Ferðamenn sem voru í fjörunni við Dyrhólaey lentu í sjónum í dag. Alda hreif þrjá úr hópi sem var á lítilli rútu og barst fólkið út með henni. Það fór þó ekki langt og var hjálpað í land aftur. Lögreglan á Suðurlandi gerir grein fyrir þessu á Facebook síðu sinni.
Fram kemur að fólkið hafi verið blautt og brugðið en annars var í lagi með þau.
Lögreglan setti lokunarborða við aðkomu að fjörunni. Mikill öldugangur hefur verið í Víkurfjöru, Reynisfjöru og við Dyrhólaey í dag. Lögreglan vill koma á framfæri aðvörun til þeirra sem fara um þessi staði. Að þau fari ekki í fjörurnar vegna hættunnar sem þar er við vissar aðstæður.
Innlent