Erlent

Frakkar brjálaðir yfir ummælum Jeb Bush

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Forsetaframboð Jeb Bush er í bullandi vandræðum.
Forsetaframboð Jeb Bush er í bullandi vandræðum. Vísir/Getty
Fyrrverandi ríkisstjóri Florída og einn af frambjóðendum Repúblikana til forseta í Bandaríkjunum þótti ekki eiga góðan dag í þriðju kappræðum Rebúblikana. Ekki hefur það skánað því að nú eru Frakkar ævareiðir út í Bush fyrir að gera grín að vinnusiðferði Frakka.

Bush hélt því fram í kappræðunum að Öldungadeild bandaríska þingsins væri ekki mjög afkastamikil og líkti hann vinnuviku öldungardeildarþingmanna við það sem hann kallaði franska vinnuviku þar sem aðeins væri mætt í vinnuna þrjá daga í viku.

Starfsmönnum framboðs Bush þótti þetta reyndar svo sniðug ummæli að þeir klipptu myndbrot af því saman og settu á Twitter-reikning Bush.

Gérard Araud, sendiherra Frakklands í Bandaríkjunum var þó ekki á eitt sáttur með þetta og var fljótur að mæta á Twitter til að hrekja fullyrðingar Bush.



Franska blaðið Local var fljótt að benda á að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem Frakkland er notað til þess að gera lítið úr öðrum frambjóðendum í Bandaríkjunum og því til stuðnings benti blaðið á auglýsingaherfreð New Ginrich til höfuðs Mitt Romney fyrir forsetakosningarnar 2012 þar sem gert var grín að Romney fyrir að tala reiprennandi frönsku. 

Samskiptastjóri Bush, Tim Miller, lét hafa það eftir sér að starsfólk forsetaframboð hans hefði ekki miklar áhyggjur af mótbárum Frakka og að Bush ynni umtalsvert meira en 40 stundir í hverri viku. Miller endurtísti svo eftirfarandi tísti frá blaðamanninum Kelsey Rupp.

Blaðakonan Laura Hain frá frönsku sjónvarpsstöðinni Canal+ spurði blaðafulltrúa Hvíta hússins út í þessi ummæli Bush. Hann hafði ekki miklar áhyggjur af ummælum Bush og sagðist vona að Frakkar hefðu ekki tekið ummælunum persónulega.

Jeb Bush þykir hafa staðið sig illa í kappræðum Repúblikana og telja margir að framboð hans sé í miklum vandræðum á meðan Marco Rubio og Ted Cruz, hans helstu keppinautar, þykja hafa verið sigurvegarar kappræðnanna sem fóru fram sl. miðvikudag.


Tengdar fréttir

Jeb Bush í vandræðum

Marco Rubio virðist hafa náð að stela senunni í kappræðum Repúblikana í gær.

Aukin harka í kappræðunum

Skurðlæknirinn Carson hefur saxað á forskot Don­alds Trumps í skoðanakönnunum. Enda hafa yfirlýsingar ­Carsons líka vakið athygli fyrir glannaskap.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×