Aron Einar: Þeir verða brjálaðir frá fyrstu mínútu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. október 2015 12:00 Aron og Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari. vísir/anton Ísland mætir Tyrklandi í lokaleik sínum í undankeppni EM 2016 hér í Konya á morgun. Blaðamannafundur Íslands var á keppnisvellinum, Torku Arena, í morgun en strákarnir æfðu þar í hádeginu. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, kemur aftur inn í liðið eftir að hafa misst af leiknum gegn Lettlandi á laugardag vegna meiðsla. Hann segir að það hafi verið erfitt að sitja uppi í stúku og horfa á leikinn, sem endaði með 2-2 jafntefli eftir að Ísland komst 2-0 yfir. „Maður vill spila alla leiki og maður var stressaðri að sitja upp í stúku en að spila,“ sagði Aron Einar á blaðamannafundi íslenska liðsins í morgun. „Mér fannst við vera værukærir,“ sagði hann um spilamennsku íslenska liðsins. „Ég var eins og allir aðrir ánægður með fyrri hálfleikinn en seinni hálfleikur var hins vegar eins lélegur og sá fyrri var góður. Við verðum að bæta úr því á morgun.“ „Við ætluðum okkur að skora of mörg mörk og það of fljótt. Það líkist ekki okkur. Þegar við skorum þá pössum við upp á að vera fastir fyrir í vörninni. Við höfum allir talað saman eftir leikinn og erum staðráðnir í að bæta fyrir þetta.“ Aron segir mikilvægt að strákarnir njóti þess að spila leikinn á morgun, enda fyrir fullum velli hér í Konya í leik sem skiptir Tyrki höfuðmáli upp á möguleika þeirra. „Það er ekki oft sem maður fær tækifæri til að spila hér og við þessar kringumstæður. Það er erfitt að segja hvernig þeir muni spila leikinn en ég reikna síður með því að þeir verði ánægðir með bara eitt stig.“ „Þeir verða æstir og brjálaðir strax frá fyrstu mínútu, rétt eins og áhorfendur verða. Það er æsingur í þeim. Þetta verður virkiklega gaman. Ég hef alltaf haft gaman að því að sjá æsinginn sem myndast oft á knattspyrnuvöllum í Tyrklandi og við eigum að njóta þess að spila í slíkum leik.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Litla Ísland er haldreipi hollensku stjarnanna Íslensku landsliðsstrákarnir þurfa bara að treysta á sig sjálfa í baráttunni um toppsæti A-riðils undankeppni EM 2016 þrátt fyrir að hafa misst Lettaleikinn niður í jafntefli um helgina. Íslenska liðið var ósigrað á Laugardalsvelli í undankeppninni sem hefur ekki gerst áður. 12. október 2015 06:00 Gylfi bætti eitt met Eiðs Smára og jafnaði annað Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt sjötta mark í undankeppni EM í jafnteflinu á móti Lettlandi um helgina og tryggði sér með því tvö met í markaskorun fyrir íslenska landsliðið í undankeppnum stórmóta. 12. október 2015 08:00 „Ætlum ekki að spila fyrir Holland á morgun“ Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi Íslands á Torku Arena í Konya í morgun. 12. október 2015 09:19 Alfreð fær hótanir á Twitter Sagði hollenska stuðningsmenn ekki þurfa að óttast og fékk bágt fyrir hjá tyrkneskum knattspyrnuáhugamönnum. 12. október 2015 08:30 Strákarnir æfa á keppnisvellinum í dag Íslenska landsliðið kom til Tyrklands í gær og notar daginn til undirbúnings fyrir leikinn á morgun. 12. október 2015 09:00 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Fleiri fréttir Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Sjá meira
Ísland mætir Tyrklandi í lokaleik sínum í undankeppni EM 2016 hér í Konya á morgun. Blaðamannafundur Íslands var á keppnisvellinum, Torku Arena, í morgun en strákarnir æfðu þar í hádeginu. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, kemur aftur inn í liðið eftir að hafa misst af leiknum gegn Lettlandi á laugardag vegna meiðsla. Hann segir að það hafi verið erfitt að sitja uppi í stúku og horfa á leikinn, sem endaði með 2-2 jafntefli eftir að Ísland komst 2-0 yfir. „Maður vill spila alla leiki og maður var stressaðri að sitja upp í stúku en að spila,“ sagði Aron Einar á blaðamannafundi íslenska liðsins í morgun. „Mér fannst við vera værukærir,“ sagði hann um spilamennsku íslenska liðsins. „Ég var eins og allir aðrir ánægður með fyrri hálfleikinn en seinni hálfleikur var hins vegar eins lélegur og sá fyrri var góður. Við verðum að bæta úr því á morgun.“ „Við ætluðum okkur að skora of mörg mörk og það of fljótt. Það líkist ekki okkur. Þegar við skorum þá pössum við upp á að vera fastir fyrir í vörninni. Við höfum allir talað saman eftir leikinn og erum staðráðnir í að bæta fyrir þetta.“ Aron segir mikilvægt að strákarnir njóti þess að spila leikinn á morgun, enda fyrir fullum velli hér í Konya í leik sem skiptir Tyrki höfuðmáli upp á möguleika þeirra. „Það er ekki oft sem maður fær tækifæri til að spila hér og við þessar kringumstæður. Það er erfitt að segja hvernig þeir muni spila leikinn en ég reikna síður með því að þeir verði ánægðir með bara eitt stig.“ „Þeir verða æstir og brjálaðir strax frá fyrstu mínútu, rétt eins og áhorfendur verða. Það er æsingur í þeim. Þetta verður virkiklega gaman. Ég hef alltaf haft gaman að því að sjá æsinginn sem myndast oft á knattspyrnuvöllum í Tyrklandi og við eigum að njóta þess að spila í slíkum leik.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Litla Ísland er haldreipi hollensku stjarnanna Íslensku landsliðsstrákarnir þurfa bara að treysta á sig sjálfa í baráttunni um toppsæti A-riðils undankeppni EM 2016 þrátt fyrir að hafa misst Lettaleikinn niður í jafntefli um helgina. Íslenska liðið var ósigrað á Laugardalsvelli í undankeppninni sem hefur ekki gerst áður. 12. október 2015 06:00 Gylfi bætti eitt met Eiðs Smára og jafnaði annað Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt sjötta mark í undankeppni EM í jafnteflinu á móti Lettlandi um helgina og tryggði sér með því tvö met í markaskorun fyrir íslenska landsliðið í undankeppnum stórmóta. 12. október 2015 08:00 „Ætlum ekki að spila fyrir Holland á morgun“ Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi Íslands á Torku Arena í Konya í morgun. 12. október 2015 09:19 Alfreð fær hótanir á Twitter Sagði hollenska stuðningsmenn ekki þurfa að óttast og fékk bágt fyrir hjá tyrkneskum knattspyrnuáhugamönnum. 12. október 2015 08:30 Strákarnir æfa á keppnisvellinum í dag Íslenska landsliðið kom til Tyrklands í gær og notar daginn til undirbúnings fyrir leikinn á morgun. 12. október 2015 09:00 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Fleiri fréttir Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Sjá meira
Litla Ísland er haldreipi hollensku stjarnanna Íslensku landsliðsstrákarnir þurfa bara að treysta á sig sjálfa í baráttunni um toppsæti A-riðils undankeppni EM 2016 þrátt fyrir að hafa misst Lettaleikinn niður í jafntefli um helgina. Íslenska liðið var ósigrað á Laugardalsvelli í undankeppninni sem hefur ekki gerst áður. 12. október 2015 06:00
Gylfi bætti eitt met Eiðs Smára og jafnaði annað Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt sjötta mark í undankeppni EM í jafnteflinu á móti Lettlandi um helgina og tryggði sér með því tvö met í markaskorun fyrir íslenska landsliðið í undankeppnum stórmóta. 12. október 2015 08:00
„Ætlum ekki að spila fyrir Holland á morgun“ Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi Íslands á Torku Arena í Konya í morgun. 12. október 2015 09:19
Alfreð fær hótanir á Twitter Sagði hollenska stuðningsmenn ekki þurfa að óttast og fékk bágt fyrir hjá tyrkneskum knattspyrnuáhugamönnum. 12. október 2015 08:30
Strákarnir æfa á keppnisvellinum í dag Íslenska landsliðið kom til Tyrklands í gær og notar daginn til undirbúnings fyrir leikinn á morgun. 12. október 2015 09:00