Lífið

Er þetta falda perlan í miðbænum?

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Mynd/Fasteignaljósmyndun.is
Gestum og gangandi býðst að líta á eina af földu perlum Reykjavíkur á morgun á opnu húsi á Bjarkargötu 10b.

Húsið er reist árið 1955 en hefur verið mikið uppgert síðan sem hið lágreista hús í hjarta borgarinnar kann ekki að bera með sér við fyrstu sýn.

Það er tveggja herbergja, um 78 fermetrar að stærð með einu baðherbergi.  Húsið hefur verið sett á sölu og er uppsett verð 39.900.000 krónur.

Allar nánari upplýsingar um eignina má nálgast á fasteignavef Vísis og áhugasamir geta sem fyrr segir kíkt á opið hús á morgun milli klukkan 17 og 17:30.

Hér að ofan má sjá myndir frá Bjarkargötu 10b sem allar eru fangaðar af Fasteignaljósmyndun.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×