Þungu fargi létt af starfsmönnum Fiskistofu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. maí 2015 15:23 Fulltrúar Fiskistofu hafa mótmælt flutningum harðlega undanfarið ár. Hér eru þeir mættir í ráðuneytið með bréf til ráðherra í desember. vísir/valli „Það er búið að lofa ístertu á föstudaginn kemur,“ segir Björn Jónsson, kampakátur fulltrúi starfsmanna, vegna ákvörðunar Sigurðar Inga Jóhannsson sjávarútvegsráðherra. Starfsmenn á höfuðborgarsvæðinu munu ekki þurfa að fylgja stofunni á Akureyri þangað sem til stendur að flytja höfuðstöðvar stofnunarinnar. Björn, sem er einn nokkurra sem kosnir voru af starfsmönnum til að vera fulltrúar stofnunarinnar í málinu, hélt á fund ráðherra ásamt fiskistofustjóra og fleiri fulltrúum eftir hádegið. Í kjölfarið var fundað með starfsmönnum á skrifstofu stofunnar í Hafnarfirði um hálf þrjú. „Stemningin var fín,“ segir Björn um viðbrögð starfsmanna. Ekki hafi sést tilfinningar á borð við þær sem sjáist á knattspyrnuleikjum en fólk greinilega mjög glatt yfir tíðindunum. „Margir hafa verið í óvissu með störf sín enda með fjölskyldu og börn. Svo er makinn í vinnu líka. Það er búið að létta þungu fargi af þessu fólki,“ segir Björn. Einnig skipti máli að nú verði hægt að stöðva „hrun“ stofnunarinnar. Vísar Björn þar til þess að margir hafi hætt störfum hjá stofnuninni síðan ráðherra gerði ljóst um fyriráætlanir sínar sumarið 2014. Ekki hafi verið hægt að ráða í þeirra stað enda með öllu óljóst hvernig málið yrði til lykta leitt. „Það sem skiptir mestu máli er að ráðherra segir að núverandi starfsmenn sem starfa á höfuðborgarsvæðinu hafi val um starfsstöðu á milli Akureyrar og höfuðborgarsvæðisins,“ segir Björn. Aðspurður hvort hann viti til þess að einhver ætli að flytja norður segir hann ekki hafa heyrt af því. Að frátöldum fiskistofustjóra sem hafi strax gefið út að hann væri spenntur fyrir flutningnum norður í land. Tengdar fréttir Sigurður Ingi dregur í land: Starfsmenn Fiskistofu þurfa ekki að flytja til Akureyrar Ráðherra tilkynnti starfsmönnum Fiskistofu ákvörðun sína með bréfi. 13. maí 2015 15:18 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
„Það er búið að lofa ístertu á föstudaginn kemur,“ segir Björn Jónsson, kampakátur fulltrúi starfsmanna, vegna ákvörðunar Sigurðar Inga Jóhannsson sjávarútvegsráðherra. Starfsmenn á höfuðborgarsvæðinu munu ekki þurfa að fylgja stofunni á Akureyri þangað sem til stendur að flytja höfuðstöðvar stofnunarinnar. Björn, sem er einn nokkurra sem kosnir voru af starfsmönnum til að vera fulltrúar stofnunarinnar í málinu, hélt á fund ráðherra ásamt fiskistofustjóra og fleiri fulltrúum eftir hádegið. Í kjölfarið var fundað með starfsmönnum á skrifstofu stofunnar í Hafnarfirði um hálf þrjú. „Stemningin var fín,“ segir Björn um viðbrögð starfsmanna. Ekki hafi sést tilfinningar á borð við þær sem sjáist á knattspyrnuleikjum en fólk greinilega mjög glatt yfir tíðindunum. „Margir hafa verið í óvissu með störf sín enda með fjölskyldu og börn. Svo er makinn í vinnu líka. Það er búið að létta þungu fargi af þessu fólki,“ segir Björn. Einnig skipti máli að nú verði hægt að stöðva „hrun“ stofnunarinnar. Vísar Björn þar til þess að margir hafi hætt störfum hjá stofnuninni síðan ráðherra gerði ljóst um fyriráætlanir sínar sumarið 2014. Ekki hafi verið hægt að ráða í þeirra stað enda með öllu óljóst hvernig málið yrði til lykta leitt. „Það sem skiptir mestu máli er að ráðherra segir að núverandi starfsmenn sem starfa á höfuðborgarsvæðinu hafi val um starfsstöðu á milli Akureyrar og höfuðborgarsvæðisins,“ segir Björn. Aðspurður hvort hann viti til þess að einhver ætli að flytja norður segir hann ekki hafa heyrt af því. Að frátöldum fiskistofustjóra sem hafi strax gefið út að hann væri spenntur fyrir flutningnum norður í land.
Tengdar fréttir Sigurður Ingi dregur í land: Starfsmenn Fiskistofu þurfa ekki að flytja til Akureyrar Ráðherra tilkynnti starfsmönnum Fiskistofu ákvörðun sína með bréfi. 13. maí 2015 15:18 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Sigurður Ingi dregur í land: Starfsmenn Fiskistofu þurfa ekki að flytja til Akureyrar Ráðherra tilkynnti starfsmönnum Fiskistofu ákvörðun sína með bréfi. 13. maí 2015 15:18