Íslendingar keypt Teslur fyrir hálfan milljarð Ingvar Haraldsson skrifar 4. nóvember 2015 07:00 Gísli Gíslason framkvæmdastjóri Even býst við þvi sala á rafbílum muni halda áfram að aukast. fréttablaðið/anton brink Íslendingar hafa keypt rafmagnsknúna Tesla-sportbíla fyrir um hálfan milljarð króna þau þrjú ár sem bíllinn hefur verið í sölu hér á landi. Bílasalan Even sem flytur inn og selur Teslur hefur selt 44 slíka bíla að sögn Gísla Gíslasonar, framkvæmdastjóra Even, en hver bíll kostar á milli tólf og átján milljóna króna. Þá segir Gísli að fyrirtækið hafi fengið pantanir í forsölu fyrir 36 lúxusrafjeppum frá Tesla sem nefnast Model X. Von er á þeim fyrstu til landsins í mars. „Þetta er sjö manna jeppi sem er 3,2 sekúndur upp í hundraðið,“ segir Gísli. Hver bíll mun kosta frá 14 milljónum króna. Even hefur pantað 50 jeppa frá Tesla og Gísli á von á því að búið verði að selja hina 14 áður en þeir fyrstu koma til landsins. Búast má við því að söluandvirði Model X-bílanna fari yfir 700 milljónir króna og því verði búið að selja Teslur hér á landi fyrir yfir 1,2 milljarða króna á fjögurra ára tímabili. Sala rafbíla hefur tekið kipp að undanförnu. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að búið væri að selja ríflega tvöfalt fleiri nýja rafbíla það sem af er þessu ári en allt síðasta ár. Tölurnar eru þó enn lítið brot af heildarbílasölu, en búið var að selja 240 nýja rafbíla á þessu ári. Gísli bendir á að þróunin varðandi rafbílavæðingu sé hröð og svipi til þess sem gerst hefur í Noregi þar sem selst hafi sextíu þúsund rafbílar. „Þar hefur salan verið að tvöfaldast á hverju ári og hefur verið frá 2011 og við erum komin í sama línurit og þeir, salan er farin að tvöfaldast á milli ára. Þetta er alveg ótrúlegt,“ segir hann. Tengdar fréttir Sprenging í sölu nýrra rafbíla Búið er að selja ríflega tvöfalt fleiri nýja rafmagnsbíla það sem af er þessu ári en allt síðasta ár. 29. október 2015 07:00 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Íslendingar hafa keypt rafmagnsknúna Tesla-sportbíla fyrir um hálfan milljarð króna þau þrjú ár sem bíllinn hefur verið í sölu hér á landi. Bílasalan Even sem flytur inn og selur Teslur hefur selt 44 slíka bíla að sögn Gísla Gíslasonar, framkvæmdastjóra Even, en hver bíll kostar á milli tólf og átján milljóna króna. Þá segir Gísli að fyrirtækið hafi fengið pantanir í forsölu fyrir 36 lúxusrafjeppum frá Tesla sem nefnast Model X. Von er á þeim fyrstu til landsins í mars. „Þetta er sjö manna jeppi sem er 3,2 sekúndur upp í hundraðið,“ segir Gísli. Hver bíll mun kosta frá 14 milljónum króna. Even hefur pantað 50 jeppa frá Tesla og Gísli á von á því að búið verði að selja hina 14 áður en þeir fyrstu koma til landsins. Búast má við því að söluandvirði Model X-bílanna fari yfir 700 milljónir króna og því verði búið að selja Teslur hér á landi fyrir yfir 1,2 milljarða króna á fjögurra ára tímabili. Sala rafbíla hefur tekið kipp að undanförnu. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að búið væri að selja ríflega tvöfalt fleiri nýja rafbíla það sem af er þessu ári en allt síðasta ár. Tölurnar eru þó enn lítið brot af heildarbílasölu, en búið var að selja 240 nýja rafbíla á þessu ári. Gísli bendir á að þróunin varðandi rafbílavæðingu sé hröð og svipi til þess sem gerst hefur í Noregi þar sem selst hafi sextíu þúsund rafbílar. „Þar hefur salan verið að tvöfaldast á hverju ári og hefur verið frá 2011 og við erum komin í sama línurit og þeir, salan er farin að tvöfaldast á milli ára. Þetta er alveg ótrúlegt,“ segir hann.
Tengdar fréttir Sprenging í sölu nýrra rafbíla Búið er að selja ríflega tvöfalt fleiri nýja rafmagnsbíla það sem af er þessu ári en allt síðasta ár. 29. október 2015 07:00 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Sprenging í sölu nýrra rafbíla Búið er að selja ríflega tvöfalt fleiri nýja rafmagnsbíla það sem af er þessu ári en allt síðasta ár. 29. október 2015 07:00