Innlent

Söguleg tímamót í sögu hrunsins

Heimir Már Pétursson skrifar
Frumvarp fjármálaráðherra sem liggur til grundvallar því að hægt verði að ganga frá stöðugleikasamningum við föllnu bankana var samþykkt eftir aðra umræðu á Alþingi í dag. Stjórnarandstaðan er klofin í afstöðu sinni til málsins.

Við afgreiðslu Alþingis á þessu frumvarpi má segja að orðið hafi ákveðin kaflaskil í sögu efnahagshrunsins á Íslandi. Margir þeirra sem nú sitja við völd sökuðu fyrri ríkisstjórn um þjónkun við kröfuhafa og fengu slíka gagnrýni á sig í dag.

Nauðsynlegt er að Alþingi samþykki frumvarp fjármálaráðherra sem fyrst þannig að þrotabú gömlu bankanna komist fyrir dómstóla fyrir áramót.  Við atkvæðagreiðsluna í dag klofnaði stjórnarandstaðan í afstöðu sinni til málsins. Þingmenn Pírata, Vinstri grænna og Samfylkingar sátu hjá að frátöldum tveimur þingmönnum þeirrar síðartöldu sem voru á móti.

Björt framtíð styður frumvarp fjármálaráðherra.

Sjá má brot úr umræðunum á Alþingi í dag í sjónvarpsfréttinni hér að ofan.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×