„Íslensk heimili í alþjóðlegum samanburði í tiltölulega öfundsverðri stöðu“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 30. október 2015 00:00 Skuldastaða heimilanna hefur batnað hratt að undanförnu og telst ekki lengur há í alþjóðlegum samanburði. vísir/vilhelm Skuldastaða heimilanna hefur batnað hratt að undanförnu og telst ekki lengur há í alþjóðlegum samanburði. Samkvæmt nýrri skýrslu greiningardeildar Íslandsbanka eru skuldir heimila í Danmörku, Hollandi og Noregi meiri en hér á landi, en þær eru svipaðar og í Svíþjóð. Þá eru skuldir heimilanna, sem hlutfall af landsframleiðslu og ráðstöfunartekjum, komnar í svipaða stöðu og þær voru áður en bólan fór að myndast á íbúðamarkaði hér á landi fyrir rúmum áratug. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka, segir þetta afar jákvæðar fréttir fyrir íslenskt efnahagslíf. „Þetta er verulegur bati. Það sem menn höfðu áhyggjur af eftir hrunið var að þetta háa skuldahlutfall myndi hægja á efnahagsbatanum. Þess vegna var afar mikilvægt að ná þessu niður og nú hefur það gerst. Til viðbótar við þetta hafa skuldir sem hlutfall af eignum og ekki síst húsnæðisskuldir sem hlutfall af eignum í húsnæði hefur verið að lækka og stendur tiltölulega vel sögulega. Þannig að það er tiltölulega gott veðrými orðið hjá heimilunum sem aftur ætti að ýta undir íbúðamarkaðinn, íbúðaverð og hagkerfið í það heila," segir hann. Ingólfur segir íslensk heimili nú komin í nokkuð öfundsverða stöðu. „Hér er fjárhagsleg staða heimilanna, fólksins í landinu, betri en við höfum séð frá hruni og reyndar má teygja sig nokkuð aftur fyrir hrun. Í alþjóðlegum samanburði þá standa íslensk heimili orðið tiltölulega vel hvað þetta varðar. Þannig að þetta merkir ekki bara það að við erum að ná okkur niður úr þessu slæma árferði sem var, heldur líka eru íslensk heimili orðin í alþjóðlegum samamburði í tiltölulega öfundsverðri stöðu.“En gæti þessi þróun þýtt annað góðæri? „Þetta er klárlega einn af grundvöllum þess. Við erum að sjá þennan hraða vöxt núna bæði að bæta frekar í einkaneysluvöxtinn og hagvöxtinn. Við erum að spá því að hagvöxtur í ár verði 4,3 prósent og 4,4 prósent á næsta ári. Sem er nokkuð yfir langtímameðaltali og þenslan er komin aftur. Einn af þáttunum þarna að baki er þessi bætta fjárhagslega staða heimilanna," segir Ingólfur. Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Skuldastaða heimilanna hefur batnað hratt að undanförnu og telst ekki lengur há í alþjóðlegum samanburði. Samkvæmt nýrri skýrslu greiningardeildar Íslandsbanka eru skuldir heimila í Danmörku, Hollandi og Noregi meiri en hér á landi, en þær eru svipaðar og í Svíþjóð. Þá eru skuldir heimilanna, sem hlutfall af landsframleiðslu og ráðstöfunartekjum, komnar í svipaða stöðu og þær voru áður en bólan fór að myndast á íbúðamarkaði hér á landi fyrir rúmum áratug. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka, segir þetta afar jákvæðar fréttir fyrir íslenskt efnahagslíf. „Þetta er verulegur bati. Það sem menn höfðu áhyggjur af eftir hrunið var að þetta háa skuldahlutfall myndi hægja á efnahagsbatanum. Þess vegna var afar mikilvægt að ná þessu niður og nú hefur það gerst. Til viðbótar við þetta hafa skuldir sem hlutfall af eignum og ekki síst húsnæðisskuldir sem hlutfall af eignum í húsnæði hefur verið að lækka og stendur tiltölulega vel sögulega. Þannig að það er tiltölulega gott veðrými orðið hjá heimilunum sem aftur ætti að ýta undir íbúðamarkaðinn, íbúðaverð og hagkerfið í það heila," segir hann. Ingólfur segir íslensk heimili nú komin í nokkuð öfundsverða stöðu. „Hér er fjárhagsleg staða heimilanna, fólksins í landinu, betri en við höfum séð frá hruni og reyndar má teygja sig nokkuð aftur fyrir hrun. Í alþjóðlegum samanburði þá standa íslensk heimili orðið tiltölulega vel hvað þetta varðar. Þannig að þetta merkir ekki bara það að við erum að ná okkur niður úr þessu slæma árferði sem var, heldur líka eru íslensk heimili orðin í alþjóðlegum samamburði í tiltölulega öfundsverðri stöðu.“En gæti þessi þróun þýtt annað góðæri? „Þetta er klárlega einn af grundvöllum þess. Við erum að sjá þennan hraða vöxt núna bæði að bæta frekar í einkaneysluvöxtinn og hagvöxtinn. Við erum að spá því að hagvöxtur í ár verði 4,3 prósent og 4,4 prósent á næsta ári. Sem er nokkuð yfir langtímameðaltali og þenslan er komin aftur. Einn af þáttunum þarna að baki er þessi bætta fjárhagslega staða heimilanna," segir Ingólfur.
Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira