Varasamt að hreykja sér Orri Vigfússon skrifar 17. desember 2015 07:00 Raforkustefna Íslendinga hefur hingað til miðast við að lágmarka neikvæð áhrif af stíflum og öðrum raforkumannvirkjum. Kappkostað hefur verið að virkja eins ofarlega í ánum og mögulegt er, helst í jökulám á borð við Þjórsá, Blöndu og Jökulsá á Dal, og takmarka þannig áhrif á gönguleiðir fiska. Eigi áfram að framleiða græna og endurnýjanlega orku á Íslandi þarf að fara varlega og ganga ekki of nærri óspilltri náttúru, sem er okkar verðmætasta auðlind. Á loftslagsráðstefnunni í París komu fram nýjar upplýsingar um þann skaða sem vatnsaflsstíflur valda á lífríkinu. Þar bar hæst tjón á fiskstofnum vegna búsvæðamissis, rennslisbreytinga og setefnisflutninga. Sagt var frá því að rennslisbreytingar af manna völdum hafi haft mun alvarlegri áhrif en áður var talið. Í París var því lögð höfuðáhersla á að lífríkið yrði undantekningalaust kannað í þaula og umhverfisáhrif metin áður en verkfræðingar fengju að hlutast til um mannvirkjagerð í straumvötnum. Þótt okkur finnist að bærilega hafi til tekist í raforkumálum Íslendinga til þessa er vafasamt að hreykja sér um of af árangrinum og leggja til að slakað verði á umhverfiskröfum á næstu árum og áratugum. Mikilvægara er að huga betur að þeim vísbendingum sem komið hafa fram að undanförnu um að hin varkára stefna fyrri áratuga gagnvart lífríkinu hafi jafnvel ekki dugað til að koma í veg fyrir alvarleg umhverfisspjöll. Mögulega hefur stíflun jökulfljóta til dæmis spillt lífríki sjávar og þar með hrygningarstöðvum nytjafiska sem njóta góðs af framburði fljótanna – sem nú safnast fyrir í uppistöðulónum. Þau rök eru léttvæg að við mengum aðeins minna en mestu umhverfissóðar heimsins, sem verma botnsætin þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda. Okkur ber engin siðferðisleg skylda til að setjast sjálf í botnsætið til þess eins að losa aðra við að sitja þar. Höfuðmarkmið okkar í umhverfismálum á Íslandi á að vera að vernda náttúruna. Þar vegur þyngst að ganga ekki á sjálfbæra fiskstofna, stilla orkuframleiðslu í hóf eftir þörfum þjóðarinnar og hugsa í því tilliti til komandi kynslóða með því að standa vörð um græna og umhverfisvæna ímynd landsins. Aðeins þannig getum við orðið öðrum góð fyrirmynd um þá ábyrgu afstöðu í loftslagsmálum sem heimsbyggðin kallar nú eftir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Raforkustefna Íslendinga hefur hingað til miðast við að lágmarka neikvæð áhrif af stíflum og öðrum raforkumannvirkjum. Kappkostað hefur verið að virkja eins ofarlega í ánum og mögulegt er, helst í jökulám á borð við Þjórsá, Blöndu og Jökulsá á Dal, og takmarka þannig áhrif á gönguleiðir fiska. Eigi áfram að framleiða græna og endurnýjanlega orku á Íslandi þarf að fara varlega og ganga ekki of nærri óspilltri náttúru, sem er okkar verðmætasta auðlind. Á loftslagsráðstefnunni í París komu fram nýjar upplýsingar um þann skaða sem vatnsaflsstíflur valda á lífríkinu. Þar bar hæst tjón á fiskstofnum vegna búsvæðamissis, rennslisbreytinga og setefnisflutninga. Sagt var frá því að rennslisbreytingar af manna völdum hafi haft mun alvarlegri áhrif en áður var talið. Í París var því lögð höfuðáhersla á að lífríkið yrði undantekningalaust kannað í þaula og umhverfisáhrif metin áður en verkfræðingar fengju að hlutast til um mannvirkjagerð í straumvötnum. Þótt okkur finnist að bærilega hafi til tekist í raforkumálum Íslendinga til þessa er vafasamt að hreykja sér um of af árangrinum og leggja til að slakað verði á umhverfiskröfum á næstu árum og áratugum. Mikilvægara er að huga betur að þeim vísbendingum sem komið hafa fram að undanförnu um að hin varkára stefna fyrri áratuga gagnvart lífríkinu hafi jafnvel ekki dugað til að koma í veg fyrir alvarleg umhverfisspjöll. Mögulega hefur stíflun jökulfljóta til dæmis spillt lífríki sjávar og þar með hrygningarstöðvum nytjafiska sem njóta góðs af framburði fljótanna – sem nú safnast fyrir í uppistöðulónum. Þau rök eru léttvæg að við mengum aðeins minna en mestu umhverfissóðar heimsins, sem verma botnsætin þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda. Okkur ber engin siðferðisleg skylda til að setjast sjálf í botnsætið til þess eins að losa aðra við að sitja þar. Höfuðmarkmið okkar í umhverfismálum á Íslandi á að vera að vernda náttúruna. Þar vegur þyngst að ganga ekki á sjálfbæra fiskstofna, stilla orkuframleiðslu í hóf eftir þörfum þjóðarinnar og hugsa í því tilliti til komandi kynslóða með því að standa vörð um græna og umhverfisvæna ímynd landsins. Aðeins þannig getum við orðið öðrum góð fyrirmynd um þá ábyrgu afstöðu í loftslagsmálum sem heimsbyggðin kallar nú eftir.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun