Sameinast gegn hatri og fordómum í Útey Heimir Már Pétursson skrifar 22. júlí 2015 19:12 Í dag var opnuð fræðslumiðstöð í Osló um voðaverkin í borginni og í Útey þegar sjötíu og sjö manns voru myrtir þennan dag fyrir fjórum árum. Forsætisráðherra Noregs segir miðstöðinni ætlað að vinna gegn hatri, ofbeldi og hryðjuverkum. Forseti evrópuráðsins vill að dagurinn verði alþjóðlegur dagur gegn hatursglæpum. Norðmenn vöknuðu upp við vondan draum hinn 22. júlí fyrir fjórum árum þegar mestu hryðjuverk í sögu Norðurlanda á friðartímum voru framin. Átta manns féllu í sprengjutilræði Anders Breivik á stjórnarráðsbyggingar í Osló og síðar um daginn skaut hann 69 manns til bana í Útey, aðallega ungt fólk í ungliðahreyfingu jafnaðarmanna, sem hann lagði sérstakt hatur á. Erna Sólberg, forsætisráðherra Noregs, sagði við minningarathöfn við stjórnarráðið í dag að enginn nema þeir sem misst hefðu börnin sín, systkini eða nána vini skildi hvað ættingjar hinna látnu hefðu mátt þola. „Hér á eftir opnum við „22. júlí-miðstöðina.“ Þar er með raunsönnum hætti sögð sagan af því hvað gerðist þennan dag árið 2011. Í sérherbergi í miðstöðinni eru þau sem misstu líf sitt heiðruð. Miðstöðin mun dreifa vitneskju til að hjálpa okkur við að vinna gegn hatri, ofbeldi og hryðjuverkum,“ sagði Solberg. Anne Brasseur, forseti þingmannahóps Evrópuráðsins, ávarpaði einnig samkomuna í Osló í dag. Hún sagði að þau hryðjuverk sem framin hefðu verið frá hryðjuverkunum í Osló sýndu hvers konar voðaverk mannskepnan gæti framið. „Fyrir hönd þingmannahóps Evrópuráðsins lýsi ég yfir einörðum stuðningi við það að 22. júlí verði Evrópudagur tileinkaður fórnarlömbum hatursglæpa. Til að sýna samstöðu okkar með öllum þeim sem hafa mátt þola hatursglæpi. Einnig til að kynna sameiginlegt átak okkar gegn hatri og skorti á umburðarlindi,“ sagði Brasseur. Minningarathöfn var einnig haldin í Útey þar sem hinna látnu var minnst með einnar mínútu þögn. Solberg forsætisráðherra var við athöfnina ásamt Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, sem var forsætisráðherra þegar hryðjuverkin voru framin. „Það er enginn fæddur til að hata. Hatur er búið til af manninum. Við getum ekki leitt hatur og kynþáttahatur,“ sagði Mani Hussaini, formaður ungra jafnaðarmanna, meðal annars við athöfnina. Jonas Gahr Störe, formaður Verkamannaflokksins, sagði sárt að koma til Úteyjar en það væri líka gott að koma saman og minnast hinna látnu. „Eins og Mani sagði svo réttilega hér á undan þá er það ekki rétt að tíminn lækni öll sár. En tíminn gerir eitthvað fyrir okkur. Við getum valið að velja okkur leið til vonar saman. Með sársaukanum getum við líka leitað þeirra augnablika sem fela í sér ljúfar minningar sem hjálpa og hugga,“ sagði Jonas Gahr Störe í Útey í dag. Hryðjuverk í Útey Noregur Tengdar fréttir Støre segir árás Breiviks eina af orsökum stjórnarskipta "Kjósendur vildu leggja 22. júlí að baki sér,“ segir Jonas Gahr Støre í nýrri bók sinni sem kom út í dag. 26. ágúst 2014 13:24 Traustið til hvers annars er mesti styrkleiki Norðmanna Forsætisráðherra Noregs hvatti alla til að taka afstöðu gegn öfgastefnu þegar hún ávarpaði þjóð sína í tilefni að því að þrjú ár eru liðin frá voðaverkunum í Útey. 22. júlí 2014 10:20 Fyrstu sumarbúðirnar eftir fjöldamorðin á Úteyju Ungliðahreyfing norska Verkamannaflokksins heldur þessa dagana fyrstu sumarbúðir sínar frá því fjöldamorðin voru framin á Úteyju sumarið 2011. 5. júlí 2013 14:36 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Í dag var opnuð fræðslumiðstöð í Osló um voðaverkin í borginni og í Útey þegar sjötíu og sjö manns voru myrtir þennan dag fyrir fjórum árum. Forsætisráðherra Noregs segir miðstöðinni ætlað að vinna gegn hatri, ofbeldi og hryðjuverkum. Forseti evrópuráðsins vill að dagurinn verði alþjóðlegur dagur gegn hatursglæpum. Norðmenn vöknuðu upp við vondan draum hinn 22. júlí fyrir fjórum árum þegar mestu hryðjuverk í sögu Norðurlanda á friðartímum voru framin. Átta manns féllu í sprengjutilræði Anders Breivik á stjórnarráðsbyggingar í Osló og síðar um daginn skaut hann 69 manns til bana í Útey, aðallega ungt fólk í ungliðahreyfingu jafnaðarmanna, sem hann lagði sérstakt hatur á. Erna Sólberg, forsætisráðherra Noregs, sagði við minningarathöfn við stjórnarráðið í dag að enginn nema þeir sem misst hefðu börnin sín, systkini eða nána vini skildi hvað ættingjar hinna látnu hefðu mátt þola. „Hér á eftir opnum við „22. júlí-miðstöðina.“ Þar er með raunsönnum hætti sögð sagan af því hvað gerðist þennan dag árið 2011. Í sérherbergi í miðstöðinni eru þau sem misstu líf sitt heiðruð. Miðstöðin mun dreifa vitneskju til að hjálpa okkur við að vinna gegn hatri, ofbeldi og hryðjuverkum,“ sagði Solberg. Anne Brasseur, forseti þingmannahóps Evrópuráðsins, ávarpaði einnig samkomuna í Osló í dag. Hún sagði að þau hryðjuverk sem framin hefðu verið frá hryðjuverkunum í Osló sýndu hvers konar voðaverk mannskepnan gæti framið. „Fyrir hönd þingmannahóps Evrópuráðsins lýsi ég yfir einörðum stuðningi við það að 22. júlí verði Evrópudagur tileinkaður fórnarlömbum hatursglæpa. Til að sýna samstöðu okkar með öllum þeim sem hafa mátt þola hatursglæpi. Einnig til að kynna sameiginlegt átak okkar gegn hatri og skorti á umburðarlindi,“ sagði Brasseur. Minningarathöfn var einnig haldin í Útey þar sem hinna látnu var minnst með einnar mínútu þögn. Solberg forsætisráðherra var við athöfnina ásamt Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, sem var forsætisráðherra þegar hryðjuverkin voru framin. „Það er enginn fæddur til að hata. Hatur er búið til af manninum. Við getum ekki leitt hatur og kynþáttahatur,“ sagði Mani Hussaini, formaður ungra jafnaðarmanna, meðal annars við athöfnina. Jonas Gahr Störe, formaður Verkamannaflokksins, sagði sárt að koma til Úteyjar en það væri líka gott að koma saman og minnast hinna látnu. „Eins og Mani sagði svo réttilega hér á undan þá er það ekki rétt að tíminn lækni öll sár. En tíminn gerir eitthvað fyrir okkur. Við getum valið að velja okkur leið til vonar saman. Með sársaukanum getum við líka leitað þeirra augnablika sem fela í sér ljúfar minningar sem hjálpa og hugga,“ sagði Jonas Gahr Störe í Útey í dag.
Hryðjuverk í Útey Noregur Tengdar fréttir Støre segir árás Breiviks eina af orsökum stjórnarskipta "Kjósendur vildu leggja 22. júlí að baki sér,“ segir Jonas Gahr Støre í nýrri bók sinni sem kom út í dag. 26. ágúst 2014 13:24 Traustið til hvers annars er mesti styrkleiki Norðmanna Forsætisráðherra Noregs hvatti alla til að taka afstöðu gegn öfgastefnu þegar hún ávarpaði þjóð sína í tilefni að því að þrjú ár eru liðin frá voðaverkunum í Útey. 22. júlí 2014 10:20 Fyrstu sumarbúðirnar eftir fjöldamorðin á Úteyju Ungliðahreyfing norska Verkamannaflokksins heldur þessa dagana fyrstu sumarbúðir sínar frá því fjöldamorðin voru framin á Úteyju sumarið 2011. 5. júlí 2013 14:36 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Støre segir árás Breiviks eina af orsökum stjórnarskipta "Kjósendur vildu leggja 22. júlí að baki sér,“ segir Jonas Gahr Støre í nýrri bók sinni sem kom út í dag. 26. ágúst 2014 13:24
Traustið til hvers annars er mesti styrkleiki Norðmanna Forsætisráðherra Noregs hvatti alla til að taka afstöðu gegn öfgastefnu þegar hún ávarpaði þjóð sína í tilefni að því að þrjú ár eru liðin frá voðaverkunum í Útey. 22. júlí 2014 10:20
Fyrstu sumarbúðirnar eftir fjöldamorðin á Úteyju Ungliðahreyfing norska Verkamannaflokksins heldur þessa dagana fyrstu sumarbúðir sínar frá því fjöldamorðin voru framin á Úteyju sumarið 2011. 5. júlí 2013 14:36
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent