Hegðun neytenda í deilihagkerfinu er að breytast Sæunn Gísladóttir skrifar 30. október 2015 16:30 Juliet Schor hefur rannsakað deilihagkerfið í fimm ár. Vísir/Stefán Hegðun fólks í deilihagkerfinu er að breytast. Það sem snérist í fyrstu að mestu um að tengjast félagslega er farið að snúast meira um greiðslur og gæti því verið að breytast í nýtt neytendamynstur. Þetta kom fram í fyrirlestri Juliet Schor, prófessors í félagsfræði við Boston College, undir yfirskriftinni Deilihagkerfið: Nýtt fyrirbæri eða sama gamla neysluhyggjan? Schor hefur rannsakað deilihagkerfið undan farin fimm ár og fjallaði um niðurstöður sínar í fyrirlestrinum. Í Bandaríkjunum og víðsvegar um heiminn hefur deilihagkerfið sótt í sig veðrið undanfarin árin, nú er hægt að greiða einhverjum fyrir að setja saman IKEA, deila matarafgöngum, nýta sér Uber til að komast staða á milli og gista á stærstu hótelkeðju heims, Airbnb. Schor hóf að rannsaka hverjir notendur deilihagkerfisins væru. Hún benti á að oft væri þetta fólk sem væri vel menntað og „hámenningarlegt.“ Athyglisvert er að margir notendur þess, þeir sem eru að leigja út íbúðirnar sínar og bíla, eru í öðrum hefðbundnum vinnum og er þetta einungis aukapeningur fyrir þau. Þannig að þeir sem græða mest á deilihagkerfinu er í raun fólk sem er nú þegar í ágætis fjárhagsstöðu. Schor benti á að fátækara fólk, og blökkufólk væri líklegra til að stunda deilihagkerfið án greiðslna, með því að lána hvort öðru hluti og hjálpast að.Ekki endilega umhverfisvæntÍ erindi sinni vék Schor einnig að því að margir nýta sér deilihagkerfið á þeim forsendum að reyna að verða umhverfisvænni. Hins vegar geti það haft þveröfug áhrif. Með því að borga minna fyrir gistingu í gegnum Airbnb er fólk líklegra til að ferðast meira, sem mengar meira. Einnig er fólk að nýta sér Uber og þannig sniðganga almenningssamgöngur.Græðgi farin að myndastEin merkilegast þróunin í deilihagkerfinu er að það er farið að líkjast meira hefðbundnari kapítalískum hugsunarhætti. Það sem í byrjun byggðist á félagslegum tenglsum er farið að snúast meira um peninga. Í upphafi vildi fólkið sem fékk gesti í gegnum Airbnb kynnast þeim, jafnvel fara með þá í bæinn, núna þegar Airbnb er orðið almenna snýst þetta miklu meira um pening og margir leigjendur hitta aldrei húsráðanda. Schor nefndi að margir viðmælendur sínir sögðust vera orðnir mjög gráðugir og eru mun meira drifnir af efnahagslegum ástæðum til að taka þátt í deilihagkerfinu. Hún nefndi dæmi um konu sem var með fjölskylduna sína í heimsókn í mánuð og hugsaði með sér hversu miklum mögulegum tekjum í gegnum Airbnb hún væri að missa af vegna þess. Margt er þó ennþá gott við deilihagkerfið. Helmingur viðmælanda Schor sögðust hafa átt í umtalsverðum samskiptum við leigjendur sína. Enn eru til þeir sem nýta sér deilihagkerfið á mjög samviskusamlegan hátt, vilja tengjast öðrum félagslegum böndum og skapa sjálfbærara samfélag. Áhugasamir geta horft á fyrirlesturinn hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Nýr þingmaður Pírata vill setja leigusölum á Airbnb þrengri skorður "Það er stutt í það að Reykjavík breytist úr "Top ten destinations you have to see before you die“ í að vera "Top ten destinations to avoid because it's crowded with tourists,“ segir Ásta Guðrún Helgadóttir pírati. 11. ágúst 2015 10:17 Aukið eftirlit með heimagistingum á borð við Airbnb Hundruð mála til skoðunar hjá ríkisskattstjóra. 30. júlí 2015 12:45 Einfalda regluverk við útleigu íbúða "Þarna eru raunverulega aðilar sem þekkja ekki að vera í rekstri og hafa engan áhuga á að vera í rekstri og kannski finnst flækjustigið mikið." 30. júlí 2015 19:30 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Hegðun fólks í deilihagkerfinu er að breytast. Það sem snérist í fyrstu að mestu um að tengjast félagslega er farið að snúast meira um greiðslur og gæti því verið að breytast í nýtt neytendamynstur. Þetta kom fram í fyrirlestri Juliet Schor, prófessors í félagsfræði við Boston College, undir yfirskriftinni Deilihagkerfið: Nýtt fyrirbæri eða sama gamla neysluhyggjan? Schor hefur rannsakað deilihagkerfið undan farin fimm ár og fjallaði um niðurstöður sínar í fyrirlestrinum. Í Bandaríkjunum og víðsvegar um heiminn hefur deilihagkerfið sótt í sig veðrið undanfarin árin, nú er hægt að greiða einhverjum fyrir að setja saman IKEA, deila matarafgöngum, nýta sér Uber til að komast staða á milli og gista á stærstu hótelkeðju heims, Airbnb. Schor hóf að rannsaka hverjir notendur deilihagkerfisins væru. Hún benti á að oft væri þetta fólk sem væri vel menntað og „hámenningarlegt.“ Athyglisvert er að margir notendur þess, þeir sem eru að leigja út íbúðirnar sínar og bíla, eru í öðrum hefðbundnum vinnum og er þetta einungis aukapeningur fyrir þau. Þannig að þeir sem græða mest á deilihagkerfinu er í raun fólk sem er nú þegar í ágætis fjárhagsstöðu. Schor benti á að fátækara fólk, og blökkufólk væri líklegra til að stunda deilihagkerfið án greiðslna, með því að lána hvort öðru hluti og hjálpast að.Ekki endilega umhverfisvæntÍ erindi sinni vék Schor einnig að því að margir nýta sér deilihagkerfið á þeim forsendum að reyna að verða umhverfisvænni. Hins vegar geti það haft þveröfug áhrif. Með því að borga minna fyrir gistingu í gegnum Airbnb er fólk líklegra til að ferðast meira, sem mengar meira. Einnig er fólk að nýta sér Uber og þannig sniðganga almenningssamgöngur.Græðgi farin að myndastEin merkilegast þróunin í deilihagkerfinu er að það er farið að líkjast meira hefðbundnari kapítalískum hugsunarhætti. Það sem í byrjun byggðist á félagslegum tenglsum er farið að snúast meira um peninga. Í upphafi vildi fólkið sem fékk gesti í gegnum Airbnb kynnast þeim, jafnvel fara með þá í bæinn, núna þegar Airbnb er orðið almenna snýst þetta miklu meira um pening og margir leigjendur hitta aldrei húsráðanda. Schor nefndi að margir viðmælendur sínir sögðust vera orðnir mjög gráðugir og eru mun meira drifnir af efnahagslegum ástæðum til að taka þátt í deilihagkerfinu. Hún nefndi dæmi um konu sem var með fjölskylduna sína í heimsókn í mánuð og hugsaði með sér hversu miklum mögulegum tekjum í gegnum Airbnb hún væri að missa af vegna þess. Margt er þó ennþá gott við deilihagkerfið. Helmingur viðmælanda Schor sögðust hafa átt í umtalsverðum samskiptum við leigjendur sína. Enn eru til þeir sem nýta sér deilihagkerfið á mjög samviskusamlegan hátt, vilja tengjast öðrum félagslegum böndum og skapa sjálfbærara samfélag. Áhugasamir geta horft á fyrirlesturinn hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Nýr þingmaður Pírata vill setja leigusölum á Airbnb þrengri skorður "Það er stutt í það að Reykjavík breytist úr "Top ten destinations you have to see before you die“ í að vera "Top ten destinations to avoid because it's crowded with tourists,“ segir Ásta Guðrún Helgadóttir pírati. 11. ágúst 2015 10:17 Aukið eftirlit með heimagistingum á borð við Airbnb Hundruð mála til skoðunar hjá ríkisskattstjóra. 30. júlí 2015 12:45 Einfalda regluverk við útleigu íbúða "Þarna eru raunverulega aðilar sem þekkja ekki að vera í rekstri og hafa engan áhuga á að vera í rekstri og kannski finnst flækjustigið mikið." 30. júlí 2015 19:30 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Nýr þingmaður Pírata vill setja leigusölum á Airbnb þrengri skorður "Það er stutt í það að Reykjavík breytist úr "Top ten destinations you have to see before you die“ í að vera "Top ten destinations to avoid because it's crowded with tourists,“ segir Ásta Guðrún Helgadóttir pírati. 11. ágúst 2015 10:17
Aukið eftirlit með heimagistingum á borð við Airbnb Hundruð mála til skoðunar hjá ríkisskattstjóra. 30. júlí 2015 12:45
Einfalda regluverk við útleigu íbúða "Þarna eru raunverulega aðilar sem þekkja ekki að vera í rekstri og hafa engan áhuga á að vera í rekstri og kannski finnst flækjustigið mikið." 30. júlí 2015 19:30