Reksturinn ósjálfbær í óbreyttri mynd Ingvar Haraldsson og Sveinn Arnarsson skrifa 30. október 2015 08:00 Illugi tekur við skýrslu um fjárhagsstöðu RÚV úr hendi Eyþórs Arnalds og Svanbjörns Thoroddsen. Einnig sat í nefndinni Guðrún Ögmundsdóttir. „Það er augljóst að rekstrarvandinn er umtalsverður,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra um stöðu fjármála Ríkisútvarpsins.Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, segir skýrsluna sýna alvarlega stöðu Ríkisútvarpsins.Í skýrslunni um rekstur stofnunarinnar sem kom út í gær segir að rekstrarkostnaður RÚV hafi almennt verið umfram tekjur frá árinu 2007 þegar stofnunin var gerð að opinberu hlutafélagi. Taprekstur hafi orðið á fjórum af þeim átta árum sem liðin séu. Tapreksturinn hafi verið fjármagnaður með auknu ríkisframlagi, lántökum og frestun á afborgun lána.Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, segir ráðuneytið ekki geta fríað sig ábyrgð á málinu. „Það hafa margir brugðist. Í fyrsta lagi átti menntamálaráðuneytið að vera búið að gera þjónustusamning við stofnunina sem ekki hefur verið gert. Það má engan tíma missa að setja upp skýra stefnu fyrir lok þessa árs. Samkvæmt lögum á að taka gildi nýr þjónustusamningur milli ráðuneytis og RÚV og það þýðir ekki að draga þá vinnu mikið lengur, sérstaklega í ljósi þess að nú er verið að vinna að fjárlagagerð. Við verðum að tryggja að eftirlitsaðilar verði settir með rekstri stofnunarinnar,“ segir Vigdís.Vigdís HauksdóttirSamningur um dreifikerfi við Vodafone sem gerður var árið 2013 hafi einnig reynst íþyngjandi að mati skýrsluhöfunda. Samningurinn, sem sé til 15 ára, muni uppreiknaður kosta 4 milljarða króna. Fullyrt er í skýrslunni að dreifingin sé hvorki besta né ódýrasta lausnin sem völ hafi verið á. Þá er einnig bent á ósamræmi í tilkynningum til Kauphallar Íslands um áhrif samningsins. Í tilkynningu frá RÚV hafi verið greint frá að samkomulagið við Vodafone hefði jákvæð áhrif á rekstur fyrirtækisins. Vodafone áætlaði hins vegar sjálft að samningurinn myndi hækka EBITDU félagsins um 3-5 prósent á ári. Illugi segir hins vegar að tekist hafi vel að hagræða í rekstri RÚV að undanförnu. „Ég tel að stjórnendur ríkisútvarpsins hafi núna á undanförnum misserum unnið mjög gott starf við að fást við þann vanda og náð þar merkjanlegum árangri,“ segir Illugi. Þá muni Illugi leggja til að útvarpsgjald verði óbreytt á næsta ári í 17.800 krónum en lækki ekki í 16.400 krónur til að auðvelda RÚV að halda áfram á sömu braut. Stór hluti af rekstrarvanda RÚV stafar af skuldabréfi við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins sem RÚV tók yfir samhliða stofnun opinbers hlutafélags árið 2007. Um síðustu áramót stóð skuldabréfið í 3,2 milljörðum sem nemur um helmingi af heildarskuldum RÚV. Af skuldabréfinu greiðir RÚV 5 prósenta fasta verðtryggða vexti sem skýrsluhöfundar áætla að kosti stofnunina 77 milljóna króna í vaxtagreiðslur á ári umfram markaðsvexti. Vigdís segir skýrsluna vissulega sýna erfiða stöðu Ríkisútvarpsins og að það þurfi að grípa til aðgerða sem fyrst. „Ég er slegin yfir þessari skýrslu sem sýnir ástandið langtum verra en ég reiknaði með. Þetta er svo sem engin óvænt krísa núna þar sem við höfum verið að skoða málefni RÚV allt frá því þessi fjárlaganefnd tók til starfa. RÚV verður að haga rekstri sínum eftir fjárheimildum og stofnuninni voru gefin þrjú ár til að laga fjárhaginn og hún samþykkti þá stefnu. Þeirri stefnu hefur því miður ekki verið fylgt eftir,“ segir Vigdís. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira
„Það er augljóst að rekstrarvandinn er umtalsverður,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra um stöðu fjármála Ríkisútvarpsins.Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, segir skýrsluna sýna alvarlega stöðu Ríkisútvarpsins.Í skýrslunni um rekstur stofnunarinnar sem kom út í gær segir að rekstrarkostnaður RÚV hafi almennt verið umfram tekjur frá árinu 2007 þegar stofnunin var gerð að opinberu hlutafélagi. Taprekstur hafi orðið á fjórum af þeim átta árum sem liðin séu. Tapreksturinn hafi verið fjármagnaður með auknu ríkisframlagi, lántökum og frestun á afborgun lána.Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, segir ráðuneytið ekki geta fríað sig ábyrgð á málinu. „Það hafa margir brugðist. Í fyrsta lagi átti menntamálaráðuneytið að vera búið að gera þjónustusamning við stofnunina sem ekki hefur verið gert. Það má engan tíma missa að setja upp skýra stefnu fyrir lok þessa árs. Samkvæmt lögum á að taka gildi nýr þjónustusamningur milli ráðuneytis og RÚV og það þýðir ekki að draga þá vinnu mikið lengur, sérstaklega í ljósi þess að nú er verið að vinna að fjárlagagerð. Við verðum að tryggja að eftirlitsaðilar verði settir með rekstri stofnunarinnar,“ segir Vigdís.Vigdís HauksdóttirSamningur um dreifikerfi við Vodafone sem gerður var árið 2013 hafi einnig reynst íþyngjandi að mati skýrsluhöfunda. Samningurinn, sem sé til 15 ára, muni uppreiknaður kosta 4 milljarða króna. Fullyrt er í skýrslunni að dreifingin sé hvorki besta né ódýrasta lausnin sem völ hafi verið á. Þá er einnig bent á ósamræmi í tilkynningum til Kauphallar Íslands um áhrif samningsins. Í tilkynningu frá RÚV hafi verið greint frá að samkomulagið við Vodafone hefði jákvæð áhrif á rekstur fyrirtækisins. Vodafone áætlaði hins vegar sjálft að samningurinn myndi hækka EBITDU félagsins um 3-5 prósent á ári. Illugi segir hins vegar að tekist hafi vel að hagræða í rekstri RÚV að undanförnu. „Ég tel að stjórnendur ríkisútvarpsins hafi núna á undanförnum misserum unnið mjög gott starf við að fást við þann vanda og náð þar merkjanlegum árangri,“ segir Illugi. Þá muni Illugi leggja til að útvarpsgjald verði óbreytt á næsta ári í 17.800 krónum en lækki ekki í 16.400 krónur til að auðvelda RÚV að halda áfram á sömu braut. Stór hluti af rekstrarvanda RÚV stafar af skuldabréfi við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins sem RÚV tók yfir samhliða stofnun opinbers hlutafélags árið 2007. Um síðustu áramót stóð skuldabréfið í 3,2 milljörðum sem nemur um helmingi af heildarskuldum RÚV. Af skuldabréfinu greiðir RÚV 5 prósenta fasta verðtryggða vexti sem skýrsluhöfundar áætla að kosti stofnunina 77 milljóna króna í vaxtagreiðslur á ári umfram markaðsvexti. Vigdís segir skýrsluna vissulega sýna erfiða stöðu Ríkisútvarpsins og að það þurfi að grípa til aðgerða sem fyrst. „Ég er slegin yfir þessari skýrslu sem sýnir ástandið langtum verra en ég reiknaði með. Þetta er svo sem engin óvænt krísa núna þar sem við höfum verið að skoða málefni RÚV allt frá því þessi fjárlaganefnd tók til starfa. RÚV verður að haga rekstri sínum eftir fjárheimildum og stofnuninni voru gefin þrjú ár til að laga fjárhaginn og hún samþykkti þá stefnu. Þeirri stefnu hefur því miður ekki verið fylgt eftir,“ segir Vigdís.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira