Forsætisráðherra vill fánann á íslenskar vörur Heimir Már Pétursson skrifar 21. apríl 2015 18:30 Forsætisráðherra mælti fyrir frumvarpi um frjálsari notkun á þjóðfánanum á vörur ýmis konar og hönnun á Alþingi í dag. Þá mælti hann einnig fyrir frumvarpi um verndun byggðaheilda sem hann segir mikilvæga bæði varðandi eldri byggðahluta og nýrri. Almennrar íhaldssemi hefur gætt í íslenskum lögum varðandi notkun á fánanum á vörum ýmis konar. En í Danmörku t.d. er varla hægt að kaupa oststykki án þess að danski fáninn sé á umbúðunum. Nú stendur þetta til bóta samvæmt frumvarpi sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mælti fyrir í dag. Samkvæmt frumvarpinu verður almennt heimilt að setja íslenska fánann á íslenskrar vörur, hönnun og hugverk undir eftirliti Neytendastofu en í dag þarf forsætisráðuneytið að gefa slíka heimild í hvert skipti. Í frumvarpinu eru skilgreiningar t.a.m. varðandi matvöru sem hefð er fyrir framleiðslu á á Íslandi í 30 ár eða lengur, þótt hráefnið sé ekki íslenskt. Sömuleiðis mætti framleiða ýmsar vörur í útlöndum sem hannaðar eru af íslenskum hönnuðum og setja íslenska fánann á þær. „Það hefur verið töluverð ásókn í það að nota íslenska fánann til að merkja ýmis konar vörur sem framleiddar eru hér á landi. Það er því verið að bregðast við beiðni fjölmargra samtaka, framleiðenda alls konar íslenskrar vöru, sem telja feng í að geta merkt vöruna Íslandi,“ segir Sigmundur Davíð. Mál sem þetta hefur verið flutt nokkrum sinnum áður á Alþingi en nú liggja nákvæmari skilgreiningar fyrir þannig að forsætisráðherra vonar að sátt takist um málið. „Menn hafa séð að ýmsar aðrar þjóðir nýta mjög mikið þjóðfána sinn til að kynna sína framleiðslu. Ég nefni sem dæmi Norðmenn sem stimpla fjölmargar vörur með norska fánanum. Hin Norðurlöndin nýta reyndar líka mikið sína þjóðfána,“ segir Sigmundur Davíð. Þá mælti forsætisráðherra í dag einnig fyrir frumvarpi um verndun byggðaheilda bæði í bæjum og á landsbyggðinni. Hann segir byggðaheildir oft skapa aðdráttarafl og verndun þeirra stuðli oft að metnaði í viðhaldi eins og dæmin sanni annarsstaðar. Þetta eigi bæði við um gömul hverfi og nútíma byggingalist. „Og raunar hafa oft og tíðum svæði sem standa saman af nútímabyggingalist fengið svona skilgreiningu. Því þar vilja menn líka vernda sérkennin og viðhalda þeim,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Alþingi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Forsætisráðherra mælti fyrir frumvarpi um frjálsari notkun á þjóðfánanum á vörur ýmis konar og hönnun á Alþingi í dag. Þá mælti hann einnig fyrir frumvarpi um verndun byggðaheilda sem hann segir mikilvæga bæði varðandi eldri byggðahluta og nýrri. Almennrar íhaldssemi hefur gætt í íslenskum lögum varðandi notkun á fánanum á vörum ýmis konar. En í Danmörku t.d. er varla hægt að kaupa oststykki án þess að danski fáninn sé á umbúðunum. Nú stendur þetta til bóta samvæmt frumvarpi sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mælti fyrir í dag. Samkvæmt frumvarpinu verður almennt heimilt að setja íslenska fánann á íslenskrar vörur, hönnun og hugverk undir eftirliti Neytendastofu en í dag þarf forsætisráðuneytið að gefa slíka heimild í hvert skipti. Í frumvarpinu eru skilgreiningar t.a.m. varðandi matvöru sem hefð er fyrir framleiðslu á á Íslandi í 30 ár eða lengur, þótt hráefnið sé ekki íslenskt. Sömuleiðis mætti framleiða ýmsar vörur í útlöndum sem hannaðar eru af íslenskum hönnuðum og setja íslenska fánann á þær. „Það hefur verið töluverð ásókn í það að nota íslenska fánann til að merkja ýmis konar vörur sem framleiddar eru hér á landi. Það er því verið að bregðast við beiðni fjölmargra samtaka, framleiðenda alls konar íslenskrar vöru, sem telja feng í að geta merkt vöruna Íslandi,“ segir Sigmundur Davíð. Mál sem þetta hefur verið flutt nokkrum sinnum áður á Alþingi en nú liggja nákvæmari skilgreiningar fyrir þannig að forsætisráðherra vonar að sátt takist um málið. „Menn hafa séð að ýmsar aðrar þjóðir nýta mjög mikið þjóðfána sinn til að kynna sína framleiðslu. Ég nefni sem dæmi Norðmenn sem stimpla fjölmargar vörur með norska fánanum. Hin Norðurlöndin nýta reyndar líka mikið sína þjóðfána,“ segir Sigmundur Davíð. Þá mælti forsætisráðherra í dag einnig fyrir frumvarpi um verndun byggðaheilda bæði í bæjum og á landsbyggðinni. Hann segir byggðaheildir oft skapa aðdráttarafl og verndun þeirra stuðli oft að metnaði í viðhaldi eins og dæmin sanni annarsstaðar. Þetta eigi bæði við um gömul hverfi og nútíma byggingalist. „Og raunar hafa oft og tíðum svæði sem standa saman af nútímabyggingalist fengið svona skilgreiningu. Því þar vilja menn líka vernda sérkennin og viðhalda þeim,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.
Alþingi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira