Tyrkneski flugherinn gerði í gær árásir á bækistöðvar Verkamannaflokks Kúrda PKK í Tyrklandi og norðurhluta Íraks. Kúrdar lýstu yfir vopnahléi á laugardag, eftir sprengjuárásirnar í Ankara, sem Tyrkir höfnuðu og réðust nánast samdægurs til atlögu. Talið er að á fimmta tug hafi fallið í árásum helgarinnar.
Alls létust níutíu og fimm og á þriðja hundrað særðust í árásunum í Ankara um helgina, en árásirnar eru þær blóðugustu þar í landi á seinni árum. Enginn hefur lýst ábyrgð á árásinni, en stjórnvöldum grunar að Kúrdar eða Íslamska ríkið standi að baki þeim.
Tyrkir gerðu loftárásir á bækistöðvar Kúrda

Tengdar fréttir

Þúsundir minntust fórnarlambanna í Ankara
Til einhverra átaka kom á milli lögreglu og mótmælenda.