Gunnar Bragi segir viðskiptabann Rússa vonbrigði Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 13. ágúst 2015 11:53 Gunnar Bragi leitar upplýsinga um bannið. Vísir „Viðbrögðin eru vitanlega mikil vonbrigði. Auðvitað hefur þetta hangið yfir okkur frá því að þeir gripu til gagnaðgerða,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, um viðskiptabann Rússa en í dag bárust fregnir þess efnis að Rússland hafi ákveðið að setja viðskiptabann á matvæli frá Íslandi. Gunnar Bragi segir íslensk stjórnvöld engar upplýsingar hafa fengið um hvernig útfærslan á banninu verður; hvort einhverjar tegundir séu undanskildar eða um hvaða tímaramma er að ræða.Sjá einnig: Rússar setja viðskiptabann á Ísland „Eins og allir sem hafa fylgst með þessu máli, hvort sem það eru stjórnvöld eða hagsmunaaðilar, þá var ljóst frá því að þeir gripu til gagnaðgerða að við gætum endað á þessum lista. Það kemur hins vegar á óvart að þeir skuli gera það núna þar sem ekki var um neinar nýjar þvinganir að ræða.“Hagsmunir í húfi fyrir sjávarútveginn Íslensk stjórnvöld hafa átt í góðum samskiptum við þau rússnesku undanfarið að sögn Gunnars. Hefur undanfarna daga oft verið óskað eftir fundum með rússneskum embættismönnum. „Við höfum verið í stöðugum samskiptum við rússneska embættismenn og stjórnvöld, reynt að fylgjast með þessu en fengum engar upplýsingar um þetta.“Frosinn makríll, loðna og síld eru meðal sjávarafurða sem Ísland selur til Rússa.Fréttablaðið/ÓskarAuk Íslands var fjórum löndum bætt við lista yfir ríki sem Rússland hefur sett í viðskiptabann með matvæli. Löndin eru Albanía, Svartfjallaland, Liechtenstein og Úkraína. Bannið á matvælum nær einnig til Evrópusambandsins, Ástralíu, Kanada, Noregs og Bandaríkjanna. „Þessi ríki útskýrðu ákvörðun sína um að leggja viðskiptaþvinganir á Rússa með því að þeim bæri skylda til þess vegna samninga við Evrópusambandið. En þessi skýring er einungis rétt að hluta,“ sagði Dmitry Medvedev, forsætisráðherra Rússa. Hann segir að fjöldi ríkja hafi samninga við Evrópusambandið en hafi ekki lagt viðskiptaþvinganir á hendur Rússum. Þetta hafi því verið meðvituð ákvörðun á hendur Rússum. Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki þar sem mikill útflutningur er héðan af landi til Rússlands. Gunnar Bragi segir frekari upplýsingar munu liggja fyrir síðar; vonandi strax í dag. Tengdar fréttir Viðskiptabann Rússa líklegra nú en áður Pólitísk samstaða er um að halda áfram þvingunaraðgerðum gegn Rússlandi. Utanríkisráðherra segist opinn fyrir því að koma á tryggingakerfi fyrir útflutningsfyrirtæki sem hljóta skaða af hugsanlegu viðskiptabanni Rússa á Ísland. 7. ágúst 2015 07:00 SFS: Slæm tíðindi fyrir þjóðina alla Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hefur áhyggjur af stöðu íslenskra sjávarútvegisfyrirtækja í kjölfar viðskiptabanns Rússa. 13. ágúst 2015 11:41 Segir stutt í ákvörðunina um viðskiptabann Varaforsætisráðherra Rússlands segir að verið sé að sníða hnökra af frumvarpi um stækkun viðskiptabanns. 12. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Viðbrögðin eru vitanlega mikil vonbrigði. Auðvitað hefur þetta hangið yfir okkur frá því að þeir gripu til gagnaðgerða,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, um viðskiptabann Rússa en í dag bárust fregnir þess efnis að Rússland hafi ákveðið að setja viðskiptabann á matvæli frá Íslandi. Gunnar Bragi segir íslensk stjórnvöld engar upplýsingar hafa fengið um hvernig útfærslan á banninu verður; hvort einhverjar tegundir séu undanskildar eða um hvaða tímaramma er að ræða.Sjá einnig: Rússar setja viðskiptabann á Ísland „Eins og allir sem hafa fylgst með þessu máli, hvort sem það eru stjórnvöld eða hagsmunaaðilar, þá var ljóst frá því að þeir gripu til gagnaðgerða að við gætum endað á þessum lista. Það kemur hins vegar á óvart að þeir skuli gera það núna þar sem ekki var um neinar nýjar þvinganir að ræða.“Hagsmunir í húfi fyrir sjávarútveginn Íslensk stjórnvöld hafa átt í góðum samskiptum við þau rússnesku undanfarið að sögn Gunnars. Hefur undanfarna daga oft verið óskað eftir fundum með rússneskum embættismönnum. „Við höfum verið í stöðugum samskiptum við rússneska embættismenn og stjórnvöld, reynt að fylgjast með þessu en fengum engar upplýsingar um þetta.“Frosinn makríll, loðna og síld eru meðal sjávarafurða sem Ísland selur til Rússa.Fréttablaðið/ÓskarAuk Íslands var fjórum löndum bætt við lista yfir ríki sem Rússland hefur sett í viðskiptabann með matvæli. Löndin eru Albanía, Svartfjallaland, Liechtenstein og Úkraína. Bannið á matvælum nær einnig til Evrópusambandsins, Ástralíu, Kanada, Noregs og Bandaríkjanna. „Þessi ríki útskýrðu ákvörðun sína um að leggja viðskiptaþvinganir á Rússa með því að þeim bæri skylda til þess vegna samninga við Evrópusambandið. En þessi skýring er einungis rétt að hluta,“ sagði Dmitry Medvedev, forsætisráðherra Rússa. Hann segir að fjöldi ríkja hafi samninga við Evrópusambandið en hafi ekki lagt viðskiptaþvinganir á hendur Rússum. Þetta hafi því verið meðvituð ákvörðun á hendur Rússum. Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki þar sem mikill útflutningur er héðan af landi til Rússlands. Gunnar Bragi segir frekari upplýsingar munu liggja fyrir síðar; vonandi strax í dag.
Tengdar fréttir Viðskiptabann Rússa líklegra nú en áður Pólitísk samstaða er um að halda áfram þvingunaraðgerðum gegn Rússlandi. Utanríkisráðherra segist opinn fyrir því að koma á tryggingakerfi fyrir útflutningsfyrirtæki sem hljóta skaða af hugsanlegu viðskiptabanni Rússa á Ísland. 7. ágúst 2015 07:00 SFS: Slæm tíðindi fyrir þjóðina alla Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hefur áhyggjur af stöðu íslenskra sjávarútvegisfyrirtækja í kjölfar viðskiptabanns Rússa. 13. ágúst 2015 11:41 Segir stutt í ákvörðunina um viðskiptabann Varaforsætisráðherra Rússlands segir að verið sé að sníða hnökra af frumvarpi um stækkun viðskiptabanns. 12. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Viðskiptabann Rússa líklegra nú en áður Pólitísk samstaða er um að halda áfram þvingunaraðgerðum gegn Rússlandi. Utanríkisráðherra segist opinn fyrir því að koma á tryggingakerfi fyrir útflutningsfyrirtæki sem hljóta skaða af hugsanlegu viðskiptabanni Rússa á Ísland. 7. ágúst 2015 07:00
SFS: Slæm tíðindi fyrir þjóðina alla Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hefur áhyggjur af stöðu íslenskra sjávarútvegisfyrirtækja í kjölfar viðskiptabanns Rússa. 13. ágúst 2015 11:41
Segir stutt í ákvörðunina um viðskiptabann Varaforsætisráðherra Rússlands segir að verið sé að sníða hnökra af frumvarpi um stækkun viðskiptabanns. 12. ágúst 2015 07:00