Mikil spenna fyrir lokahringinn á PGA-meistaramótinu - Jason Day leiðir enn Kári Örn Hinriksson skrifar 16. ágúst 2015 01:17 Er kominn tími á risatitil hjá Jason Day? Getty Það er óhætt að fullyrða að lokahringurinn á síðasta risamóti ársins, PGA-meistaramótinu, verður gríðarlega spennandi en eftir 54 holur á Whistling Straits vellinum eru margir af bestu kylfingum heims í toppbaráttunni. Enginn hefur leikið betur heldur en Ástralinn Jason Day en hann er samtals á 15 höggum undir pari eftir hringina þrjá. Day hefur leikið stöðugt golf og haldið boltanum vel í leik en hann á tvö högg á sjálfan Jordan Spieth sem eltir þriðja risatitilinn á árinu. Spieth lék magnað golf í dag, fékk sjö fugla og engan skolla en hann er á 13 höggum undir pari fyrir lokahringinn og gæti með sigri á morgun komist á topp heimslistans í golfi.Justin Rose og Branden Grace koma næstir á 12 höggum undir pari og Martin Kaymer sem sigraði síðast þegar að PGA-meistaramótið var haldið á Whistling Straits er á 11 höggum undir pari. Besti kylfingur heims, Rory McIlroy, mun ekki verja titilinn í ár en hann er á sex höggum undir pari, níu á eftir efsta manni. Bein útsending frá lokahringnum hefst á Golfstöðinni klukkan 18:00 á morgun. Golf Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Það er óhætt að fullyrða að lokahringurinn á síðasta risamóti ársins, PGA-meistaramótinu, verður gríðarlega spennandi en eftir 54 holur á Whistling Straits vellinum eru margir af bestu kylfingum heims í toppbaráttunni. Enginn hefur leikið betur heldur en Ástralinn Jason Day en hann er samtals á 15 höggum undir pari eftir hringina þrjá. Day hefur leikið stöðugt golf og haldið boltanum vel í leik en hann á tvö högg á sjálfan Jordan Spieth sem eltir þriðja risatitilinn á árinu. Spieth lék magnað golf í dag, fékk sjö fugla og engan skolla en hann er á 13 höggum undir pari fyrir lokahringinn og gæti með sigri á morgun komist á topp heimslistans í golfi.Justin Rose og Branden Grace koma næstir á 12 höggum undir pari og Martin Kaymer sem sigraði síðast þegar að PGA-meistaramótið var haldið á Whistling Straits er á 11 höggum undir pari. Besti kylfingur heims, Rory McIlroy, mun ekki verja titilinn í ár en hann er á sex höggum undir pari, níu á eftir efsta manni. Bein útsending frá lokahringnum hefst á Golfstöðinni klukkan 18:00 á morgun.
Golf Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira