Sjúkraþjálfarar og samkeppnin Unnur Pétursdóttir skrifar 22. júlí 2015 16:17 Nokkuð hefur verið rætt um möguleika þess að auka samkeppni í heilbrigðisþjónustu í þeim tilgangi að þrýsta á um samkeppnishæf laun til handa háskólamenntuðum starfsstéttum á Landspítalanum. Sjúkraþjálfarar eru ein þeirra stétta sem starfa á Landspítalanum. Störf þeirra fara ekki hátt en eru mikilvægur hlekkur í langri keðju verka sem þarf að vinna svo árangur náist af meðferð sjúklinga. Störf sjúkraþjálfara á bráðasjúkrahúsi krefjast mikillar sérhæfingar. Rétt um 15% sjúkraþjálfara landsins starfa á Landspítalanum. Sjúkraþjálfarar hafa allt frá árinu 1973 haft verktakasamning við Sjúkratryggingar Íslands auk þess sem stór hluti starfar á öldrunarheimilum, hjá íþróttafélögum, stoðtækjafyrirtækjum og víðar. Þar með er veruleg samkeppni um starfskrafta sjúkraþjálfara sem ætti, samkvæmt umræðunni, að endurspeglast í samkeppnishæfum launum sjúkraþjálfara starfandi á Landspítalanum. En er það svo? Napur raunveruleikinn er sá að á Landspítalanum, flaggskipi íslenskrar heilbrigðisþjónustu, háskólasjúkrahúsi landsins, starfa sjúkraþjálfarar eftir daprasta samningi sjúkraþjálfara og svo hefur verið um árabil. Samkeppnin er fólgin í því að ungir og upprennandi sjúkraþjálfarar koma inn með áhuga og eldmóði, fá nokkra launaseðla og svolitla starfsreynslu og hverfa svo á braut. Öflugur hópur reyndra sjúkraþjálfara með mikla sérhæfingu halda starfsemi endurhæfingar uppi á launum sem eru skammarleg. Starfsaldur þeirra er orðinn hár og innan fárra ára fara þeir fyrstu að fara á eftirlaun. Hverjir fást til að taka við þekkingu þeirra og reynslu? Samkeppni hefur ekki verið töfralausn að bættum kjörum sjúkraþjálfara á Landspítalanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Unnur Pétursdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nokkuð hefur verið rætt um möguleika þess að auka samkeppni í heilbrigðisþjónustu í þeim tilgangi að þrýsta á um samkeppnishæf laun til handa háskólamenntuðum starfsstéttum á Landspítalanum. Sjúkraþjálfarar eru ein þeirra stétta sem starfa á Landspítalanum. Störf þeirra fara ekki hátt en eru mikilvægur hlekkur í langri keðju verka sem þarf að vinna svo árangur náist af meðferð sjúklinga. Störf sjúkraþjálfara á bráðasjúkrahúsi krefjast mikillar sérhæfingar. Rétt um 15% sjúkraþjálfara landsins starfa á Landspítalanum. Sjúkraþjálfarar hafa allt frá árinu 1973 haft verktakasamning við Sjúkratryggingar Íslands auk þess sem stór hluti starfar á öldrunarheimilum, hjá íþróttafélögum, stoðtækjafyrirtækjum og víðar. Þar með er veruleg samkeppni um starfskrafta sjúkraþjálfara sem ætti, samkvæmt umræðunni, að endurspeglast í samkeppnishæfum launum sjúkraþjálfara starfandi á Landspítalanum. En er það svo? Napur raunveruleikinn er sá að á Landspítalanum, flaggskipi íslenskrar heilbrigðisþjónustu, háskólasjúkrahúsi landsins, starfa sjúkraþjálfarar eftir daprasta samningi sjúkraþjálfara og svo hefur verið um árabil. Samkeppnin er fólgin í því að ungir og upprennandi sjúkraþjálfarar koma inn með áhuga og eldmóði, fá nokkra launaseðla og svolitla starfsreynslu og hverfa svo á braut. Öflugur hópur reyndra sjúkraþjálfara með mikla sérhæfingu halda starfsemi endurhæfingar uppi á launum sem eru skammarleg. Starfsaldur þeirra er orðinn hár og innan fárra ára fara þeir fyrstu að fara á eftirlaun. Hverjir fást til að taka við þekkingu þeirra og reynslu? Samkeppni hefur ekki verið töfralausn að bættum kjörum sjúkraþjálfara á Landspítalanum.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar