfræði sem er notuð við hlutabréfaútboð. Hópur fjárfesta sem fékk að kaupa í Símanum áður en formlegt útboð hófst hefur þegar hagnast um mörg hundruð milljónir á viðskiptunum. Höskuldur segir kaupverðið hafa verið ásættanlegt og að ekki hafi verið hægt að vita með vissu hvernig hlutabréfin myndu þróast í verði. Hlutabréfaútboði Arion banka á rúmlega 30 prósenta hlut í Símanum lauk í síðustu viku. Fimmföld umframeftirspurn var eftir bréfum í fyrirtækinu og var eignarhlutinn seldur á 6,7 milljarða eða 3,33 krónur á hvern hlut. Tveir hópar fjárfesta fengu hins vegar að kaupa samtals tíu prósenta hlut nokkrum vikum áður en formlegt útboð hófst og hafa þeir nú þegar hagnast um 720 milljónir. Margir hafa gagnrýnt þetta fyrirkomulag og telja að með þessu sé Arionbanki að handvelja hóp manna og veita þeim tækifæri sem almenningi standi ekki til boða. Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að bankinn hafi fyrst og fremst haft það í huga að hámarka söluandvirði bréfanna.Lá ekki fyrir þegar til viðskiptanna var stofnað „Þetta lítur út hagfellt fyrir þennan hóp en þegar til þessara viðskipta var stofnað þá liggur það ekki fyrir. Þegar við náum saman um verð við þennan fyrri fjárfestahóp þá erum við með fyrirvara t.d. um sölubann. Þessi hópur má ekki eiga viðskipti með þessi bréf í 18 mánuði þá teljum við þetta vera mjög ásættanlegt verð. Það er í þessu eins og öllu að það er alltaf hægt að vera vitur eftir á en sannarlega vakti ekki annað fyrir okkur í þessu en að fá sem allra besta verð og styðja við útboðsferlið sem stóð þá fyrir dyrum,“ segir Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka. „Markmið okkar var einfaldlega að ná fram góðu verði fyrir bankann og tryggja farsæla skráningu og stuðla að góðum eftirmarkaði. við höfum náð öllu fram nema þessu síðasta,“ segir Höskuldur Hann segir að bankinn sé alltaf tilbúinn að endurskoða aðferðarfræði sína þegar kemur að hlutabréfaútboðum. „Við erum auðvitað til í að taka gagnrýni og við tökum þetta auðvitað í reynslubankann og metum það bara. Ég er kannski ekki til í segja það núna en við hlustum á gagnrýni og tökum það inn í reikninginn.“Í spilaranum að ofan má hlusta á stóran hluta viðtalsins sem fréttamaður Stöðvar 2 tók við Höskuld fyrr í dag. Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Sjá meira
Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að bankinn sé alltaf tilbúinn að endurskoða þá aðferðarfræði sem er notuð við hlutabréfaútboð. Hópur fjárfesta sem fékk að kaupa í Símanum áður en formlegt útboð hófst hefur þegar hagnast um mörg hundruð milljónir á viðskiptunum. Höskuldur segir kaupverðið hafa verið ásættanlegt og að ekki hafi verið hægt að vita með vissu hvernig hlutabréfin myndu þróast í verði. Hlutabréfaútboði Arion banka á rúmlega 30 prósenta hlut í Símanum lauk í síðustu viku. Fimmföld umframeftirspurn var eftir bréfum í fyrirtækinu og var eignarhlutinn seldur á 6,7 milljarða eða 3,33 krónur á hvern hlut. Tveir hópar fjárfesta fengu hins vegar að kaupa samtals tíu prósenta hlut nokkrum vikum áður en formlegt útboð hófst og hafa þeir nú þegar hagnast um 720 milljónir. Margir hafa gagnrýnt þetta fyrirkomulag og telja að með þessu sé Arionbanki að handvelja hóp manna og veita þeim tækifæri sem almenningi standi ekki til boða. Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að bankinn hafi fyrst og fremst haft það í huga að hámarka söluandvirði bréfanna.Lá ekki fyrir þegar til viðskiptanna var stofnað „Þetta lítur út hagfellt fyrir þennan hóp en þegar til þessara viðskipta var stofnað þá liggur það ekki fyrir. Þegar við náum saman um verð við þennan fyrri fjárfestahóp þá erum við með fyrirvara t.d. um sölubann. Þessi hópur má ekki eiga viðskipti með þessi bréf í 18 mánuði þá teljum við þetta vera mjög ásættanlegt verð. Það er í þessu eins og öllu að það er alltaf hægt að vera vitur eftir á en sannarlega vakti ekki annað fyrir okkur í þessu en að fá sem allra besta verð og styðja við útboðsferlið sem stóð þá fyrir dyrum,“ segir Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka. „Markmið okkar var einfaldlega að ná fram góðu verði fyrir bankann og tryggja farsæla skráningu og stuðla að góðum eftirmarkaði. við höfum náð öllu fram nema þessu síðasta,“ segir Höskuldur Hann segir að bankinn sé alltaf tilbúinn að endurskoða aðferðarfræði sína þegar kemur að hlutabréfaútboðum. „Við erum auðvitað til í að taka gagnrýni og við tökum þetta auðvitað í reynslubankann og metum það bara. Ég er kannski ekki til í segja það núna en við hlustum á gagnrýni og tökum það inn í reikninginn.“Í spilaranum að ofan má hlusta á stóran hluta viðtalsins sem fréttamaður Stöðvar 2 tók við Höskuld fyrr í dag.
Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Sjá meira