Lokað fyrir samskiptaforritið í WhatsApp í Brasilíu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. desember 2015 10:54 Facebook keypti samskiptaforritið WhatsApp á seinasta ári fyrir 19 milljarða dollara. vísir/getty Lokað hefur verið fyrir samskiptaforritið WhatsApp í Brasilíu næstu 48 tímana en dómari í borginni Sao Paulo kvað upp úrskurð þess efnis í gær. Um 100 milljónir nota forritið í landinu en lokunin tók gildi á miðnætti að staðartíma, eða klukkan tvö í nótt að íslenskum tíma. Mark Zuckerberg, stofnandi og stærsti eigandi Facebook, ritar færslu um lokunina á Facebook-síðu sína í morgun en Facebook keypti WhatsApp í fyrra á 19 milljarða dollara, eða um 2.300 milljarða íslenskra króna. Í færslu sinni segir Zuckerberg að Facebook vinni nú hörðum höndum að fá úrskurði dómarans um lokun WhatsApp hnekkt en bendir Brasilíumönnum á að enn sé hægt að nota Facebook Messenger. „Þetta er sorgardagur fyrir Brasilíu. Þar til nú hafa yfirvöld í Brasilíu verið talsmenn þess að hafa internetið opið. Þá hafa Brasilíumenn alltaf verið ötulir í því að tjá skoðanir sínar á netinu,“ segir Zuckerberg.Tonight, a Brazilian judge blocked WhatsApp for more than 100 million people who rely on it in her country.We are...Posted by Mark Zuckerberg on Thursday, 17 December 2015Í umfjöllun The Verge um málið kemur fram að brasilísk símafyrirtæki hafi löngum reynt að stöðva gríðarlegan vöxt WhatsApp í landinu þar sem hægt er að hringja ókeypis í gegnum forritið. Þetta telja símafyrirtækin ólöglegt og hafa líkt WhatsApp við sjóræningjastarfsemi. Fyrirtækin hafa hins vegar ekki haft erindi sem erfiði við að koma böndum á WhatsApp þar til með lokuninni nú. Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Lokað hefur verið fyrir samskiptaforritið WhatsApp í Brasilíu næstu 48 tímana en dómari í borginni Sao Paulo kvað upp úrskurð þess efnis í gær. Um 100 milljónir nota forritið í landinu en lokunin tók gildi á miðnætti að staðartíma, eða klukkan tvö í nótt að íslenskum tíma. Mark Zuckerberg, stofnandi og stærsti eigandi Facebook, ritar færslu um lokunina á Facebook-síðu sína í morgun en Facebook keypti WhatsApp í fyrra á 19 milljarða dollara, eða um 2.300 milljarða íslenskra króna. Í færslu sinni segir Zuckerberg að Facebook vinni nú hörðum höndum að fá úrskurði dómarans um lokun WhatsApp hnekkt en bendir Brasilíumönnum á að enn sé hægt að nota Facebook Messenger. „Þetta er sorgardagur fyrir Brasilíu. Þar til nú hafa yfirvöld í Brasilíu verið talsmenn þess að hafa internetið opið. Þá hafa Brasilíumenn alltaf verið ötulir í því að tjá skoðanir sínar á netinu,“ segir Zuckerberg.Tonight, a Brazilian judge blocked WhatsApp for more than 100 million people who rely on it in her country.We are...Posted by Mark Zuckerberg on Thursday, 17 December 2015Í umfjöllun The Verge um málið kemur fram að brasilísk símafyrirtæki hafi löngum reynt að stöðva gríðarlegan vöxt WhatsApp í landinu þar sem hægt er að hringja ókeypis í gegnum forritið. Þetta telja símafyrirtækin ólöglegt og hafa líkt WhatsApp við sjóræningjastarfsemi. Fyrirtækin hafa hins vegar ekki haft erindi sem erfiði við að koma böndum á WhatsApp þar til með lokuninni nú.
Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira