Ráðherrar fjarverandi umræður um stærstu efnahagsaðgerð íslandssögunnar Heimir Már Pétursson skrifar 4. nóvember 2015 12:53 Ráðherrar tóku ekki þátt í umræðum um frumvarp fjármálaráðherra á Alþingi í gær sem tengist stöðugleikasamkomulagi við föllnu bankanna og fjármálaráðherra hefur kallað stærstu efnahagsaðgerð Íslandssögunnar. Fyrrverandi fjármálaráðherra segir eins gott að ekkert klikki í þessari aðgerð sem snýst um hundruð milljarða hagsmuni þjóðarinnar. Önnur umræða um frumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um breytingar á lögum um tekjuskatt stóð fram undir miðnætti á Alþingi í gær. Frumvarpið tengist stöðugleikasamningum föllnu bankanna og þar með því sem fjármálaráðherra hefur kallað stærstu efnahagsaðgerð Íslandssögunnar. En í greinargerð með frumvarpinu segir að markmiðið sé skapa frekari forsendur fyrir því að þrotabúin geti lokið þeim áfanga í slitameðferð að hafa fengið nauðasamning staðfestan af dómstólum fyrir næstu áramót. Það liggur því mikið við og tíminn er naumur. Steingrímur J. Sigfússon fyrrverandi fjármálaráðherra vakti athygli á fjarveru fjármálaráðherra og annarra ráðherra í umræðunni í gærkvöldi. „Þetta er síðasta umræða Alþingis um þetta risavaxna mál. Þetta frumvarp sem að vísu snýr aðallega að efnislega að tæknilegum þattum, er samt hluti að grundvelli þessarar miklu efnahagsaðgerðar. Sem hæstvirtur fjármálaráðherra lét jafnvel hafa eftir sér að kynni að vera stærsta efnahagsaðgerð sem Íslandssögunnar. Tók ég ekki rétt eftir þar?,“ sagði Steingrímur. Í ljósi stærðar og mikilvægi málsins væri fjarvera fjármálaráðherra og annarra ráðherra í umræðunni einkennileg. „Hæstvirtur fjármálaráðherra hefur því miður ekkert blandað sér í málið. Sást aðeins á hlaupum hér í þinghúsinu um miðjan dag í dag og hvarf svo. Sem og gufaði forsætisráðherra mjög snarlega upp eftir að hafa aðeins rekið hér inn nefið og hefur síðan teflt fram fótgönguliðum sínum í andsvör,“ sagði fjármálaráðherrann fyrrverandi. Steingrímur benti á að væntanlegt uppgjör þrótabúa gömlu bankanna fæli í sér samkomulag við erlendra kröfuhafa og sagðist vona að allt færi vel á endanum. En minnti á að seðlabankastjóri hefði sagt að Íslendingar hefðu aðeins „eitt skot í byssunni“ við lokaafgreiðslu þessa risvaxna hagsmunamáls sem snérist um hundruð milljarða króna. Steingrímur rifjaði upp stór orð forsætisráðherra um kröfuhafana þegar hann var í stjórnarandstöðu. „Hæstvirtur forsætisráðherra fer nú fyrir ríkisstjórn sem er að semja við kröfuhafana og sannanlega veita þeim verulegan afslátt frá þeim fjárskuldbindingum sem fólgnar hefðu verið í því að þeir greiddu fullan stöðugleikaskat.og menn hafa farið hér ágætlega yfir í dag. Ég held að myndin hafi skýrst , eða ég vona það, af hinu skapandi bókhaldi sem beitt er til að blása út umfang þessara stöðugleikaskilyrða eða stöðugleikaframlaga aðgerðar, borið saman við skattinn,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon á Alþingi í gærkvöldi. Annarri umræðu um frumvarpið lauk í gærkvöldi en atkvæðagreiðsla að henni lokinni fer fram á Alþingi síðar í dag. Alþingi Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Ráðherrar tóku ekki þátt í umræðum um frumvarp fjármálaráðherra á Alþingi í gær sem tengist stöðugleikasamkomulagi við föllnu bankanna og fjármálaráðherra hefur kallað stærstu efnahagsaðgerð Íslandssögunnar. Fyrrverandi fjármálaráðherra segir eins gott að ekkert klikki í þessari aðgerð sem snýst um hundruð milljarða hagsmuni þjóðarinnar. Önnur umræða um frumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um breytingar á lögum um tekjuskatt stóð fram undir miðnætti á Alþingi í gær. Frumvarpið tengist stöðugleikasamningum föllnu bankanna og þar með því sem fjármálaráðherra hefur kallað stærstu efnahagsaðgerð Íslandssögunnar. En í greinargerð með frumvarpinu segir að markmiðið sé skapa frekari forsendur fyrir því að þrotabúin geti lokið þeim áfanga í slitameðferð að hafa fengið nauðasamning staðfestan af dómstólum fyrir næstu áramót. Það liggur því mikið við og tíminn er naumur. Steingrímur J. Sigfússon fyrrverandi fjármálaráðherra vakti athygli á fjarveru fjármálaráðherra og annarra ráðherra í umræðunni í gærkvöldi. „Þetta er síðasta umræða Alþingis um þetta risavaxna mál. Þetta frumvarp sem að vísu snýr aðallega að efnislega að tæknilegum þattum, er samt hluti að grundvelli þessarar miklu efnahagsaðgerðar. Sem hæstvirtur fjármálaráðherra lét jafnvel hafa eftir sér að kynni að vera stærsta efnahagsaðgerð sem Íslandssögunnar. Tók ég ekki rétt eftir þar?,“ sagði Steingrímur. Í ljósi stærðar og mikilvægi málsins væri fjarvera fjármálaráðherra og annarra ráðherra í umræðunni einkennileg. „Hæstvirtur fjármálaráðherra hefur því miður ekkert blandað sér í málið. Sást aðeins á hlaupum hér í þinghúsinu um miðjan dag í dag og hvarf svo. Sem og gufaði forsætisráðherra mjög snarlega upp eftir að hafa aðeins rekið hér inn nefið og hefur síðan teflt fram fótgönguliðum sínum í andsvör,“ sagði fjármálaráðherrann fyrrverandi. Steingrímur benti á að væntanlegt uppgjör þrótabúa gömlu bankanna fæli í sér samkomulag við erlendra kröfuhafa og sagðist vona að allt færi vel á endanum. En minnti á að seðlabankastjóri hefði sagt að Íslendingar hefðu aðeins „eitt skot í byssunni“ við lokaafgreiðslu þessa risvaxna hagsmunamáls sem snérist um hundruð milljarða króna. Steingrímur rifjaði upp stór orð forsætisráðherra um kröfuhafana þegar hann var í stjórnarandstöðu. „Hæstvirtur forsætisráðherra fer nú fyrir ríkisstjórn sem er að semja við kröfuhafana og sannanlega veita þeim verulegan afslátt frá þeim fjárskuldbindingum sem fólgnar hefðu verið í því að þeir greiddu fullan stöðugleikaskat.og menn hafa farið hér ágætlega yfir í dag. Ég held að myndin hafi skýrst , eða ég vona það, af hinu skapandi bókhaldi sem beitt er til að blása út umfang þessara stöðugleikaskilyrða eða stöðugleikaframlaga aðgerðar, borið saman við skattinn,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon á Alþingi í gærkvöldi. Annarri umræðu um frumvarpið lauk í gærkvöldi en atkvæðagreiðsla að henni lokinni fer fram á Alþingi síðar í dag.
Alþingi Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira