Menning

Ástsælir þýskir dúettar

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Hrönn og Hallveig að koma sér í gírinn. Guðrún Jóhanna hefur brugðið sér frá.
Hrönn og Hallveig að koma sér í gírinn. Guðrún Jóhanna hefur brugðið sér frá. Vísir/GVA
Þær Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran hefja upp raustir sínar í Hannesarholti við Grundarstíg í kvöld, 10. nóvember og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari fer fimum fingrum um hljóðfærið.

Tónleikana kalla þær því fallega nafni: Kveðjusöngur farfuglanna, dúettar & sönglög.

Þær stöllur ætla að flytja nokkra af ástsælustu dúettum þýsku ljóðatónbókmenntanna.

Á efnisskránni eru eftir Mendelssohn og Schumann, ásamt einsöngslögum eftir Brahms, svo sem Von ewiger Liebe og Immer leiser wird mein Schlummer.

Dagskráin hefst klukkan 20 og stendur í um það bil klukkutíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.