Nýtt lag hátíðarinnar Aldrei fór ég Suður: „Þú gerir ekki rassgat einn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 23. mars 2015 13:38 Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri Orkusölunnar, og Birna Jónasdóttir, rokkstjóri Aldrei fór ég Suður. Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég Suður verður haldin í tólfta sinn á Ísafirði dagana 3. – 4. apríl. Líkt og fyrri ár verður margt um að vera á hátíðinni en í tilkynningu frá forsvarsmönnum hátíðarinnar kemur fram að einn af bakhjörlum hennar sé Orkusalan. „Fyrirtækið er liður í því að hátíðin geti orðið að veruleika og gerir sitt til að halda stuðinu gangandi, en í fyrra mættu um þrjú þúsund manns á Aldrei fór ég Suður og er búist við að mikill fjöldi haldi Vestur til að skemmta sér og öðrum,“ segir í tilkynningunni. Sérstakt lag „Þú gerir ekki rassgat einn“ var samið fyrir hátíðina í ár en það er Bragi Valdimar Skúlason sem á heiðurinn að lagi og texta en sjálfur Helgi Björnsson syngur. „Mér finnst lagið alveg frábært og því tekst að lýsa vel stemningunni á bakvið Aldrei fór ég Suður. Það er nú víst þannig að þegar upp er staðið þá gerir maður auðvitað ekki rassgat einn og er gott að eiga góða að í verkefni sem þessu. Við hjá Orkusölunni viljum því leggja okkar af mörkum til að gera aðstandendum hátíðarinnar auðveldara fyrir og finnst mjög skemmtilegt að hafa meðal annars átt þátt í því að koma þessu lagi á framfæri og vekja þannig athygli á hátíðinni,“ segir Magnús Kristjánsson framkvæmdastjóri Orkusölunnar. Glænýtt myndband við lagið kom út í morgun en í því má meðal annars sjá myndefni frá fyrri hátíðum. Birna Jónasdóttir, rokkstjóri Aldrei fór ég Suður, er í skýjunum með afraksturinn, „Það er gaman að sjá hversu margir flottir listamenn hafa komið fram og hversu vel allt hefur heppnast til þessa. Hátíðin í ár verður eflaust þar engin undantekning,“ segir Birna. Til að hátíðargestir fái að njóta enn frekar í ár var ákveðið að hver hljómsveit verði lengur á sviðinu eða í um 30 mínútur sem er um 10 mínútum lengur en í fyrra. „Þetta er langt ferðalag fyrir suma, bæði listamennina og gesti. Við ákváðum því að gefa tónlistarfólkinu tækifæri til að skemmta aðdáendum sínum meira og betur.“ segir Birna. Meðal þeirra sem koma fram á Aldrei fór ég Suður þetta árið eru Amaba Dama, Hugleikur Dagsson, Prins Póló, Saga Garðarsdóttir og Valdimar Guðmundsson. Aldrei fór ég suður Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Sjá meira
Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég Suður verður haldin í tólfta sinn á Ísafirði dagana 3. – 4. apríl. Líkt og fyrri ár verður margt um að vera á hátíðinni en í tilkynningu frá forsvarsmönnum hátíðarinnar kemur fram að einn af bakhjörlum hennar sé Orkusalan. „Fyrirtækið er liður í því að hátíðin geti orðið að veruleika og gerir sitt til að halda stuðinu gangandi, en í fyrra mættu um þrjú þúsund manns á Aldrei fór ég Suður og er búist við að mikill fjöldi haldi Vestur til að skemmta sér og öðrum,“ segir í tilkynningunni. Sérstakt lag „Þú gerir ekki rassgat einn“ var samið fyrir hátíðina í ár en það er Bragi Valdimar Skúlason sem á heiðurinn að lagi og texta en sjálfur Helgi Björnsson syngur. „Mér finnst lagið alveg frábært og því tekst að lýsa vel stemningunni á bakvið Aldrei fór ég Suður. Það er nú víst þannig að þegar upp er staðið þá gerir maður auðvitað ekki rassgat einn og er gott að eiga góða að í verkefni sem þessu. Við hjá Orkusölunni viljum því leggja okkar af mörkum til að gera aðstandendum hátíðarinnar auðveldara fyrir og finnst mjög skemmtilegt að hafa meðal annars átt þátt í því að koma þessu lagi á framfæri og vekja þannig athygli á hátíðinni,“ segir Magnús Kristjánsson framkvæmdastjóri Orkusölunnar. Glænýtt myndband við lagið kom út í morgun en í því má meðal annars sjá myndefni frá fyrri hátíðum. Birna Jónasdóttir, rokkstjóri Aldrei fór ég Suður, er í skýjunum með afraksturinn, „Það er gaman að sjá hversu margir flottir listamenn hafa komið fram og hversu vel allt hefur heppnast til þessa. Hátíðin í ár verður eflaust þar engin undantekning,“ segir Birna. Til að hátíðargestir fái að njóta enn frekar í ár var ákveðið að hver hljómsveit verði lengur á sviðinu eða í um 30 mínútur sem er um 10 mínútum lengur en í fyrra. „Þetta er langt ferðalag fyrir suma, bæði listamennina og gesti. Við ákváðum því að gefa tónlistarfólkinu tækifæri til að skemmta aðdáendum sínum meira og betur.“ segir Birna. Meðal þeirra sem koma fram á Aldrei fór ég Suður þetta árið eru Amaba Dama, Hugleikur Dagsson, Prins Póló, Saga Garðarsdóttir og Valdimar Guðmundsson.
Aldrei fór ég suður Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Sjá meira