Menning

Alþjóðlegt orgelsumar

Magnús Guðmundsson skrifar
Pamela de Sensi flautuleikari.
Pamela de Sensi flautuleikari. Visir/Anton
Steingrímur Þórhallsson, organisti Neskirkju, verður gestur Alþjóðlegs orgelsumars í Hallgrímskirkju fimmtudaginn 23. júlí nk. en með honum á tónleikunum verður Pamela de Sensi flautuleikari.

Efnisskrá tónleikanna gefur góða mynd af þeim fjölmörgu eiginleikum sem stóra Klais-orgelið býr yfir en Steingrímur mun leika Sónötu nr. 2 eftir Mendelsohn og Suite gothique eftir Boëllmann, auk þess sem nýtt verk eftir Steingrím sjálfan, Dialogus, verður frumflutt á tónleikunum.

Dialogus er samið fyrir orgel og flautu og leikur Pamela á fjórar ólíkar flautur í verkinu sem eiga í samtali við hinar fjölmörgu pípur orgelsins. Tónleikarnir hefjast kl. 12 á fimmtudaginn og miðaverð er 2.000 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×