Legið yfir tillögum á öllum vígstöðvum Óli Kristján Ármannsson skrifar 13. maí 2015 07:00 Umtalsverð harka er í kjaradeilum og verkfallsaðgerðir í gangi. Hér mæta Páll Halldórsson og félagar hans í BHM í Félagsdóm um helgina þar sem hluti aðgerða háskólamenntaðra var sleginn af. Fréttablaðið/Ernir kjaramál Fulltrúar nær allra stóru stéttarfélaganna sem í vinnudeilum eiga funduðu með viðsemjendum sínum í Karphúsinu í gær. „Við hittum ríkið og lögðum fram okkar viðbrögð við hluta af því sem það setti fram,“ segir Páll Halldórsson, formaður samninganefndar Bandalags háskólamanna, en í röðum hans félagsmanna eru þeir sem lengst hafa verið í verkfalli, frá 7. apríl. Núna segir Páll að samninganefnd ríkisins fari yfir það sem BHM hafi haft fram að færa, án þess að fara nánar út í hvað fari mönnum á milli við samningaborðið. Hann neitar því þó ekki að enn beri heilmikið í milli deiluaðila. „En viðræður eru í það minnsta í gangi og það er meira en hefur verið hægt að segja um nokkurn tíma. Að því leytinu til eru fréttirnar jákvæðar.“ Páll segir hins vegar ekki í kortunum að lagt verði fram tilboð til allra stéttarfélaga, hvort heldur sem um er að ræða á opinbera eða almenna vinnumarkaðnum. „Það mun ekki leysa þetta starf. Þetta er svo mismunandi að ekki verður búin til nein lausn fyrir almenna og opinbera markaðinn, alla vega ekki fyrir okkur. Ég held að það sé bara of flókið mál.“ Næsti fundur í kjaradeilu BHM og ríkisins segir Páll að sé boðaður á föstudag.Þá virðist hreyfing á viðræðum á almenna markaðnum, þótt að sögn Sigurðar Bessasonar, formanns Eflingar og talsmanns Flóabandalagsins, sé enn talsvert langt í land áður en kjarasamningar nást. Flóabandalagið og VR, ásamt LÍV (Landssambandi íslenzkra verzlunarmanna) funduðu með samninganefnd Samtaka atvinnulífsins (SA) í gærmorgun. Eftir þann fund sagði Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, að hreyfing væri komin á mál. „Það er í sjálfu sér bara ánægjuefni að menn skuli vera sestir niður og taka þessa umræðu en ég held að menn eigi töluvert langt í land áður en menn hafa hér einhvern mótaðan kjarasamning á borðinu. Þetta eru eingöngu fyrstu skref sem menn eru að taka,“ segir Sigurður við fréttastofu í gær. Flóabandalagið leggist nú yfir útreikninga á þeim hugmyndum sem SA hafi haft fram að færa á fundinum. Þar til því sé lokið geti hann lítið tjáð sig um tillögurnar, en næsti fundur í deilunni er árdegis í dag.Drífa Snædal„Það er mjög lítið að frétta,“ sagði svo Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins (SGS), eftir fund samninganefndar með SA síðdegis í gær. „Þetta voru mest vangaveltur og lítið sem hönd á festir.“ Hún segist telja að SA viðri svipaðar hugmyndir við SGS og Flóabandalagið. Ekki hafði verið settur tími fyrir næsta samningafund í deilunni og átti Drífa frekar von á að ríkissáttasemjari myndi boða til hans. Næstu verkfallsaðgerðir SGS eru boðaðar 19. og 20. þessa mánaðar. Verkfall 2016 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sjá meira
kjaramál Fulltrúar nær allra stóru stéttarfélaganna sem í vinnudeilum eiga funduðu með viðsemjendum sínum í Karphúsinu í gær. „Við hittum ríkið og lögðum fram okkar viðbrögð við hluta af því sem það setti fram,“ segir Páll Halldórsson, formaður samninganefndar Bandalags háskólamanna, en í röðum hans félagsmanna eru þeir sem lengst hafa verið í verkfalli, frá 7. apríl. Núna segir Páll að samninganefnd ríkisins fari yfir það sem BHM hafi haft fram að færa, án þess að fara nánar út í hvað fari mönnum á milli við samningaborðið. Hann neitar því þó ekki að enn beri heilmikið í milli deiluaðila. „En viðræður eru í það minnsta í gangi og það er meira en hefur verið hægt að segja um nokkurn tíma. Að því leytinu til eru fréttirnar jákvæðar.“ Páll segir hins vegar ekki í kortunum að lagt verði fram tilboð til allra stéttarfélaga, hvort heldur sem um er að ræða á opinbera eða almenna vinnumarkaðnum. „Það mun ekki leysa þetta starf. Þetta er svo mismunandi að ekki verður búin til nein lausn fyrir almenna og opinbera markaðinn, alla vega ekki fyrir okkur. Ég held að það sé bara of flókið mál.“ Næsti fundur í kjaradeilu BHM og ríkisins segir Páll að sé boðaður á föstudag.Þá virðist hreyfing á viðræðum á almenna markaðnum, þótt að sögn Sigurðar Bessasonar, formanns Eflingar og talsmanns Flóabandalagsins, sé enn talsvert langt í land áður en kjarasamningar nást. Flóabandalagið og VR, ásamt LÍV (Landssambandi íslenzkra verzlunarmanna) funduðu með samninganefnd Samtaka atvinnulífsins (SA) í gærmorgun. Eftir þann fund sagði Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, að hreyfing væri komin á mál. „Það er í sjálfu sér bara ánægjuefni að menn skuli vera sestir niður og taka þessa umræðu en ég held að menn eigi töluvert langt í land áður en menn hafa hér einhvern mótaðan kjarasamning á borðinu. Þetta eru eingöngu fyrstu skref sem menn eru að taka,“ segir Sigurður við fréttastofu í gær. Flóabandalagið leggist nú yfir útreikninga á þeim hugmyndum sem SA hafi haft fram að færa á fundinum. Þar til því sé lokið geti hann lítið tjáð sig um tillögurnar, en næsti fundur í deilunni er árdegis í dag.Drífa Snædal„Það er mjög lítið að frétta,“ sagði svo Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins (SGS), eftir fund samninganefndar með SA síðdegis í gær. „Þetta voru mest vangaveltur og lítið sem hönd á festir.“ Hún segist telja að SA viðri svipaðar hugmyndir við SGS og Flóabandalagið. Ekki hafði verið settur tími fyrir næsta samningafund í deilunni og átti Drífa frekar von á að ríkissáttasemjari myndi boða til hans. Næstu verkfallsaðgerðir SGS eru boðaðar 19. og 20. þessa mánaðar.
Verkfall 2016 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sjá meira