"Ég myndi ekki treysta mér til að reka fyrirtæki hér“ ingvar haraldsson skrifar 17. desember 2015 12:13 Fundarmenn hlustuðu af athygli á erindi framsögumanna. vísir/gva „Ég myndi ekki treysta mér til að reka fyrirtæki hér, ég varla treysti mér til þess að reka lögmannsstofu,“ sagði Brynjar Níelsson, lögmaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins á fundi Viðskiptaráðs Íslands um réttarstöðu fyrirtækja við rannsókn mála. Brynjar og fleiri framsögumenn gagnrýndu matskennd ákvæði í samkeppnislögum, sem meðal annars byggðust á mati stjórnvalda og dómstóla á huglægri afstöðu stjórnenda fyrirtækja til ætlaðra brota. Þetta gerði fyrirtækjum erfitt fyrir að átta sig á hvort þau væru á öllum tímum að fara að lögum á hverju sviði.Málsmeðferð eftirlitsaðila voru gagnrýnd á fundinum. Mörgum fannst á fyrirtæki hallað.vísir/gvaUpplýsa verði fyrirtækiMikilvægt væri að opinberir aðilar fullnægðu leiðbeiningarskyldu sinni og útskýrðu fyrir fyrirtækjum með hvaða hætti þau geti farið að lögum. Misjafnt væri hve vel opinberir aðilar tækju í slíkar beiðnir. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagði að hún hefði lagt áherslu á í sinni ráðherratíð að opinberar aðilar fullnægðu leiðbeiningaskyldu sinni. Brynjar sagði að erfitt væri fyrir löggjafann að breyta þessu, heldur yrði það að byggja á hugarfari þeir sem hefðu eftirlit með fyrirtækjum. Hugarfarið mætti ekki vera þannig að öll fyrirtæki væru brotleg og hlutverk eftirlitsaðila snerist bara um að finna þessi brot. Lögin veiti litla leiðsögnReimar Pétursson lögmaður gagnrýndi einnig lagaumhverfi sem fyrirtæki búi við. Fyrirtækjum væri oft refsað fyrir brot á matskenndum og síbreytilegum lagaákvæðum, sem erfitt væri fyrir fyrirtæki að átta sig á hvernig mætti fylgja. Hann benti til dæmis á matskennd ákvæði samkeppnislaga á hvað væru samstilltar aðgerðir til að raska samkeppni. „Fyrirtæki sem brjóta gegn þessu af gáleysi verða að sæta refsingum. Það er þó afar matskennt hvað teljist hvað er samstillt aðgerð til að raska samkeppni, ég tala nú ekki um þegar metið er hvort þetta hafi átt sér stað af gáleysi eða ekki.“ sagði Reimar. Lagatextinn einn og sér veiti því fyrirtækjum litla leiðsögn um hvernig eigi að haga sér.Reimar Pétursson gagnrýndi það sem hann kallaði „veiðiferðir“ eftirlitsstofana í fyrirtækivísir/gvaGott ef fyrirtæki fari að 70-80 prósent af reglumReimar sagði að um fyrirtæki giltu síbreytileg og matskennd lagaákvæði og því geti verið erfitt fyrir stór fyrirtæki að fylgja ætíð öllum lögum sem um þau gildi. Hann sagði virðulegan en ónafngreindan bankalögfræðing út í hinum stóra heimi hafa sagt að gott þætti hjá stórum fjármálafyrirtækjum að fylgja 70-80 prósent af þeim reglum sem um þau giltu. Ef tækist að fara eftir 90 prósent af þeim reglunum væri það framúrskarandi. Vegna þessa væri nánast óhjákvæmilegt að einhver brot finndust við húsleit hjá fyrirtæki. Reimar líkti stöðu fyrirtækja við ef lög við ofhröðum akstri byggðust ekki á fastri tölu um ökuhraða á hverjum stað heldur væru matskennd á hverjum tíma, auk þess að þeim væri breytt handahófskennt, stundum oft á ári.Gagnrýndi „veiðiferðir“ eftirlitsstofnanaReimar gagnrýndi það sem hann kallaði „veiðiferðir“ opinbera aðila í fyrirtækjum. Farið væri í húsleitir gagngert til að finna einhver brot, langt út fyrir það sem úrskurður dómara til heimildar til húsleitar gerði ráð fyrir. „Ef rannsókn leiddi ekki í ljós brot gegn gjaldeyrislögum væri hægt að leita eftir vísbendingum að lögum um verðbréfaviðskipti, lögum um fjármálafyrirtæki, samkeppnislögum og svo framvegis og framvegis og ef allt um þryti væri hægt að leita eftir brotum á skattalögum. Vegur skattalaga er nefnilega síbreytilegri og torrataðri en vegur fyllstra annara laga og þess vegna eru verulegar líkur á því að brot fyndist á endanum hjá stórfyrirtæki í meðferð sem þessari.“ Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
„Ég myndi ekki treysta mér til að reka fyrirtæki hér, ég varla treysti mér til þess að reka lögmannsstofu,“ sagði Brynjar Níelsson, lögmaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins á fundi Viðskiptaráðs Íslands um réttarstöðu fyrirtækja við rannsókn mála. Brynjar og fleiri framsögumenn gagnrýndu matskennd ákvæði í samkeppnislögum, sem meðal annars byggðust á mati stjórnvalda og dómstóla á huglægri afstöðu stjórnenda fyrirtækja til ætlaðra brota. Þetta gerði fyrirtækjum erfitt fyrir að átta sig á hvort þau væru á öllum tímum að fara að lögum á hverju sviði.Málsmeðferð eftirlitsaðila voru gagnrýnd á fundinum. Mörgum fannst á fyrirtæki hallað.vísir/gvaUpplýsa verði fyrirtækiMikilvægt væri að opinberir aðilar fullnægðu leiðbeiningarskyldu sinni og útskýrðu fyrir fyrirtækjum með hvaða hætti þau geti farið að lögum. Misjafnt væri hve vel opinberir aðilar tækju í slíkar beiðnir. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagði að hún hefði lagt áherslu á í sinni ráðherratíð að opinberar aðilar fullnægðu leiðbeiningaskyldu sinni. Brynjar sagði að erfitt væri fyrir löggjafann að breyta þessu, heldur yrði það að byggja á hugarfari þeir sem hefðu eftirlit með fyrirtækjum. Hugarfarið mætti ekki vera þannig að öll fyrirtæki væru brotleg og hlutverk eftirlitsaðila snerist bara um að finna þessi brot. Lögin veiti litla leiðsögnReimar Pétursson lögmaður gagnrýndi einnig lagaumhverfi sem fyrirtæki búi við. Fyrirtækjum væri oft refsað fyrir brot á matskenndum og síbreytilegum lagaákvæðum, sem erfitt væri fyrir fyrirtæki að átta sig á hvernig mætti fylgja. Hann benti til dæmis á matskennd ákvæði samkeppnislaga á hvað væru samstilltar aðgerðir til að raska samkeppni. „Fyrirtæki sem brjóta gegn þessu af gáleysi verða að sæta refsingum. Það er þó afar matskennt hvað teljist hvað er samstillt aðgerð til að raska samkeppni, ég tala nú ekki um þegar metið er hvort þetta hafi átt sér stað af gáleysi eða ekki.“ sagði Reimar. Lagatextinn einn og sér veiti því fyrirtækjum litla leiðsögn um hvernig eigi að haga sér.Reimar Pétursson gagnrýndi það sem hann kallaði „veiðiferðir“ eftirlitsstofana í fyrirtækivísir/gvaGott ef fyrirtæki fari að 70-80 prósent af reglumReimar sagði að um fyrirtæki giltu síbreytileg og matskennd lagaákvæði og því geti verið erfitt fyrir stór fyrirtæki að fylgja ætíð öllum lögum sem um þau gildi. Hann sagði virðulegan en ónafngreindan bankalögfræðing út í hinum stóra heimi hafa sagt að gott þætti hjá stórum fjármálafyrirtækjum að fylgja 70-80 prósent af þeim reglum sem um þau giltu. Ef tækist að fara eftir 90 prósent af þeim reglunum væri það framúrskarandi. Vegna þessa væri nánast óhjákvæmilegt að einhver brot finndust við húsleit hjá fyrirtæki. Reimar líkti stöðu fyrirtækja við ef lög við ofhröðum akstri byggðust ekki á fastri tölu um ökuhraða á hverjum stað heldur væru matskennd á hverjum tíma, auk þess að þeim væri breytt handahófskennt, stundum oft á ári.Gagnrýndi „veiðiferðir“ eftirlitsstofnanaReimar gagnrýndi það sem hann kallaði „veiðiferðir“ opinbera aðila í fyrirtækjum. Farið væri í húsleitir gagngert til að finna einhver brot, langt út fyrir það sem úrskurður dómara til heimildar til húsleitar gerði ráð fyrir. „Ef rannsókn leiddi ekki í ljós brot gegn gjaldeyrislögum væri hægt að leita eftir vísbendingum að lögum um verðbréfaviðskipti, lögum um fjármálafyrirtæki, samkeppnislögum og svo framvegis og framvegis og ef allt um þryti væri hægt að leita eftir brotum á skattalögum. Vegur skattalaga er nefnilega síbreytilegri og torrataðri en vegur fyllstra annara laga og þess vegna eru verulegar líkur á því að brot fyndist á endanum hjá stórfyrirtæki í meðferð sem þessari.“
Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira