Leggja til að fækka ríkisstofnunum úr 188 í 70 Sæunn Gísladóttir skrifar 17. desember 2015 07:00 Meðal stofnana sem Viðskiptaráð Íslands vill leggja niður er Íbúðalánasjóður. Ísland er örríki í alþjóðlegum samanburði. Kostnaður af því að halda úti stofnanakerfi sem jafnast á við mun fjölmennari þjóðir er gríðarlegur, því leggur Viðskiptaráð Íslands til að fækka ríkisstofnunum úr 188 í 70. Þetta kemur fram í nýrri skoðun Viðskiptaráðs, Sníðum stakk eftir vexti, 30 tillögur að fækkun ríkisstofnana. „Það sem við erum að benda á er að í fámennari ríkjum er kostnaðurinn meiri við flókið stofnanakerfi,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs. „Við erum ekki að leggja til að kjarnastarfsemi þessara stofnana verði minnkuð, við erum að leggja til að draga úr kostnaði meðal annars vegna stjórnunarkostnaðar og stoðþjónustu. Sá kostnaður dregur úr getu þessara stofnana til að sinna hlutverkum sínum með fullnægjandi hætti,“ segir Björn Brynjúlfur. Viðskiptaráð telur að engin efnisleg rök standi í vegi fyrir einföldun stofnanakerfisins, reynsla af sameiningum hafi verið jákvæð. Eftir sameiningu lögregluembætta í upphafi árs 2007 hafi þjónustan batnað; hlutfall upplýstra mála jókst um 29 prósent, eignaspjöllum fækkaði um 40 prósent og ánægja með störf lögreglunnar jókst um fimm prósent.Björn Brynjúlfur BjörnssonHinar þrjátíu tillögur Viðskiptaráðsins skiptast í fjórar tegundir fækkana: samrekstur, faglega sameiningu, hreina sameiningu og aflagningu starfsemi. Fækka mætti um 68 stofnanir með samrekstri, þá væru stofnanir reknar í sameiningu án þess að starfsstöðvum fækkaði. Ráðið bendir til dæmis á að hægt væri að reka öll söfn á vegum hins opinbera undir safnastofnun. Björn Brynjúlfur telur að tvímælalaust sé vilji til að fækka stofnunum. „Margir hafa talað fyrir því að fækka stofnunum og við viljum vekja athygli á þessu til að því verði fylgt eftir. Viljinn er ekki nóg, það þurfa aðgerðir að fylgja.“ Viðskiptaráð leggur til aflagningu fimm ríkisstofnana, Íbúðalánasjóðs, Umboðsmanns skuldara, ÁTVR, Þróunarsamvinnustofnunar Íslands og Bankasýslu ríkisins. Að mati ráðsins eru stofnanirnar óþarfar. Verkefni þeirra ætti ýmist að leggja niður alfarið eða færa til annarra stofnana eða einkaaðila. Björn Brynjúlfur telur að ekki sé of djúpt tekið í árinni með þessum tillögum, þær byggi flestallar á ítarlegum greiningum sem hafa verið unnar áður. „Við teljum að þær séu raunhæfar. Við teljum að Ísland sem ríki ætti að leitast við að reka sem allra fæstar stofnanir. Vegna kostnaðar og smæðar. Örstofnanir eru illa til þess fallnar að sinna hlutverkum sínum með fullnægjandi hætti.“ Ráðið telur einnig að af nægu sé að taka þegar kemur að sameiningum á sveitarstjórnarstiginu. Það séu meðal annars tækifæri til samrekstrar þegar kemur að leik- og grunnskólakerfinu. „Mikilvægast af öllu er að fækka sveitarfélögunum sjálfum. Þau eru núna 74 og það er í algjöru ósamræmi við önnur Norðurlönd og það sem við þekkjum í öðrum ríkjum, og það er afar óhagkvæmt fyrirkomulag. Sveitarfélögum fækkaði umtalsvert í kringum síðustu aldamót, en undanfarin ár hefur mjög hægt á þeirri þróun. Þess vegna hvetjum við til þess að lagasetningu sé beitt til að tryggja frekari sameiningar, til dæmis með ákvæði um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélagi,“ segir Björn Brynjúlfur. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Ísland er örríki í alþjóðlegum samanburði. Kostnaður af því að halda úti stofnanakerfi sem jafnast á við mun fjölmennari þjóðir er gríðarlegur, því leggur Viðskiptaráð Íslands til að fækka ríkisstofnunum úr 188 í 70. Þetta kemur fram í nýrri skoðun Viðskiptaráðs, Sníðum stakk eftir vexti, 30 tillögur að fækkun ríkisstofnana. „Það sem við erum að benda á er að í fámennari ríkjum er kostnaðurinn meiri við flókið stofnanakerfi,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs. „Við erum ekki að leggja til að kjarnastarfsemi þessara stofnana verði minnkuð, við erum að leggja til að draga úr kostnaði meðal annars vegna stjórnunarkostnaðar og stoðþjónustu. Sá kostnaður dregur úr getu þessara stofnana til að sinna hlutverkum sínum með fullnægjandi hætti,“ segir Björn Brynjúlfur. Viðskiptaráð telur að engin efnisleg rök standi í vegi fyrir einföldun stofnanakerfisins, reynsla af sameiningum hafi verið jákvæð. Eftir sameiningu lögregluembætta í upphafi árs 2007 hafi þjónustan batnað; hlutfall upplýstra mála jókst um 29 prósent, eignaspjöllum fækkaði um 40 prósent og ánægja með störf lögreglunnar jókst um fimm prósent.Björn Brynjúlfur BjörnssonHinar þrjátíu tillögur Viðskiptaráðsins skiptast í fjórar tegundir fækkana: samrekstur, faglega sameiningu, hreina sameiningu og aflagningu starfsemi. Fækka mætti um 68 stofnanir með samrekstri, þá væru stofnanir reknar í sameiningu án þess að starfsstöðvum fækkaði. Ráðið bendir til dæmis á að hægt væri að reka öll söfn á vegum hins opinbera undir safnastofnun. Björn Brynjúlfur telur að tvímælalaust sé vilji til að fækka stofnunum. „Margir hafa talað fyrir því að fækka stofnunum og við viljum vekja athygli á þessu til að því verði fylgt eftir. Viljinn er ekki nóg, það þurfa aðgerðir að fylgja.“ Viðskiptaráð leggur til aflagningu fimm ríkisstofnana, Íbúðalánasjóðs, Umboðsmanns skuldara, ÁTVR, Þróunarsamvinnustofnunar Íslands og Bankasýslu ríkisins. Að mati ráðsins eru stofnanirnar óþarfar. Verkefni þeirra ætti ýmist að leggja niður alfarið eða færa til annarra stofnana eða einkaaðila. Björn Brynjúlfur telur að ekki sé of djúpt tekið í árinni með þessum tillögum, þær byggi flestallar á ítarlegum greiningum sem hafa verið unnar áður. „Við teljum að þær séu raunhæfar. Við teljum að Ísland sem ríki ætti að leitast við að reka sem allra fæstar stofnanir. Vegna kostnaðar og smæðar. Örstofnanir eru illa til þess fallnar að sinna hlutverkum sínum með fullnægjandi hætti.“ Ráðið telur einnig að af nægu sé að taka þegar kemur að sameiningum á sveitarstjórnarstiginu. Það séu meðal annars tækifæri til samrekstrar þegar kemur að leik- og grunnskólakerfinu. „Mikilvægast af öllu er að fækka sveitarfélögunum sjálfum. Þau eru núna 74 og það er í algjöru ósamræmi við önnur Norðurlönd og það sem við þekkjum í öðrum ríkjum, og það er afar óhagkvæmt fyrirkomulag. Sveitarfélögum fækkaði umtalsvert í kringum síðustu aldamót, en undanfarin ár hefur mjög hægt á þeirri þróun. Þess vegna hvetjum við til þess að lagasetningu sé beitt til að tryggja frekari sameiningar, til dæmis með ákvæði um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélagi,“ segir Björn Brynjúlfur.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira