Milljarða kostnaðargreiðslur frá álverunum til móðurfélaganna Aðalsteinn Kjartansson skrifar 17. desember 2015 09:00 Samtals greiddu álverin um 3,6 milljarða króna til móðurfélaga sinna á síðasta ári en tvö álver standa undir stærstum hluta kostnaðarins. Vísir/Ernir Milljarðar króna fara frá íslenskum álverum til móðurfélaga þeirra vegna aðkeyptrar þjónustu og greiðslna fyrir leyfisgjöld og einkaleyfi. Mest greiða álverin í Straumsvík og Fjarðaál en hvor um sig greiða á annan milljarð króna en samtals greiddu álverin um 3,6 milljarða króna til móðurfélaganna á síðasta ári. Norðurál greiðir mun minna og ólíkt hinum tveimur greiðir félagið ekki leyfisgjöld til móðufélagsins.Norðurál á Grundartanga, greiðir minnst af álverunum þremur.Vísir/ValliGreiða fyrir sérfræðiþekkinguAlcoa Fjarðaál greiddi móðurfélagi sínu Alcoa 12,5 milljónir dollara, eða jafnvirði 1,6 milljarð króna. Innifalið í þeim kostnaði eru rannsóknar- og þróunarvinna, tæknileg aðstoð, tölvu- og fjármálaþjónusta, tryggingar, leyfisgjöld og stjórnunarkostnaður. „Hátæknilegt framleiðslufyrirtæki af þeirri stærðargráðu sem Alcoa Fjarðaál er, nýtur góðs af sameiginlegri þjónustu og sérfræðiþekkingu sem móðurfélagið veitir ásamt öðrum dótturfyrirtækjum og þjónustuaðilum,“ segir í svari Dagmar Ýr Stefánsdóttur, upplýsingafulltrúa álversins. „Fjarðaál þarf að greiða fyrir þessa þjónustu líkt og önnur fyrirtæki innan Alcoa.“Rio Tinto fékk tæpa tvo milljarða frá Rio Tinto Alcan á síðasta ári.Vísir/GVAEkki nýtt fyrirkomulag hjá Rio TintoVísir hefur áður fjallað um tæplega tveggja milljarða greiðslur Rio Tinto Alcan til móðurfélagsins Rio Tinto vegna ýmissa hluta. Greiðslur að jafnvirði 1,7 milljarðs króna, eða 13,1 milljón dollara, fóru úr Straumsvík til móðurfélagsins í Sviss á síðasta ári. Samkvæmt svari Ólafs Teits Guðnasonar, upplýsingafulltrúa álversins í Straumsvík, var greiðslan fyrir tæknilega þjónustu, sameiginlega stýringu og ábyrgðargjald vegna móðurfélagsábyrgðar sem er í gildi. Til viðbótar kaupir álverið súrál í gegnum móðurfélagið en Ólafur segir enga þóknun greidda fyrir það. Ólafur segir að fyrirkomulagið ekki nýtt af nálinni og hafi samskonar fyrirkomulag verið í gangi hjá fyrri eiganda álversins, en Rio Tinto keypti það árið 2007.Alcoa greiðir Alcoa meðal annars fyrir fjármálaþjónustu og tryggingar.Eiríkur KristóferssonMinnst greitt á GrundartangaÞriðja álverið á Íslandi, Norðurál á Grundartanga, greiðir minnst í kostnað til móðurfélags síns. Samkvæmt svari Sólveigar Kr. Bergmann, upplýsingafulltrúa álversins, borgaði Norðurál móðurfélagi sínu Century Aluminium tæpar tvær milljónir dollara á síðasta ári en seldi félaginu þjónustu fyrir 260 þúsund dollara á móti. Nettó greiðslur Norðuráls til móðurfélagsins voru 1,7 milljónir dollara, jafnvirði 228 milljóna króna. Það er mun minna en hin álverin tvö greiða til móðurfélagsins. „Þessi kostnaður tengist fyrst og fremst hlutdeild í hugbúnaðarleyfum og rekstri tölvukerfa, tiltekinna trygginga, sem og lögfræðiráðgjöf, sem af hagkvæmnisástæðum eru keypt inn sameiginlega,“ segir Sólveig um greiðslur álversins. „Það eru engar greiðslur fyrir leyfisgjöld og einkaleyfi.“Uppfært klukkan 11.56 þar sem skilja mátti fréttina sem svo að Norðurál greiddi leyfisgjöld til móðurfélagsins. Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Milljarðar króna fara frá íslenskum álverum til móðurfélaga þeirra vegna aðkeyptrar þjónustu og greiðslna fyrir leyfisgjöld og einkaleyfi. Mest greiða álverin í Straumsvík og Fjarðaál en hvor um sig greiða á annan milljarð króna en samtals greiddu álverin um 3,6 milljarða króna til móðurfélaganna á síðasta ári. Norðurál greiðir mun minna og ólíkt hinum tveimur greiðir félagið ekki leyfisgjöld til móðufélagsins.Norðurál á Grundartanga, greiðir minnst af álverunum þremur.Vísir/ValliGreiða fyrir sérfræðiþekkinguAlcoa Fjarðaál greiddi móðurfélagi sínu Alcoa 12,5 milljónir dollara, eða jafnvirði 1,6 milljarð króna. Innifalið í þeim kostnaði eru rannsóknar- og þróunarvinna, tæknileg aðstoð, tölvu- og fjármálaþjónusta, tryggingar, leyfisgjöld og stjórnunarkostnaður. „Hátæknilegt framleiðslufyrirtæki af þeirri stærðargráðu sem Alcoa Fjarðaál er, nýtur góðs af sameiginlegri þjónustu og sérfræðiþekkingu sem móðurfélagið veitir ásamt öðrum dótturfyrirtækjum og þjónustuaðilum,“ segir í svari Dagmar Ýr Stefánsdóttur, upplýsingafulltrúa álversins. „Fjarðaál þarf að greiða fyrir þessa þjónustu líkt og önnur fyrirtæki innan Alcoa.“Rio Tinto fékk tæpa tvo milljarða frá Rio Tinto Alcan á síðasta ári.Vísir/GVAEkki nýtt fyrirkomulag hjá Rio TintoVísir hefur áður fjallað um tæplega tveggja milljarða greiðslur Rio Tinto Alcan til móðurfélagsins Rio Tinto vegna ýmissa hluta. Greiðslur að jafnvirði 1,7 milljarðs króna, eða 13,1 milljón dollara, fóru úr Straumsvík til móðurfélagsins í Sviss á síðasta ári. Samkvæmt svari Ólafs Teits Guðnasonar, upplýsingafulltrúa álversins í Straumsvík, var greiðslan fyrir tæknilega þjónustu, sameiginlega stýringu og ábyrgðargjald vegna móðurfélagsábyrgðar sem er í gildi. Til viðbótar kaupir álverið súrál í gegnum móðurfélagið en Ólafur segir enga þóknun greidda fyrir það. Ólafur segir að fyrirkomulagið ekki nýtt af nálinni og hafi samskonar fyrirkomulag verið í gangi hjá fyrri eiganda álversins, en Rio Tinto keypti það árið 2007.Alcoa greiðir Alcoa meðal annars fyrir fjármálaþjónustu og tryggingar.Eiríkur KristóferssonMinnst greitt á GrundartangaÞriðja álverið á Íslandi, Norðurál á Grundartanga, greiðir minnst í kostnað til móðurfélags síns. Samkvæmt svari Sólveigar Kr. Bergmann, upplýsingafulltrúa álversins, borgaði Norðurál móðurfélagi sínu Century Aluminium tæpar tvær milljónir dollara á síðasta ári en seldi félaginu þjónustu fyrir 260 þúsund dollara á móti. Nettó greiðslur Norðuráls til móðurfélagsins voru 1,7 milljónir dollara, jafnvirði 228 milljóna króna. Það er mun minna en hin álverin tvö greiða til móðurfélagsins. „Þessi kostnaður tengist fyrst og fremst hlutdeild í hugbúnaðarleyfum og rekstri tölvukerfa, tiltekinna trygginga, sem og lögfræðiráðgjöf, sem af hagkvæmnisástæðum eru keypt inn sameiginlega,“ segir Sólveig um greiðslur álversins. „Það eru engar greiðslur fyrir leyfisgjöld og einkaleyfi.“Uppfært klukkan 11.56 þar sem skilja mátti fréttina sem svo að Norðurál greiddi leyfisgjöld til móðurfélagsins.
Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira