Lífið

Útvarp Saga: Hakkari í Sviss greiddi Bubba 40 þúsund atkvæði á einu bretti

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Arnþrúður Karlsdóttir, Bubbi Morthens og Pétur Gunnlaugsson.
Arnþrúður Karlsdóttir, Bubbi Morthens og Pétur Gunnlaugsson. Vísir
Forsvarsmenn Útvarps Sögu segja að skemmdarverk hafi verið unnið á heimasíðu stöðvarinnar á föstudagskvöldið. Brotist hafi verið inn í skoðanakönnun stöðvarinnar þar sem spurt var hvort fólk treysti tónlistarmanninum Bubba Morthens. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu stöðvarinnar.

Könnunin var sett inn kl.12:00 á hádegi  og  kl.11:55 á föstudagskvöldinu höfðu 3.544 atkvæði verið greidd. Nokkuð fleiri sögðust ekki treysta Bubba Mortens. Nei sögðu 1.855 og já sögðu 1.486 og hlutlausir voru 203,“ segir í fréttinni.

Í framhaldinu hafi hins vegar óprúttinn einstaklingur brotist inn í skoðanakönnunina og greitt Bubba 40.095 atkvæði á einu bretti. Tölvusérfræðingur á vegum Útvarps Sögu á að hafa farið inn í kerfið og rakið atkvæðin til einnar og sömu IP-tölunnar sem er skráð í Sviss.

„Málið er enn til frekari rannsóknar og skv. upplýsingum Útvarps Sögu eru hér á ferðinni tölvuhakkarar sem gætu farið inní öll helstu tölvukerfi heims og breytt réttum upplýsingum.“

Ekki hefur náðst í Arnþrúði Karlsdóttur, útvarpsstjóra á Útvarpi Sögu, vegna málsins.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.