Ole Gunnar Solskjær staddur á Íslandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. júlí 2015 20:42 Ole Gunnar Solskjær kvaddi Manchester United sem Englandsmeistari í byrjun tímabilsins 2007. vísir/getty Rey Cup, hið alþjóðlega barna- og unglingamót sem haldið er á ári hverju í Laugardalnum, var sett í kvöld með pomp og prakt. Að þessu sinni taka 88 lið þátt í mótinu en keppendur eru 1.250 og verða leiknir yfir 270 leikir á sjö völlum frá átta á morgnanna til sjö á kvöldin. Í gegnum tíðina hafa mörg erlend félög sótt Rey Cup og á því er engin breyting núna. Eitt liðanna sem spilar í Laugardalnum er norska liðið Kristiansund. Með því spilar Noah Solskjær, eldri sonur Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi framherja Manchester United á Englandi. Solskjær er frá Kristiansund og flutti hann aftur heim eftir að hann var rekinn frá Cardiff á síðasta ári. Noah þykir nokkuð efnilegur knattspyrnumaður. Ole Gunnar Solskjær er mættur til Íslands, samkvæmt heimildum Vísis, og mun fylgjast með syni sínum keppa á Rey Cup í vikunni. Keppni hefst á morgun.Sir Alex Ferguson færir Ole Gunnar Solskjær minnisvarða um stundina ótrúlegu á Nývangi.vísir/gettyHetjan í Barcelona Ole Gunnar Solskjær er 42 ára gamall, en hann gekk í raðir Manchester United frá Molde árið 1996. Hann skoraði 91 deildarmark í 235 leikjum frá 1996-2007, en Norðmaðurinn glímdi við mikið af meiðslum. Hann var álitinn einn besti varamaður heims, en Solskjær var afskaplega góður í því að koma inn af bekknum og skora. Þrennutímabilið 1998-1999 skoraði hann fjögur mörk eftir að hann kom inn á í seinni hálfleik gegn Nottingham Forest í leik sem lauk með 8-1 sigri United. Sama tímabil stimplaði hann sig í sögubækur Manchester United um alla eilífð þegar hann skoraði sigurmarkið í Meistaradeildinni gegn Bayern München á Nývangi í uppbótartíma eftir að Teddy Sheringham jafnaði metin skömmu áður. Hann varð sex sinnum Englandsmeistari með Manchester United og bikarmeistari í tvígang. Solskjær lagði skóna á hilluna sem meistari árið 2007 og gerðist þjálfari hjá yngri liðum United. Hann tók við Molde árið 2011 og gerði liðið að meisturum tvö ár í röð áður en hann var ráðinn sem knattspyrnustjóri Cardiff í ensku úrvalsdeildinni. Norðmaðurinn var rekinn þaðan 2014 og hefur hann verið atvinnulaus síðan. Íslenski boltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Rey Cup, hið alþjóðlega barna- og unglingamót sem haldið er á ári hverju í Laugardalnum, var sett í kvöld með pomp og prakt. Að þessu sinni taka 88 lið þátt í mótinu en keppendur eru 1.250 og verða leiknir yfir 270 leikir á sjö völlum frá átta á morgnanna til sjö á kvöldin. Í gegnum tíðina hafa mörg erlend félög sótt Rey Cup og á því er engin breyting núna. Eitt liðanna sem spilar í Laugardalnum er norska liðið Kristiansund. Með því spilar Noah Solskjær, eldri sonur Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi framherja Manchester United á Englandi. Solskjær er frá Kristiansund og flutti hann aftur heim eftir að hann var rekinn frá Cardiff á síðasta ári. Noah þykir nokkuð efnilegur knattspyrnumaður. Ole Gunnar Solskjær er mættur til Íslands, samkvæmt heimildum Vísis, og mun fylgjast með syni sínum keppa á Rey Cup í vikunni. Keppni hefst á morgun.Sir Alex Ferguson færir Ole Gunnar Solskjær minnisvarða um stundina ótrúlegu á Nývangi.vísir/gettyHetjan í Barcelona Ole Gunnar Solskjær er 42 ára gamall, en hann gekk í raðir Manchester United frá Molde árið 1996. Hann skoraði 91 deildarmark í 235 leikjum frá 1996-2007, en Norðmaðurinn glímdi við mikið af meiðslum. Hann var álitinn einn besti varamaður heims, en Solskjær var afskaplega góður í því að koma inn af bekknum og skora. Þrennutímabilið 1998-1999 skoraði hann fjögur mörk eftir að hann kom inn á í seinni hálfleik gegn Nottingham Forest í leik sem lauk með 8-1 sigri United. Sama tímabil stimplaði hann sig í sögubækur Manchester United um alla eilífð þegar hann skoraði sigurmarkið í Meistaradeildinni gegn Bayern München á Nývangi í uppbótartíma eftir að Teddy Sheringham jafnaði metin skömmu áður. Hann varð sex sinnum Englandsmeistari með Manchester United og bikarmeistari í tvígang. Solskjær lagði skóna á hilluna sem meistari árið 2007 og gerðist þjálfari hjá yngri liðum United. Hann tók við Molde árið 2011 og gerði liðið að meisturum tvö ár í röð áður en hann var ráðinn sem knattspyrnustjóri Cardiff í ensku úrvalsdeildinni. Norðmaðurinn var rekinn þaðan 2014 og hefur hann verið atvinnulaus síðan.
Íslenski boltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira