Innlent

Segjast ekki samþykkja loftlínu

Samúel Karl Ólason skrifar
Samkvæmt ályktuninni segjast landeigendur aldrei ætla að samþykkja lagningu loftlínu um lönd sín.
Samkvæmt ályktuninni segjast landeigendur aldrei ætla að samþykkja lagningu loftlínu um lönd sín. Vísir/Vilhelm
Landeigendur á línuleið Blöndulínu 3 samþykktu ályktun á opnum fundi í Varmahlíð í dag. Samkvæmt ályktuninni segjast landeigendur aldrei ætla að samþykkja lagningu loftlínu um lönd sín. Saka þeir Landsnet um að beita blekkingum í samskiptum við bæði landeigendur og fjölmiðla.

„Við hvetjum landsmenn til að mótmæla tillögu að kerfisáætlun Landsnets sem gerir ráð fyrir stóriðjulínum frá Blönduvirkjun í vestri um Akureyri til Fljótsdals sem og yfir Sprengisand, þvert á langtímahagsmuni ferðaþjónustu og matvælaframleiðenda,“ segir í Ályktun landeigenda.

Þar að auki segir að Alþingi hafi samþykkt í júní að breyta raforkulögum á þann veg að skipulagsvald hafi verið tekið af sveitarfélögum. Skora landeigendur á þingmenn að leiðrétta það. Þá segir að Landsnet hafi sagt ósatt frá varðandi kostnað við að leggja jarðstrengi.

„Frá 2008 hefur ríkisfyrirtækið Landsnet ítrekað verið staðið að ósannindum. Fyrirtækið heldur uppi áróðri, með aðstoð almannatengla, þar sem kostnaður við lagningu jarðstrengja er ýktur, um leið og því er haldið fram að sjónræn áhrif loftlína minnki með því einu að færa þær frá vegum landsins.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×